Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 40
Kynningar | Matartíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Ekta ítalskt brauð og pasta Ítalskur heimilismatur á frábæru verði hjá Massimo og Katia á Laugarásveginum Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á Laugarásveginum. TVEIR FYRIR EINN AF PASTA Næstu tvær vikur er 2 fyrir 1 tilboð á gómsætu pasta í hádeginu, frá klukkan 11.30 til 14.30. Unnið í samstarfi við Massimo og Katia Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka. Staðurinn ber nafnið Massimo og Katia og þar er boðið upp á ekta ítalskan heimilismat. Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á hverjum degi. Allt er búið til á staðnum og því er maturinn eins ferskur og helst verður á kosið. „Við gerum bæði pasta fyrir veitingastaðinn og svo er hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima,“ segir Katia. Þau eru bæði með venjulegt pasta sem og fyllt pasta. Á veitingastaðnum er einnig að finna ýmsar innfluttar vörur, svo sem kex, ólífur, olíur og girnilega osta á borð við parmeggiano og gorgonzola. „Brauðið okkar er einnig allt bakað hér og fylgir með öllum okkar réttum,“ segir Katia. Þá er hægt að fá tilboð hjá þeim fyrir afmæli eða önnur tilefni. „Við sjáum um að reiða fram ekta ítalska veislu fyrir öll tilefni,“ segir Katia áður en hún hverfur aftur til starfa. Svínahnakki með blönduðum eplum, fennelolíu og kaldri gráðostasósu Svínahnakki er ljúffengur á grillið enda er hann einn vinsælasti kjöt- bitinn yfir grilltímabilið. Þá er hann gjarnan seldur maríneraður í pakkn- ingum sem lofa dýrð og ljóma. En eins og allir vita er miklu betra að elda matinn sjálfur frá grunni. Svína- hnakki er biti sem nýtur þess að marínerast í nokkrar klukkustundir – þá meyrnar kjötið aðeins og tekur í sig bragðið af kryddinu. Epli passa ótrúlega vel með svína- kjöti. Þegar ég elda grísakótilettur í ofni finnst mér ljúffengt að hafa með þeim steikt epli og þannig varð kveikjan að þessari uppskrift. Fyrir fjóra 1 kg svínahnakki safi úr einni sítrónu 4 epli 5 msk olía 1 msk ristað fennel salt og pipar Köld gráðostasósa 4 msk sýrður rjómi 2 tsk hlynsíróp 75 g blámygluostur salt og pipar 1. Skolið og þerrið svínahnakkann og skerið hann svo í fallega bita. 2. Kjarnhreinsið eplin og skerið í báta. 3. Þræðið kjöt og epli upp á spjót og kreistið sítrónusafa yfir. Ef spjótin eru úr tré þurfa þau að hafa legið í bleyti í minnst klukkustund svo kvikni síður í þeim. 4. Ristið fennelfræin á þurri pönnu og þegar þau fara að taka lit fær- ið þau þá yfir í mortél og steytið létt til að opna þau. Blandið olíunni saman við og látið standa í nokkrar mínútur. 5. Penslið fennelolíu yfir kjötið og eplin og setjið í ísskáp í eina til tvær klukkustundir. 6. Grillið spjótin í 10-12 mínútur þar til kjötið er eldað í gegn og eplin farin að mýkjast. 7. Sósan er afar einföld. Setjið sýrð- an rjóma í skál og stappið helm- inginn af gráðostinum saman við, brjótið afganginn gróflega út í. Bragðbætið með sírópi og smakk- ið til með salti og pipar. Ragnar Freyr gefur út þriðju matreiðslubók sína og nú grillar hann allt frá laxa- flökum að heilum grís á teini „Það var nú meira í gríni sem útgef- andinn minn spurði hvort ég ætlaði ekki að henda í eina grillbók. En svo var það bara gert og ég eldaði á fullu allt síðasta sumar. Svo kláraði ég þetta í vetur,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og matarblogg- ari. Ragnar hefur um árabil haldið úti blogginu Læknirinn í eldhúsinu. Hann sendir í næstu viku frá sér sína þriðju matreiðslubók, handhæga 200 síðna grillbók sem kallast Grill- veislan. Fyrri bækur Ragnars nutu mikilla vinsælda og eru til á fjölda íslenskra heimila. „Grillveislan er alhliða grillbók sem er aðgengileg fyrir byrjendur og lengra komna. Þarna er fjallað um allt frá því að grilla laxaflak yfir í að taka heilan grís og eyða öllum deg- inum í þetta. Þetta er svokallað „all in“ en það má auðvitað taka það á mismunandi stigum. Fólk mun alla vega sjá að það er lítið mál að vera góður í grilleldamennsku.“ Í bókum sínum hefur Ragnar fengist talsvert við hægeldun í ofni og prófað sig áfram við „sous-vide“ eldun. Útigrillið virðist við fyrstu sýn af öðrum meiði. „Ég hef grillað mikið síðan ég flutti til Svíþjóðar. Alltaf þegar það er gott veður þá elda ég úti. Öll lætin í kring- um þessar bækur mínar smituðu yfir í alla kima eldamennskunnar og grillið er þar með talið. Ég fór til dæmis að pæla í langeldun á grilli og komst að því að það er ótrúlega einfalt.“ Hvort ertu gas- eða kolamaður? „Ég á náttúrlega allt. Ég á gasgrill og kolagrill, reykofn, pítsuofn og grill- tein. Mér finnst skemmtilegast að grilla á kolum og helst á eldivið. Á virkum dögum, þegar maður hefur minni tíma, nota ég gasgrillið en um helgar tek ég alltaf kolagrillið. Báðar aðferðirnar eiga rétt á sér. Það er auðveldara að ná góðum tökum á gasgrillinu, það leyfir betri hita- stjórnun. Hitt er meira „hardcore“. Það svíður aðeins hárin á höndun- um. Svo finnst mér betra bragð af matnum af kolagrillinu, þar kemur reykurinn og allt þetta inn í.“ Bók Ragnars kemur út í næstu viku og útgáfunni verður fagnað annan laugardag, 30. apríl klukkan 17, með grillveislu við Eymundsson á Skólavörðustíg. Þar mun Ragnar bjóða upp á heilgrillað lamb. | hdm Læknirinn snýr sér að grillinu Ragnar Freyr sendir frá sér handhæga grillbók í næstu viku þar sem er að finna fjölda uppskrifta. 40 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu, Svartfjallaland og Króatíu. Förum aftur í tíma og sjáum gömul þorp þar sem tíminn hefur staðið í stað. Skoðum falleg sveitahéruð, kirkjur, klaustur söfn og glæsilegar borgir. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 EINSTÖK NÁTTÚRUFEGÐUR OG FORN MENNING SERBÍA, SVARTFJALLALAND OG KRÓATÍA 13 - 25. JÚNÍ 2016 BALKANSKAGINN Verð 337.900.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði per mann er: Öll keyrsla milli staða og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun, Allur aðgangur þar sem við á, Hótel með morgunmat, Kvöldmatur i Skadarlija, Hádegistmatur i ferðinni um Sremski Karlovci og Novi Sad, Hádegismatur í Ovcar- Kablar og lestarferð til Sargan, Aðgangur að þjóðgarðinum Uvac, bátsferð og grillað úti Bátsferð til Kotor, Hálft fæði i Zlatibor fjöllum, Hálft fæði i Podgoria Hotel Ramada, Hálft fæði i Herceg Novi, Íslenskur fararstjóri. Elskar þú að grilla? O-GRILL VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.