SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 6

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 6
ViðtaliöÉ ai tJaðið Lu n gn a sm ækku n a ra ö ger ö Viðtal við Kolbrúnu Guðmundsdóttur um reynslu hennar Áætlaö er að um 10°/o íbúa á Norðurlöndum, þar á meðal íslendingar, greinist með langvinna lungnateppu. Þá er átt við langvinna berkjubólgu og lungnaþembu. Við langvinna berkjubólgu og lungnaþembu myndast bólga í berkjunum meö þeim afleið- ingum, að þær þrengjast, minna rými verður fyrir loft í öndunarveginum og andardráttur- inn þyngist. Þetta veldur oft miklum hósta og slím gengur upp í munninn. Hóstinn verður þrálátur og er verstur á morgnana og í röku, köldu lofti. Þegar sjúklingur greinist með lungnaþembu hafa myndast skemmdir í lungna- blöðrunum, en þaö er sá hluti lungnanna þar sem loftskipti fara fram. Lungun stækka og veggir lungnablaðr- anna missa sveigjanleika sinn. Þaö verður óeðlileg og varanleg stækkun á loftrými lungnablaðranna. Mæði og óstöðvandi hósti eru dæmigerð _ . , , , . einkenni lungnaþembu. Það er engin lækning til, engin leið til að snua við og bæta þann skaða, sem orðinn er í öndunarfærunum. I stuttu máli, þá situr maður uppi með lungu, sem elst hafa langt umfram raunverulegan aldur í árum, eða hvað? Tíu manns farið í lungnasmækkun Árið 1995 var byrjað á lungnasmækkun með skuröaðgerðum á Landspítalanum og hafa nú 10 manns farið í þessa aðgerð. Aðgerðin felst í því, að skorið er ofanaf lungunum svo þau lyftast upp af þindinni og minnka þrýsting á lungnavefi, auka fjaðurmagn lungnavefs og leiörétta stöðu öndunarvöðva. Ein af þeim, sem farið hefur í lungna- smækkun er Kolbrún Guðmundsdóttir. Við náöum tali af henni á Vífilsstöðum og hún sagði okkur frá reynslu sinni. „Við hvað hefur þú starfað, Kolbrún?“ „Ég lærði snyrtifræði og vann sem snyrtisér- fræðingur í mörg ár. Síðar lærði ég til sjúkra- þjálfa og starfaði sem sjúkraþjálfari, lengst af á Landspítalanum og líkaði sú vinna vel.“ „Hvenœr veiktist þú?“ „Ég varö fyrir því að slasast á öxl í vinnunni og varð að fara í aðgerð. Svæfingin fór illa í mig og uppúr því kom lungnaþemban á fullu. Ég hafði auðvitað fundið fyrir mæði áður, en ekkert meira en fólkið, sem var í kringum mig. Mér hafði aldrei dottið í hug, að ég væri svona slæm í lungunum. Uppúr þessu var ég send á Reykjalund í æfingar." „Af hverju gekkstu undir uppskurö?“ „Það var nýlega byrjað að gera þessar lungnasmækkunaraðgerðir. Lungnalæknirinn á Reykjalundi, Björn Magnússon, taldi mig geta farið í svona skurðaðgerð, enda höfðu þessar aðgerðir gengið mjög vel.“ „Hvernig tókst til?“ „Skurðaðgerðin sem slík tókst mjög vel og ég var send aftur uppá Reykjalund í endur- hæfingu, en þá gáfu sig heftin í skurðinum, svo ég varð að fara aftur á spítalann og láta hefta meira. Seinna voru svo öll járnin tekin og skurðurinn gréri vel og ég var alveg frísk og gat farið allra minna feröa.“ „En af hverju ertu nú á Vífússtöðum?" „Ég fór til Bandaríkjanna í vor. Þá fékk ég einhverja sýkingu og varð að leggjast inná sjúkrahús þar. Síðan kom ég heim en losnaði ekki við þessa sýkingu. Ég var send hingað á Vífilsstaöi og læknarnir hér hafa unnið bug á henni. Ég fer að fara heim og hlakka mikið til. Mig langar að minnast aðeins á Samtök lungnasjúklinga, þar sem ég sit í stjórn. Ég hvet alla, sem eru eitthvað slæmir í lungum að kynna sér félagið. Viö erum með marga fræðslufundi yfir vetrarmánuðina, þar sem við fáum færasta fólk á sínu sviði til okkar til aö miðla okkur af sinni þekkingu. Þaö skal skýrt tekið fram að fræösluerindin eru ekki einungis gagnleg fyrir sjúklinga, heldur ekki siður aðstandendur þeirra. Fundirnir okkar eru í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík, þar sem aðgengi og aðstaða er mjög góð. Ég vil leggja áherslu á, að það er gott að vera innan um fólk, sem líkt er ástatt um líkamlega og manni sjálfum." Við þökkum Kolbrúnu fyrir spjallið og óskum henni góðs bata. JKG 6

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.