Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 30
Ég heiti Héðinn, sonur Eddu og Halldórs, á ættir að rekja til Víkur og Hvolsvallar, og svo auðvitað til prússnesku ömmu Lottu. Ég er nýfluttur til Beirút í Líbanon frá Kaup- mannahöfn, þar sem ég hef haft aðsetur í mörg ár og á íbúð, Danmörk er sumsé líka „heima“. Er að vinna fyrir UNICEF, að því að miðla upplýsingum um stöðu sýrlenskra flóttamanna nú þegar stríðið hefur staðið í fimm ár. Það þýðir samskipti við fréttamenn, viðtöl við Sýrlendinga, framleiðsla á efni og þar fram eftir götunum. Í dag þarf ég að fara í Bekaadal­ inn í vinnuferð í átt að sýrlensku landamærunum, þar sem flestir flóttamannanna í landinu halda til. Vinnan býður upp á töluverð ferðalög, að mestu í Líbanon, en líka í héraðinu. Í sumar kem ég líklegast heim til Íslands í stuttan tíma, meðal annars til að fara í árlega göngu á Vestfjörðum með hópnum sem ég hef gengið með í mörg ár. Stundum sakna ég fjölskyldu og vina, lítilla frændsystkina, sumar­ birtunnar, lyktarinnar af heita vatninu, Sundhallarinnar, kanil­ snúða, kaffis, lakkríss og að rekast á vini á hverju götuhorni, eins og maður gerir í Reykjavík. En ég er óskaplega feginn, eftir að hafa búið í nærri fimmtán ár fjarri Íslandi, meira og minna, að þurfa ekki að fylgjast með argaþrasi og pólitískri menningu sem aldrei virðist ætla að breytast. Ég sakna heldur ekki vetrarmyrkursins. Mér líkar vel „þetta reddast“ í hugarfari Íslendinga, mér hefur reynst það vel í vinnu í útlöndum og reyni sjálfur að halda fast í það, þó svo eitthvað hafi það nú minnkað. Ég væri reyndar til í að flytja Ísland töluvert sunnar í Atl­ antshafinu, til að stytta flugtímann og hækka meðalhitann. Og svo mundi ég vilja danska hjólamenn­ ingu á Íslandi. Ég held að Íslendingar geti klárlega lært af því að opna landið meira fyrir fólki af ólíkum upp­ runa, íslenskt samfélag er dálítið einsleitt, þó það sé að breytast. Og kannski líka að láta rjátlast af sér feimni og gefa sig á tal við fólk. Líbanon er þriðja landið í Mið­ austurlöndum sem ég bý í, mér líkar gríðarlega vel, og Líbanon er svo margþætt land að það kæmi örugglega mörgum á óvart hversu auðvelt það er að aðlagast. Ég vinn mest með Líbönum, en líka allra þjóða kvikindum. Líbanskur matur er hrikalega góður og líbanskt eldhús er þekkt um allan heim, hér geturðu fengið allt. Mikið grænmeti, hummus, kjöt og sætt kex og kökur. Og svo auðvitað arabíska kaffið. Það sem ég hef lært um Ísland við að búa erlendis, er að smæð samfélagsins heima hefur bæði kosti og galla, tækifærin eru mörg en olnbogarýmið er kannski minna, og það er styttra í þakið. Mér finnst frábært að koma heim, það er pínu eins og að vera í loft­ bólu þar sem allir þekkja alla. Mér finnst líka gott hvað Íslendingar eru lítið uppteknir af titlum og félagslegri stöðu. Ég heiti Dóra Sif Tynes. Ég er reykvískur lögfræðingur með norrænu ívafi undir léttum ítölskum áhrifum. Ég er alin upp í Osló, Reykjavík og Gautaborg og stundaði framhaldsnám á Ítalíu. Þá hef ég átt vetursetu í Frakk- landi og starfaði einnig hér í Brussel á árunum 2000 til 2004. Eftir níu ár á Íslandi flutti ég svo aftur hingað til Brussel 2013. Bý í hjarta Evrópu, Brusselborg. Þrátt fyrir fullyrðingar Trump hins bandaríska er hér gott að búa. Brus­ sel er hæfilega stór höfuðborg með mjög alþjóðlegu ívafi þar sem margir menningarstraumar mætast. Hér er öflugt lista­ og menningarlíf og mikil fjölbreytni í matarmenningu. Vegna stórs hlutfalls útlendinga í borginni eru hér veitingastaðir með matarhefð frá öllum heimshornum, að ekki sé minnst á súkkulaði­ gerð heimamanna eða tvísteiktar belgískar kartöflur, frites eða fritjes, sem hér í landi má ekki kenna við Frakkland. Í borginni mætast einn­ ig miklar andstæður enda eru hér bæði hugguleg miðevrópsk hverfi í Art Deco stíl þar sem þorri íbúa eru vellaunaðir eurokratar og hverfi í niðurníðslu þar sem félagsleg vanda­ mál eru yfirgnæfandi, líkt og hið alræmda Molenbeek. Ég vinn við rekstur EES samn­ ingsins sem forstöðumaður lög­ fræðisviðs hjá EFTA skrifstofunni. Í frístundum syng ég í íslenska ný­ lendukórnum hér í Brussel og nýt þess að geta ferðast nokkuð reglu­ lega. Er á leiðinni til Sviss í skíðaferð, þarnæst í vinnuferð til Lúxemborgar og svo liggur leiðin ávallt til fjöl­ skyldunnar í Rómarborg með reglu­ legu millibili. Í sumar ætla ég svo að rækta nýfundinn knattspyrnuáhuga í Frakklandi. Sakna ég einhvers? Stundum sakna ég ómótstæðilega reddingargens Íslendinga og góðrar og hnökralausrar þjónustu. Þar eiga Belgarnir nokkuð í land. Síðan eru það að sjálfsögðu samvistir við fjölskyldu og vini og nálægðin við náttúruna. Verður kona svo ekki að minnast á sundlaugarnar? Ég er fegin að vera laus við fjöru­ tíu og eitthvað storma á vetri. Einnig er ágætt á stundum að vera laus við hið yfirgnæfandi argaþras sem skellur á íslensku samfélagi með reglulegu millibili, líkt og vetrar­ stormar. Íslenski veturinn gleymist líka furðufljótt þegar maður býr erlendis. Íslenska umræðuhefðin með til­ heyrandi upphrópunum mætti alveg taka varanlegum breytingum. Síðan blessað matarverðið og fjölbreyttara úrval í kjörbúðinni. Stöðugri gjald­ miðill væri einnig til bóta. Það er þó auðveldara að slökkva á íslenska dægurþrasinu hér. Hefur Belgía breytt mér? Að vera heldur afslappaðari þegar ekki verður átt við aðstæður eða afstöðu manna. Ánægjan sem felst í því að taka sér góðan tíma á matarmarkaðinum í vikuinnkaupin með tilheyrandi spjalli við sölu­ fólk á hverjum bás. Svo er ég orðin meistari í að flokka rusl af hárfínni nákvæmni. Orðin meistari í að flokka rusl af hárfínni nákvæmni Póstkort Brussel Ég bið að heilsa Héðinn Halldórs í Líbanon Héðinn Halldórsson. Frá Beirút í Líbanon. Dóra Sif Tynes. 30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 SVÍNSLEGA GOTT Í HÁDEGINU, Á KVÖLDIN OG BARA ALLAN DAGINN GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is Kokteilar, bjór á krana og léttvín í glös um – á hálfvirð i! HAPPY HOU R ALLA DAGA 15–18 DJÚSÍ BORGARI úr sérvaldri rumbsteik og „short ribs“, í bjór-brioche brauði með rauðlaukssultu, Búra, trušu-mayo og vöšufrönskum ... ... SVÍNVIRKAR HREINN SÚKKULAÐIUNAÐUR Ylvolg djöflakaka með mjúku kremi, vanilluís og rjóma ... ... DJÖFULLEGA GÓÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.