SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 16

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 16
Ofnæmi hefur verið fram á með sýnum úr berkjuvef að flestir astmasjúklingar eru með bólgubreyt- ingar í berkjum. Þessar breytingar sjást jafn- vel hjá sjúklingum með vægan astma. Nútíma astmameðferð beinist því að meðhöndlun allra astmasjúklinga með innúðasterum, nema þeirra sem eru meö vægan astma. Nýlegar rannsóknir benda til þess að því fyrr sem meðferð með innúðasterum er hafin, þvi betri langtímaárangur næst. Hugsanlegt er að innúðasterar hindri þráláta bólgu og þar með einhvers konar óafturkræfa örvefsfmyndun í öndunarvegi, jafnvel hjá sjúklingum með vægan sjúkdóm. Mikilvægt er að finna lægsta skammt innúðalyfja sem heldur sjúklingi einkennalausum. Barksterar eru öflug bólgueyðandi lyf. Þeir hemja starfsemi bólgufrumna í öndunarvegi. Langvarandi notkun barkstera græðir yfirborðsþekju öndunarvegs en leiðir ekki til þynningar eins og í langtímameðferö á húð. Barksterar eru til í innúða- og töfluformi og sem mixtúra og innrennslislyf. Ákjósanlegur árangur af innúðasterum sést ekki fyrr en eftir 2-4 vikur. Takmark meðferðar er aö sjúklingur sé einkennalaus og að þörf á „bráða“ lyfjum eins og beta-virkum lyfjum sé lítil. Þegar þessu er náð, eru lyíjaskammtar smám saman minnkaðir eða auknir eftir því sem þörf er á. Aldrei á að líta á ákveðna lyfjaskammta sem endanlega meðferð við sjúkdómi sem er breytilegur dag frá degi, frá mánuði til mánaðar og ári til árs. Sterar til innöndunar hafa auðveldað astma- meðferð verulega. Nýjustu lyfin í þessum flokki hafa sterkari bindingu við steraviðtæki og eru því virkari en eldri lyfin. Þessir nýju innúða- sterar hafa því færri aukaverkanir, og er hægt að komast af með minni skammta en áður og ná jafnframt betri árangri í meðferð. Algengustu innúöasterar sem eru hér á markaði eru beklómetasón (Becotide), búdesoníð (Pulmicort), flútikasón (flixotide), mometasone (aztmacort). Aukaverkanir innúðastera eru fyrst og fremst staðbundnar. Þær eru helst þruska í munni (oral candidiasis), raddbreytingar (hæsi vegna vöðvaslens í raddbandavöðvum) og ertandi hósti. Alvarlegar aukaverkanir sem sjást samhliða notkun barkstera eru eins og fyrr segir fátíöar, en sjást þó hjá sjúklingum sem eru á háskammta innúöameðferð (>1000 gg) í langan tíma. Þær eru helst marblettamyndun, beinþynning, vag'l fýrir augum og hækkun á blóðsykri. Innúðastera þarf að gefa einu sinni eða tvisvar á dag. Ekki þarf að gefa berkjuvikk- andi lyf fyrir gjöf þeirra. Innúðasterar gera ekki gagn í bráðakasti. Mikil hagræðing átti sér stað þegar samsett lyf komu á markað. Þannig eru nú möguleiki á að fækka fjölda astmalyfja sem sjúklingur notar þar sem Serevent og Flixotide eru fáanlegir saman í diski. Leukotrín hamlarar: Nýr lyíjaflokkur í meöferö á astma kom á markað 1998. Þessi lyf verka á allt annan hátt en fyrri lyfin. Þau mótverka bólgu- boðefni (leukotrín) í öndunarvegi sem valda berkjuþrengingu með vöðvasamdrætti, bjúg- myndun og auknu flæði bólgufrumna til öndunarfæranna. Kostur þessa lyfja er að þau eru í töfluformi, og gæti það stuðlað að betri meðferðarfylgni. Auk þess hefur engum meiriháttar aukaverkunum af völdum lyQanna verið lýst. Eldri lyfjasamböndin úr þessum flokki, sem aldrei komust á markað höfðu áhrif á lifrarstarfsemi sjúklinganna. Leukotrín hamlarar henta ekki öllum sjúkl- ingum með astma. Líklegt er að þriðjungur sjúklinga hafi ekkert gagn af þeim. Hins vegar geta þessi lyf hjálpað tveim af hverjum þrem sjúklingum verulega. Þessi lyf á helst ekki að nota ein og sér, heldur sem viðbót ofan á bólgueyðandi lyf t.d. innúöastera. NatríumKrómóglýkat (Lomudal) er gamal- gróið lyf við astma. Bókstaflega engum aukaverkunum af þessum lyfjum er lýst, en á móti kemur að verkun þeirra er takmörkuð og gefa þarf lyfið 3-4 sinnum á dag. Meðferð á astma: Skipting í vægan, meðalslæman, viðvarandi slæman og slæman astma (mynd 1). Strax í fyrsta viðtali við sjúklinginn, er mikilvægt að læknirinn geri sér grein fyrir hversu alvarlegur astminn er. Nýlega kom út “Nordic consensus report on asthma management”, eða samantekt og álit norrænnar samráðsnefndar varðandi meðferö á astma. Þar er astma skipt í ijóra flokka, í nokkurs konar tröppugang eftir einkennum og lungnastarfsemi í vægan, meðalslæman, Mynd !. Skipting á astma í vægan, meðalslæman, viðvarandi og slæman astama.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.