Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 8
„Ég vona að það sé frekar að rofa til í samskiptum við Rússland en það er ekki við hæfi að við útgerðarmenn tjáum okkur frekar um utanríkismál Íslands,“ segir Steinar Ingi Matthíasson, sérfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr utanríkisráðherra er sagður vera léttir fyrir útgerðarmenn sem höfðu eldað grátt silfur við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra vegna viðskiptabannsins á Rússa. Í síðustu viku var lokið við ár- legan tvíhliða samning við Rússa um Smuguveiðar en viðræður um hann höfðu áður strandað í desember. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, nýr utanríkisráðherra, kom að við- brögðum við viðskiptabanninu á fyrri stigum í forsætisráðuneytinu þar sem hún aðstoðaði fyrirtæki í bráðaaðgerðum til að koma í veg fyrir að farmi sem þegar hafði ver- ið fluttur til Rússlands yrði fargað. Hún þótti í herbúðum útgerðar- manna sýna skilning á sjónarmiði útgerðarinnar. Þá var fullyrt að Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra, hefði talið flokksbróður sinn í utanríkis- ráðuneytinu fara full geyst. „Hún þekkir viðfangsefnið vel og hefur skilning á stöðunni,“ segir Steinar Ingi og bætir við að útgerðarmenn vilji að allar ákvarð- anir séu teknar að vel upplýstu máli. | þká Viðskiptabann Útgerðarmenn halda að það sé að rofa til Hún hefur skilning á stöðunni Útgerðarmenn binda vonir við nýjan utan- ríkisráðherra. Fótboltaþjálfarinn Guðjón Þórðarson fann fyrir aldurs- fordómum á vinnumarkaði Einn sigursælasti fótboltaþjálfari landsins, Guðjón Þórðarson, er kominn í nýtt starf eftir langa at- vinnuleit. „Ég keyri rútu fyrir Kynn- isferðir og vinn þar sáttur og glaður með góðu fólki. Hér er góður húmor og góður andi,“ segir Guðjón. Hann hefur spreytt sig í nýju hlutverki síðan um áramótin og leggur sitt af mörkum í ferðabransanum. „Ég hafði verið atvinnulaus lengi og var boðin vinna sem ég þáði með þökk- um. Lífið bíður ekki eftir manni, maður þarf að taka þátt í því eins og það er.“ Guðjón segist hafa fundið fyr- ir aldursfordómum á íslenskum vinnumarkaði og það hafi komið honum á óvart hve erfiðlega gekk að fá vinnu. „Ég er greinilega kom- inn á síðasta söludag svo þetta var ekki auðvelt. En ég er ýmsu vanur og það þarf meira til að brjóta mig.“ Guðjón náði einstökum árangri sem þjálfari knattspyrnuliða, bæði hér heima og erlendis. Hann segist ekki sakna boltans og telur harla ólíklegt að hann snúi sér aftur að þjálfun. „Ég held ég láti þetta gott heita. Þetta var fínn tími.“ | þt Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Kynnstu bestu hliðum Alpafjallanna þar sem stórbrotin náttúra mætir menningu fjögurra landa; Austurríkis, Ítalíu, Þýskalands og Sviss. Við skoðum m.a. Arnarhreiður Hitlers, förum í útsýnisferð með frægri jöklalest og siglum á Como vatni. Fegurð og fjöll í einni ferð! Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir 6. - 15. ágúst Fegurð landsins fjalla Sumar 13 Miðbær Rakarastofa víkur fyrir lundabúð Rakarinn ræður ekki við leiguna Rakarastofan Slippurinn við Skólavörðustíg sér sig knúna til að flytja nú á næstu vikum þar sem leigusamningi er að ljúka og leiguverð hefur rokið upp úr öllu veldi. Sam- kvæmt Ævari Østerby rakara hefur leiguverð hækkað um mörg hundruð þúsund á mánuði og stendur til að svokölluð lundabúð komi í stað hárgreiðslustofunnar. „Leigan er að hækka og við erum að fara. Ég er ekki viss um nákvæma tölu en ég hef heyrt 750 þúsund á mánuði. Við gætum fengið að vera hérna áfram en getum það ekki fjár- hagslega. Við erum núna að borga 250 þúsund krónur,“ segir Ævar og tekur hann undir að staðan sé orðin þannig að rakarastofur hafi raunar ekki tök á að vera í miðbænum. Að vísu fer Slippurinn ekki langt, flyst á Laugaveginn. „Það er ekki langt að fara, ennþá í miðbænum, það er hægt að finna eitt og eitt hús. Það er hægt að finna einn og einn „sensible“ leigusala inn á milli,“ segir Ævar. Samkvæmt fasteigna- skrá er húsnæðið rétt ríflega 111 fer- metrar. Leiguverð á fermetra er því um 7000 krónur sé miðað við töl- una sem Ævar nefnir. Minjagripaverslunum, eða lunda- búðum, fer ört fjölgandi í miðbæ Reykjavíkur, enda mala þær gull vegna aukningar erlendra ferða- manna til landsins. Gott dæmi um það er félagið Bolasmiðjan ehf. sem rekur heildsölu á minjagripum sem og þrjár minjagripaverslanir í mið- bænum. Í ársreikningi félagsins kemur fram sölutekjur voru 476 milljónir króna í fyrra og hagnaður um 37 milljónir. | hf Guðjón keyrir rútu Guðjón Þórðarson er orðinn bílstjóri hjá Kynnisferðum. Mynd | Hari Umhverfismál Fatasóun er mikil á Íslandi 10 kíló á mann af fötum í ruslið á ári Áhrifa hinnar hröðu endur- nýjunar fataskápa lands- manna gætir í ruslinu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Á síðasta ári fluttu Íslendingar um 3.800 tonn af textílvörum til lands- ins, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Innflutningur er þó vænt- anlega umtalsvert meiri þar sem töluvert magn berst til landsins í ferðatöskum landsmanna. Sama ár skiluðu Íslendingar af sér um 2250 tonnum af textílvöru til endurnotk- unar og endurvinnslu í gáma Rauða krossins við SORPU, eða tæpum 7 kg á hvern Íslending. Samkvæmt rannsóknum SORPU á úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu má ætla að yfir 2000 tonn af vefnaðarvöru hafi farið til urðunar árið 2015. Það eru um 10 kg á hvern íbúa höfuðborg- arsvæðisins. Fólk virðist því enn henda mjög stórum hluta fatnaðar og annarar textílvöru í ruslið. „Í ljósi þess að fremur einfalt er að skila bæði heilu og slitnu klæði í gáma Rauða krossins á grenndar- stöðvum og á endurvinnslustöðv- um SORPU er í raun galið hvað ennþá fer mikið í ruslið. Þessu verð- um við að breyta og hvert og eitt okkar gegnir þar hlutverki,“ segir Gyða Sigríður Björnsdóttir, sér- fræðingur hjá SORPU. Gyða segir flesta vera meðvitaða um notagildi heils fatnaðar en færri geri sér grein fyrir að nánast öll vefnaðarvara geti nýst í gegnum Rauða krossinn. „Þá skiptir engu hvort klæðið er heilt eða slitið og hægt er að skila allt frá nærbuxum og sokkum upp í rúm- föt, handklæði og gardínur. Sá hluti sem ekki telst hæfur til endurnotk- unar fer í ýmiskonar endurvinnslu. Sem dæmi má nefna að hægt er að endurvinna gallabuxnaefni allt að 5 sinnum. Efnið er þá tætt og þráður spunninn, nýtt gallabuxnaefni svo ofið úr þræðinum og það t.d. nýtt í nýjar gallabuxur. Á sama hátt er hægt að tæta slitna prjónavöru og spinna þráð sem svo nýtist í margs konar prjónavarning.“ Gallabuxur Framleiðsla á einum gallabux- um þarfnast tæplega 11.000 lítra af vatni. Uppistaðan í efni gallabuxnanna er bómull en það er jafnframt algengasta efnið í fatnaði. Bómullarplantan er frek á vatn og efnanotkun í kringum ræktun hennar er mikil. Sem dæmi er áburðarnotkun í bóm- ullarræktun ein sú mesta sem gerist í landbúnaði og um 12% allrar notkunar á skordýraeitri í landbúnaði er vegna bómullar- ræktar. TEXTÍLVÖRUR 2015 3800 tonn flutt inn í landið (opinberlega) 2250 tonn í endurnotkun og endurvinnslu 2000 tonn í ruslið hjá SORPU 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.