Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 6
Ferðamönnum í hvalaskoðun
hefur stórfjölgað en hrefnu
fer hinsvegar fækkandi. Hags-
munafólk í greininni er lang-
þreytt á því að á sama tíma sé
verið að veiða hrefnuna með
tapi.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Við höfum áhyggjur af mikilli fækk-
un hrefnu á Faxaflóa en hvalaskoð-
un er orðin mikilvæg atvinnugrein
í borgarsamfélaginu og fjöldi fólks
hefur atvinnu af greininni,“ segir
María Björk Gunnarsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Hvalaskoðunarsam-
tökum Íslands.
272 þúsund ferðamenn fóru í
Hvalaskoðun árið 2015 með þrettán
fyrirtækjum í greininni. Árið 2014
voru þeir 230 þúsund. Undanfarin
ár lætur nærri að fjórðungur allra
ferðamanna hafi farið í slíkar ferð-
ir en fjöldinn eykst ár frá ári. Þetta
kemur fram í nýrri samantekt sem
fyrirtækið Deloitte vann fyrir Hvala-
skoðunarsamtök Íslands.
Hrefnu á Faxaflóa er að fækka
mikið á grunnslóðinni, samkvæmt
tölum frá Hafrannsóknarstofnun.
Hrefnan hefur fært sig á kaldari
svæði og gerir það atvinnugreininni
erfitt fyrir. María Björk segir að það
skjóti skökku við að á sama tíma sé
verið að halda úti hrefnuveiðum svo
að segja með tapi og drepa þessar
fáu skepnur sem eftir eru. Þetta fari
afar illa saman, það séu ekki nema
fjórar sjómílur, þegar minnst lætur,
milli veiðimanna og ferðamanna en
báðum sé þó illa við að hittast svo
það gerist ekki.
Steingrímur J. Sigfússon skip-
aði í tíð sinni sem sjávarútvegsráð-
herra nefnd til að miðla málum
milli hrefnuveiðimanna og hvala-
skoðunarfólks. Úr varð áætlun um
að stækka griðasvæðið á Faxaflóa,
allt frá Garðskaga að Skóganesi á
Snæfellsnesi. Sú áætlun var þó blás-
in af eftir að ríkisstjórn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar tók við. Nýr
ráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson,
hefur nú tekið við lyklavöldum í sjáv-
arútvegsráðuneytinu en óskað hefur
verið eftir fundi með honum til að
ræða málið.
HVALASKOÐUN
Á ÍSLANDI
10
fyrirtæki árið 2014
13
fyrirtæki árið 2015
15
fyrirtæki árið 2016
230 þúsund
fóru í skipulagðar
hvalaskoðunarferðir 2014.
272 þúsund
fóru í slíka ferð árið 2015.
Fleiri ferðamenn
skoða færri hrefnur
Húsnæðisekla ógnar grunn-
þjónustunni
„Það er hætt við að samfélaginu
á Kirkjubæjarklaustri blæði út ef
ekki fæst hingað nýtt fólk til að
spyrna við fótum,“ segir Anna
Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri á Klausturhólum á Kirkju-
bæjarklaustri.
Mikil húsnæðisekla á Kirkjubæj-
arklaustri hamlar því að nýtt fólk
fáist til að starfa þar, en það er
ekki einsdæmi á vinsælum ferða-
mannastöðum. Venjuleg útleiga
er ekki hagstæð þar sem ferða-
mannastraumurinn sprengir upp
allt leiguverð. Í sumum tilfellum
er því erfitt að sinna grunnþjón-
ustu við samfélagið á staðnum þar
sem starfsfólk getur ekki fundið
sér þak yfir höfuðið. „Ekki hefur
ástandið skánað í ferðamannaból-
unni,“ segir Anna Gyða. „Það er
slegist um hverja herbergiskytru
hér.“
Anna Gyða segir að hjúkrunar-
heimilið að Klausturhólum sé
rekið með of fáum starfsmönnum
í dag, vegna þessa, þrátt að hún
hafi eytt miklum tíma og orku í að
reyna að útvega starfsfólk og hús-
næði. Ástandið hafi oft verið mjög
erfitt í vetur vegna þessa, ekki
síst í febrúar þegar mikil veikindi
herjuðu á.
„Sveitarfélagið hér er að mínu
mati vanmegnugt að takast á við
að reka þetta samfélag, úrræða-
leysið er algert. Það vantar nýtt
blóð, fleira fólk, og til þess þarf
húsnæði. Og þá þarf að vinna í að
bæta þar úr. Og það finnst mér
vera hlutverk sveitarfélaga, ekki
hjúkrunarforstjóra,“ segir Anna
Gyða sem sagði upp starfi sínu og
flytur frá Kirkjubæjarklaustri í
vor. | þká
Landsbyggð Hjúkrunarforstjóri fékk nóg af leigureddingum
Ferðamannastraumurinn sprengir
upp leiguverðið á Kirkjubæjarklaustri
María Björk Gunnarsdóttir.
Myndin sýnir veiddar hrefnur í Faxaflóa árið 2014 til samanburðar við feril eins
af hvalaskoðunarskipa Eldingar sama ár. Svarti ferillinn sýnir jafnframt línuna
sem markar bann við hrefnuveiðum skv. reglugerð 632/2013.
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir,
hjúkrunarforstjóri á Klaustur-
hólum á Kirkjubæjarklaustri.
Mynd | NordicPhotos/Getty
Ferðaþjónusta Gríðarlegur vöxtur er í hvalaskoðun
6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016
Þú finnur nýja Taxfree sófabæklinginn
á www.husgagnahollin.is
www.husgagnahollin.is
558 1100
Allir sófar á taxfree tilboði*
* Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.
PASO DOBLE
Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm
298.379 kr. 369.990 kr.
SÓFAR
TAXFREE
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
Ísafirði
Skeiði 1 www.husgagnahollin.is
* Taxfree tilboðið gildir bara á sóf
um og jafngildir 19,35% afslætti.
Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðis
aukaskatt af söluverði. Afslátturinn
er alfarið á kostnað Húsgagnahall
arinnar og gildir til 29. apríl 2016
Allir sófar á taxfree tilboði*
SÓFAR
TAXFREE
PASO DOBLE
Tungusófi. Hægri eða vinstri tunga.
Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði.
Stærð: 300 × 100/150 × 95 cm
298.379 kr.
369.990 kr.
CLEVELAND
Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri
tunga. Dökk eða ljósgrátt slitsterkt
áklæði. Stærð: 308 × 140/203 × 81 cm
153.218 kr.
189.990 kr.
TWIST
2,5 sæta sófi.
Margir litir.
Viðarfætur. Stærð:
157 x 92 x 95 cm
88.720 kr.
109.990 kr.
LOKA-
HELGIN