Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 12
12 | fréttatíminn | Helgin 22.APRÍl–24. APRÍl 2016 sakað grunsemdir um brot fimm verktakafyrirtækja frá áramótum og er grunur um að skotið hafi ver- ið undan tveimur milljörðum. Þar af eru meint brot verktakanna sem tengjast Brotafli langmest. Sigurður Jensson hjá ríkisskatt- stjóra segist fagna því að lögreglan rannsaki nú málið. Þarna séu gríð- arlegar hagsmunir undir, bæði al- mennings sem og annarra verktaka sem vilji fara að lögum. Það geti enginn keppt við þessa verktaka á eðlilegum forsendum. Þarna geti menn orðið sér úti um gríðarlega fjármuni og unnið skemmdarverk á greininni til frambúðar. Þetta sé skipulögð glæpastarfsemi sem þurfi að uppræta. Leiguherbergi í iðnaðarhverfi Eins og Fréttatíminn fjallaði um í síðustu viku rannsakar lögreglan hvort lög um aðbúnað á vinnustöð- um hafi verið brotin, jafnvel lög um mansal. Öll vinna lá niðri hjá Kraft- bindingum fyrir hádegi á mánudag þegar Fréttatíminn kom í Funa- höfða 7, þar sem á þriðja tug verka- manna búa, meðan þeir starfa fyrir fyrirtækið. Þótt Funahöfði sé iðn- aðarhverfi er þar að finna fleiri hús með leiguherbergjum, þar sem far- andverkamenn frá Austur-Evrópu og eiturlyfjasjúklingar, langt leiddir alkóhólistar og annað fólk sem á í engin hús að venda, býr. Hátt í tuttugu erlendir verka- menn fyrirtækisins hafa búið í Funahöfða 7, en þeir höfðu sam- band við pólska sendiráðið á föstu- dag, þegar lokað hafði verið fyrir rafmagn í húsnæðinu vegna van- skila. Starfsmaður pólska sendi- ráðsins segist hafa haft samband við Orkuveituna og útskýrt málavexti en þeir hafi ekki talið sig getað opn- að fyrir rafmagnið þar sem reikn- ingarnir hafi verið svo háir. Hann hafi haft samband við lögreglu sem hafi útskýrt málið og hann hafi rætt við verkamennina. Hann hafi ekki haft frekari afskipti af málinu. Hann segir að sendiráðið hafi ekki oft af- skipti af pólskum verkamönnum, í fyrrahaust hafi þó komið upp mál þar sem slys varð á vinnustað og verkamaðurinn var ótryggður. Lokað fyrir rafmagn Þegar Fréttatíminn kom í Funa- höfða höfðu íbúarnir tekið inn rafmagn af efri hæðinni og lágu leiðslurnar um öll gólf. Flestir verkamannanna voru heima enda lá vinna í fyrirtækinu niðri þar sem stjórnendurnir höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þótt tungumálaerfiðleikar væru miklir var þó ekki erfitt að skilja að þeir höfðu áhyggjur af því að fyrirtæk- inu yrði lokað og sumir þeirra vildu snúa aftur til Póllands. Brotafl og Kraftbindingar eru með herbergi fyrir starfsmenn á fleiri stöðum í borginni og nágrenni hennar. Verkamennirnir segjast greiða fimmtíu þúsund á mánuði fyrir herbergið, en leigan er dreg- in af launum þeirra um hver mán- aðamót. Eitt af því sem lögreglan skoðar er hvort lög og reglur um að- búnað á vinnustöðum og jafnvel Átök Brotafls við íbúa í miðborginni Miklar deilur hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir vegna byggingar glæsihótels við Grettisgötu. Brotafl hefur annast framkvæmdina og hefur kvörtunum rignt yfir lögreglu vegna hávaðasamra framkvæmda eftir löglegan tíma. Lögregla hefur nokkrum sinnum þurft að stöðva vinnuvélar fyrirtækisins. Margir íbúar í götunni eru mjög ósáttir við framferði forsvarsmanna Brotafls en Fréttatíminn fjallaði um þegar upp úr sauð í deilunni í janúar. Þá kom til handalögmála milli forsvarsmanns Brotafls og íbúa í götunni. Einn íbúa Grettisgötu tók á það ráð að skvetta skyri á Range Rover bifreið Sigurjóns G. Halldórssonar, eiganda fyrirtækisins. Sigurjón Halldórsson var einn eigenda SR-verktaka og hefur áður lent í átökum við nágranna framkvæmda sem hann hefur staðið að. Þannig kallaði hann íbúa á Hverfisgötu 42 og nágrenni villimenn sem hefðu stolið frá sér, brotið rúður og rifið niður girðingu, í viðtali við Vísi í október 2007. Það sama ár var hann áminntur af heilbrigðiseftir- litinu fyrir að láta pólska verkamenn rífa niður asbestklæðningu með stórvirkum vinnuvélum, án þess að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði. Mynd | Hjámtýr Heiðdal Framkvæmdir Brotafls við Grettisgötu í Reykjavík. Tugir verkamanna frá Austur-Evrópu búa í húsnæði Kraftbindinga við Funahöfða 7.Myndir | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.