Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 25
 |25FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 Móðir átján ára stúlku með kvíðaröskun segir það stöð- ugan línudans að ala upp barn með kvíða „Dóttir mín var alltaf á einhverj- um mörkum og við vissum aldrei hvað var að. Hún hélt til dæmis ekki athygli í skólanum þrátt fyrir að vera góður námsmaður. Það var eitthvað að trufla hana frá því að hún var svona níu ára og hún átti alltaf erfitt með að tengjast öðrum krökkum,“ segir Margrét Hanna, móðir átján ára stúlku sem var greind með kvíða í 9. bekk. „Þegar hún varð unglingur fór þetta að hafa miklu meiri áhrif á hana. Hún miklaði alla hluti rosalega fyrir sér og fór að brjóta sjálfa sig niður. Í níunda bekk fór skólasálfræðingurinn að velta því fyrir sér hvort hún væri mögu- lega með ADHD en svo komst hún til barna, heila- og taugasál- fræðings sem greindi hana með kvíða og áráttuþráhyggjuröskun, en það er kvíðaröskun. Ástæðan fyrir því að hún getur ekki ein- beitt sér er sú að hún er stöðugt með áhyggjur af hinu og þessu í umhverfinu.“ Eftir greininguna var dóttir Margrétar sett á kvíðalyf sem hjálpuðu henni þar til hún byrj- aði í menntaskóla. „Hún vildi komast í framhaldsskóla utan hverfisins til að komast á lista- braut en þá þurfti hún að vera með 9,5 í meðaleinkunn svo það gekk ekki upp. Svo þegar hún byrjaði í framhaldsskóla fór kvíði vegna verkefnaskila að heltaka hana og hún hætti að geta tekist á við hluti og sjálfsmyndin varð sífellt brotnari. Áráttuhegðunin kemur fram í hlutum eins og að hún er með tölur á heilanum og er með fullkomnunaráráttu, hvort sem það er þegar hún er að velja föt á morgnana eða að gera öll verkefni 100%. Ef hún er ekki fullkomlega ánægð með verk- efnin sín þá getur hún ekki skilað þeim. Þessi kvíði er ofsalega hamlandi því hann stoppar hana í að gera svo margt. En í dag eru hún í hálfu námi og það gengur betur.“ Dóttir Margrétar hittir reglu- lega geðlækni og gengur til sál- fræðings, auk þess að stunda jóga. „Þegar hún fær óútskýrð kvíðaköst þá dregur hún sig í hlé og gerir öndunaræfingar. Það hefur hjálpað henni mjög mikið að vera í skátunum því þar hefur hún eignast sína bestu vini á allt öðrum forsendum en í bekknum þar sem þú þarft að vera ein- hverskonar steríótýpa. Í dag veit ég að litlir hlutir láta henni líða hryllilega. Ég þarf stundum að halda í alla mína innri ró til að ná henni út úr húsi. En svo þarf maður líka að passa sig að verða ekki of meðvirkur, þetta er mjög mikill línudans.“ „Við erum heppin því við eigum peninga til að leita okkur allra mögulegra úrræða, en það eru alls ekki allir í þeirri stöðu. Hver sálfræðitími kostar 15.000 krónur og það er ekkert niður- greitt svo kostnaðurinn hefur auðveldlega farið upp í 60.000 krónur á mánuði. Ég hef horft upp á fólk sem vill gera allt fyrir börnin sín en hefur ekki efni á því.“ | hh Margrét Hanna segir hluti eins og að velja föt á morgnana geta breyst í óyfirstíganlegt verk. Sífelldur línudans að eiga barn með kvíða ÉG ÞARF STUNDUM AÐ HALDA Í ALLA MÍNA INNRI RÓ TIL AÐ NÁ HENNI ÚT ÚR HÚSI. Margrét Hanna, móðir stúlku sem var greind með kvíða í 9. bekk. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.