Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 60
60 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT Finndu hvað þér finnst gott Marga langar að taka þátt í jóga- bylgjunni sem skekið hefur hinn vestræna heim síðustu ár, en eru í vandræðum með í hvaða stellingu skuli byrja. Fyrir þá sem ekki vilja skuldbinda sig við jógastöð, en vilja ná tökum á að fetta sig í hundinum á mottunni heima, er YouTube-jógakennar- inn Adriene Mishler rétta konan. Adriene heldur úti hinni vinsælu YouTube-rás, Yoga with Adriene, þar sem hún fer með áhorfendum í gegnum alls kyns æfingar með sjarmerandi hreim og brosi á vör. Einkunnarorð Adriene eru: „Finndu hvað lætur þér líða vel“ og leggur hún áherslu á að fólk fari sér ekki of hratt og hlusti á líkamann þegar jóga er iðkað. Adriene er með eina og hálfa milljón áskrifenda á YouTube og má segja að flestir sem prófi taki ástfóstri við hana. Prógrömmin sem finna má á Yo- uTube-rás Adriene eru meðal ann- ars þægileg 20 mínútna morgun- rútína, jóga fyrir mjóbakið, og jóga sem vinnur á streitu. Á rásinni má einnig finna Þrjátíu daga jógaáskor- un Adriene, sem er frábær leið til að venja sig á að nota jógamottuna á hverjum degi. Frá rúminu í bílstjórasætið, í skrifborðsstól- inn í sófann heima, hljómar eflaust kunnug- lega fyrir marga. Niðurstöður kannana sýna að við sitjum alltof mikið og áhrifin eru sam- bærileg reykingum. Flest þekkjum við klass- ísk einkenni kyrrsetu; vöðvabólgu, óþægindi í mjóbaki og stífan líkama. Rannsóknir hafa leitt í ljós mun alvarlegri orsakir á borð við hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbamein. Í rannsókninni miðast langvarandi kyrr- setja við átta til tólf tíma á dag. Skaðsemin felst í því að með tímanum verða breytingar á vöðum líkamans. Með hægu blóðflæði og lít- illi hreyfingu framleiðir líkaminn mun minna af „lipase“ ensími sem er gríðarlega mikil- vægt fyrir blóðflæðið til að viðhalda réttum blóðþrýstingi. Á sama tíma verður líkaminn ónæmari fyrir insúlíni og líkaminn á erfiðara með að takast á við bólgur sem eykur hættu á krabbameini. Heilinn fær sömuleiðis ekki blóðflæðið og súrefnið sem hann þarf sem leiðir til þreytu og sljórrar hugsunar. Augljós fylgikvilli kyrrsetu er hæg brennsla líkamans á hitaeiningum. En að meðaltali brennir líkaminn 50 færri hitaein- ingum þegar hann situr en stendur. Rann- sóknin leiddi einnig í ljós að líkamsrækt fyrir eða eftir langtímasetu vegur ekki á móti. Það eina sem dugar er að standa upp og ganga um gólf í nokkrar mínútur á hverjum klukkutíma, eða einfaldlega ekki sitja allan daginn. | sgk Tölum um kyrrsetu Líkt og Blár Ópal sagði um árið, stattu upp fyrir sjálfum þér Áhrif langvarandi kyrrsetu Hjarta- og æðasjúkdómar Sykursýki Krabbamein Sljó hugsun Vöðvabólga Ósveigjanlegur hryggur Hvað get ég gert? Standa upp og ganga á klukkutíma fresti Ganga og tala í símann Upphækkað skrifborð Standa upp í auglýsingahléum Hjóla eða ganga í vinnuna Sitja rétt í skrifborðsstólnum Leikkonan og at- hafnakonan Anita Briem er stödd í lyftunni hans Spessa, ljósmynd- ara í gömlu Kassagerðinni á Laug- arnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir hún frá sínum lægðum í lífinu þegar hjartað sökk í sjóinn og sínar hæstu hæðir í logninu á undan hasarnum. „Fyrir nokkrum árum var ég í brjálæðislega mikilli ástarsorg,“ segir Aníta í lyftunni á fyrstu hæð hússins. „Á sama tíma var ég í togstreitu á milli hlutverka. Ég hafði skuldbundið mig að kynna kvikmyndina Journey to the Cen- ter of Earth í Bandaríkjunum. Ég varð því að hætta hlutverki mínu í þáttunum The Tudors þó svo að karakterinn minn héldi áfram í næstu seríu.“ Aníta segir ákvörðun sína haft reitt marga til reiði og tímabilið hafi reynst sér erfitt. „Það fór allt í skít og það voru afskaplega margir reiðir út í mig. Hótanir og áróður fóru á flug og mér leið eins og agnarsmáu peði sem hafði ekkert vald yfir aðstæðum með fjörutíu tröllskessur að toga í mig úr ólíkum áttum. Ég reyndi að fylgja hjartanu á hverjum degi og ég vissi að hver einasta ákvörðun skipti máli. Ég rakst stöðugt á veggi og hugsaði hvort of margar rangar ákvarðanir og mistök yrðu til þess að ekki yrði aftur snúið. Þetta er líklega eina skiptið sem ég sá ekkert ljós, ég vissi ekki hvert ég átti að stefna eða hvern ég átti að hlusta á.“ Um þessar mundir er Aníta að upplifa eina af mörgum hæðum í sínu lífi, að takast á við ný og spennandi verkefni. „Ég gaf ný- verið út mína fyrstu bók sem var ótrúlega gefandi. Ég er að njóta þess að vera heima á Íslandi og vera ein með sjálfri mér.“ Að- spurð um sínar hæstu hæð segir Aníta eina kvöldstund í London sér minnisstæða. „Ég var í mat hjá vini mínum þegar ég beið eftir símtali. Við drukkum rauðvín, borðuðum góðan mat og spil- uðum spil. Ég var nýkomin frá Bandaríkjunum úr ströngu prufu- ferli fyrir mína fyrstu sjónvarps- seríu. Það voru þessi andartök á undan kaflaskilunum þegar þú skynjar að eitthvað merkilegt er að gerast. Klukkan eitt um nóttina tilkynnti umboðsmaðurinn minn mér að ég hefði landað hlutverk- inu. Þessi stund, á undan öllum hasarnum þegar allt er mögulegt og maður svífur aðeins í loftinu, þykir mér ætíð vænt um.“ | sgk Aníta Briem óttaðist að mistök sín yrðu til þess að ekki yrði aftur snúið í togstreitu milli hlutverka. Þegar tröllin toga Lyftan #15 Spessi „Þetta er líklega eina skiptið sem ég sá ekkert ljós, ég vissi ekki hvert ég átti að stefna eða hvern ég átti að hlusta á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.