Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 10
Myndir | Rut Fjöldi verkamanna frá Austur-Evrópu dvelur hér við frumstæðar aðstæður til að vinna í byggingabrans- anum. Brotafl, sem sætir rannsókn vegna gruns um auðgunarbrot og mansal, hefur starfað víða um borgina, meðal annars við framkvæmdir vegna nýrrar fangelsisbyggingar á Hólms- heiði. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Byggingaverktakar sem eru til rannsóknar vegna auðgunarbrota sem nema mörg hundruðum millj- óna hafa áður komið við sögu lög- reglunnar. Sigurjón Halldórsson í Brotafli hefur verið dæmdur fyrir skattalagabrot og komið við sögu í lögreglumálum, þar á meðal man- salsmáli á Suðurnesjum þar sem starfsmenn hans fengu dóm. Alls var gerð húsleit á fjórtán stöðum og lagt hald á bókhalds- gögn, tölvur og síma auk nokkurra milljóna í reiðufé. Níu voru hand- teknir, fimm settir í gæsluvarðhald. Þeirra á meðal er Sigurjón Hall- dórsson, eigandi Brotafls, og Þór- katla Ragnarsdóttir, eiginkona hans og fjármálastjóri fyrirtækisins, auk bræðranna Róberts og Konráðs í Kraftbindingum. Þeir fengu dóm árið 2012 fyrir ræktun kannabiss en annar þeirra er tengdasonur Sigurjóns. Þá hefur verið rætt við 20 til 30 manns vegna rannsóknarinnar. Fimmti maðurinn á ekki brotafer- il að baki, en hann tengist fólkinu sem fyrr er nefnt og átti hundrað kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði í Höfðahverfinu. Bull og kjaftæði Sigurjón Halldórsson sagði í sam- tali við Fréttatímann að hann ætlaði að stefna lögreglunni fyrir gæslu- varðhaldið og Fréttatímanum fyrir að fjalla um málið. Þetta sé bull og kjaftæði frá upphafi til enda. Það sé verið að draga upp svarta mynd af heiðarlegu fyrirtæki. Sannleikurinn eigi eftir að koma í ljós. Það var ríkisskattstjóri sem vakti athygli lögreglunnar á fyrirtækinu vegna gruns um brotastarfsemi sem er vel þekkt í verktakabrans- anum. Sigurður Jensson hjá emb- ættinu segir að verktakafyrirtæki séu þá að gera lág tilboð í stór verk á grundvelli fyrirfram skipulagðra vanskila á opinberum gjöldum. Stundum er notuð keðja af undir- verktökum, þar sem fjármunir fara upp keðjuna en reikningarnir nið- ur. Í sumum tilfellum er það efsta fyrirtækið í keðjunni sem skipu- leggur svindlið, það er þá að skila einhverjum opinberum gjöldum og kappkostar að líta vel út opin- berlega. Felur oft í sér mansal Undirverktakarnir gefa út reikn- inga sem engum virðisaukaskatti er skilað af en eru engu að síður nýttir sem innskattur í bókhaldi verkkaupa. Ýmist er um að ræða algjörlega tilbúna reikninga eða svarta vinnu unna í skjóli vanskila eða sambland af hvoru tveggja. Ekki er haldið eftir staðgreiðslu, tryggingagjaldi né nokkrum öðr- um lögbundum launatengdum gjöldum. Þegar síðan þrengist um eru stofnuð ný félög og háttsemi heldur áfram. Bent er á að svört vinna af þessu tagi feli en oftar en ekki í sér þvílík brot á réttindum starfsmanna og aðstæðum þeirra að það verður ekki skilgreint öðru vísi en mansal. Félagsmála- ráðherra hefur sagt að það komi til greina að gera aðalverktakana ábyrga fyrir undirverktökum til að koma í veg fyrir slík brot. Unnu við nýtt fangelsi Fyrirtækið Brotafl hefur verið áber- andi í framkvæmdum í borginni á undanförnum árum og tekið að sér mörg stór verk, til að mynda við hótelbyggingu á Laugavegi 34 til 36, á Frakkastígsreit, svo eitthvað sé talið. Það má þó segja að það sé kaldhæðni örlaganna að fyrirtækið sá um jarðvegsvinnu fyrir fyrirhug- að fangelsi á Hólmsheiði. Ríkisskattstjóri hefur rann- Fréttaskýring Ólögleg starfsemi byggingaverktaka talin velta milljörðum króna Ábatasöm glæpastarfsemi í byggingabransanum Brotafl er með aðstöðu að Breiðhellu 12 í Hafnarfirði en þar búa nokkrir verkamenn á efri hæðinni. Sigurjón Halldórs- son sagði í samtali við Fréttatímann að hann ætlaði að stefna lögreglunni fyrir gæsluvarðhaldið og Fréttatímanum fyrir að fjalla um málið. Þetta sé bull og kjaftæði frá upphafi til enda. Það sé verið að draga upp svarta mynd af heiðarlegu fyrirtæki. Sann- leikurinn eigi eftir að koma í ljós. Brotafl hefur verið áberandi í framkvæmdum í miðbænum.Mynd | Rut 10 | fréttatíminn | Helgin 22.APRÍl–24. APRÍl 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.