Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 58
58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 Íslenskar samsæriskenningar á flugi Ólafur plottaði Magga í Texasborg- urum í framboð, Vatnajökull verður látinn gjósa og jörðin er hol, segja íslenskir „samsæringar“ Í Facebook-hópnum íslenskar samsæriskenningar eru um 800 meðlimir. Þar eru ræddar hinar ýmsu sam- særiskenningar um frétta- mál líðandi stundar, kenn- ingar vísindamanna og eðlufólkið. Í hópnum er virð- ing borin fyrir samsæriskenning- um meðlima, ekkert er talið of frá- leitt eða ómögulegt. Fréttatíminn tók saman nokkrar samsæriskenn- ingar sem hafa hlotið hljómgrunn innan hópsins. Maggi Texas er plott Óla Framboð Magnúsar Inga Magnús- sonar, sem er betur þekktur sem Maggi á Texasborgurum, var til- kynnt degi áður en Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram aftur. Kenningin er sú að „botninum hafi verið náð í kjánahrolli á frambjóðendum“ þegar Maggi bauð sig fram. Ólafur og öfl hans beittu sér fyrir í framboði Texas Magga svo Ólafur yrði hvíti riddari þjóðarinnar. Jörðin er flöt Eitt helst hitamál Facebook hópsins er hvort jörðin sé flöt. Helstu talsmenn þess benda á Youtube þar sem ógrynni mynd- banda má finna undir leit- arstrengnum „flat earth“. „Samsæringar“ velta fyrir sér spurningunum um hvers vegna ekki séu til myndbönd af jörðinni snúast í geimnum og hvers vegna speglun vatns brotni. Í skoðanakönnun kom í ljós að 14 meðlimir trúa því að jörðin sé flöt, 29 að hún sé hnöttótt og 6 að hún sé hol að innan. Vatnajökull látinn gjósa Meðlimur hópsins birti röð mynda af veður- og jarðskjálftakortum og segir Vatnajökul verða látinn gjósa. Einnig birti hann ljósmynd af af- girtu setri sem má ætla að sé stjórn- stöð gossins. Meðlimir taka undir kenninguna og segja sennilegt og að „þeir séu að ýta einhverju af stað“ og Vatnajökull verði látinn gjósa. Hverjir „þeir“ eru kemur ekki fram. Innflytjandinn Yaelli Brewer: Leið eins og alheimurinn væri að vinka mér Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is M ig dreymdi draum um Ísland sem eiginlega varð til þess að ég flutti hingað. Ég hafði aldrei komið hingað en hafði heyrt að landslagið hérna væri stórkostlegt, hér væru norðurljós, hvalir, eld- fjöll og hoppandi höfrungar,“ segir Yaelli Brewer frá Ísrael sem hefur búið á Íslandi í tæp þrjú ár. „Draumurinn var reyndar ekkert sérstaklega spennandi. Reykjavík leit út eins og einsleitt úthverfi en ég vissi samt að ég væri í Reykjavík. Mér fannst samt sérstakt þegar ég vaknaði að mig hefði dreymt Ísland svo sterkt,“ segir Yaelli sem bjó á þessum tíma í London. „Stuttu seinna var ég stödd í verslun í Tel Aviv þar sem ég heyrði lag í útvarpinu um konu sem var að hlaupast á brott, til Ís- lands. Tuttugu mínútum seinna var ég stödd í annari verslun þar sem ég heyri ísraelskt lag sem heitir Iceland. Þetta var allt mjög skrítið og mér leið dálítið eins og alheimurinn væri að vinka mér. Stuttu seinna missti ég íbúðina mína í London og ákvað að kaupa flugmiða til Íslands. Það var vor svo ég ákvað að taka bara sénsinn og sjá hvað myndi gerast.“ „Þó ég hefði engin plön þá gekk allt upp. Ég eignaðist íslenskan vin hérna fyrsta daginn og við ákváð- um að fara í Reykjadal að ganga. Hann fór svo heim en ég stóð með bakpokann minn við hringtorgið í Hveragerði þegar Kanadamaður á stórum jeppa bauð mér far. Hann var að fara að sækja ítalska kær- ustu sína og þýska vinkonu hennar og þau buðu mér með sér í viku- ferð um hálendið,“ segir Yaelli sem hélt áfram að ferðast um Ísland og kynnast allskyns fólki á leiðinni. „Þegar ég kom aftur til Reykja- víkur um haustið langaði mig ekk- ert til London, heldur til að upplifa veturinn hérna og sjá norður- ljósin. Ég fékk vinnu í ferðabrans- anum og fór út öll kvöld að fylgjast með norðurljósunum. Þegar ég fór aftur til London sumarið eftir leið mér eins og Ísland væri frekar heimili mitt, svo ég kom aftur,“ segir Yaelli sem vinnur í dag á far- fuglaheimili auk þess að skrifa ferðabók um Ísland á hebresku. „Ég sakna þess helst að geta ekki synt í sjónum á hverjum degi og að geta ekki tínt appelsínur, sítrónur og avocado beint af trjánum,“ seg- ir Yaelli aðspurð hvers hún saknar helst frá Ísrael. „Það besta við Ís- land er fjallasýnin, hversu heitt er í húsunum og hvað það er auðvelt og öruggt að ferðast hér.“ „Samfélag Ísraela og gyðinga á Íslandi er mjög lítið, kannski rúmlega tuttugu manns samtals. Ég þekki þá flest alla og í þessari viku er Passover, sem er ein helsta hátíð gyðinga, og þá koma tveir rabbínar frá New York sem skipu- leggja hátíð fyrir okkur.“ Mynd | Hari Prentvörur kynna með stolti Í fyrsta sinn á Íslandi Hágæða samheitablekhylki fyrir prentara hágæða og margvottað samheitablek fyrir Canon prentara. Þú borgar einfaldlega minna fyrir sömu gæði. Verð frá: 1390 KR PGI-570XL & CLI-571XL Ábyrgðaryfirlýsing: Samkvæmt ábyrgðarskilmálum prentaraframleiðenda og alþjóðalögum fellur ábyrgð prentara ekki úr gildi við notkun endurnýttra eða samhæfðra prenthylkja nema rekja megi bilun til notkunar á þeim hylkjum. Bili tæki eða eyðileggjast sem rekja má til notkunar samheita prenthylkja frá Prentvörum munum við bæta þau tæki, séu þau enn í ábyrgð. Prentvörur Skútuvogi 11, sala@prentvorur.is, prentvorur.is, s. 553-4000 Samtökin Stelpur rokka! auglýsa eftir rafmagnshljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó fyrir 13 til 20 ára stelpur. Rokkbúðirnar verða haldnar í ágúst á vegum tógóskra kvenna. Hljóðfærarsöfnunin fer fram 15. apríl til 7. maí í Tónastöðinni, Skipholti 50. Samtökin hafa staðið fyrir sumarbúðum þar sem ungum stelpum er kennd tónlistar sköpun en færa sig nú til Tógó. Stelpur rokka! til Tógó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.