SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 19

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 19
próf sýna ekki aö líkaminn hafi myndaö mótefni gegn viðkomandi fæöu. Það er ljóst að oft er erfitt að greina á milli fæðuóþols og fæöuofnæmis og áður en ráðist er í umfangs- miklar rannsóknir eða fæðuþolsprófanir er ráðlegt að útiloka aðrar hugsanlegar orsakir. Ekki er rétt að breyta mataræði eða útiloka vissa fæðuflokka nema í samráði við lækni Hver eru einkennin? Helstu einkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru frá meltingarvegi, s.s. uppköst eða niðurgangur. Þetta á einkum við um yngri börn. Kláði og útbrot í munni og koki gerir stöku sinnum vart við sig. Ymsir telja að barnaexem versni við neyslu vissra fæðuteg- unda. Hiti og hitaútbrot t.d. í andliti eru oft rakin til ofnæmis fyrir skeldýrum. Astmalík einkenni og einkenni sem koma fram í nefi og augum, lík frjóofnæmi, geta komið fyrir, einkum hjá börnum og tengjast stundum óþoli eða ofnæmi fyrir einstökum fæðutegundum. Sumar rannsóknir hafa einnig sýnt samband milli mígrenis og fæðuofnæmis eða óþols. Hvaö er til ráöa? Því miður er ekki til nein lyfjameðferö við fæðuofnæmi. Eina ráðið sem dugar er að forðast algjörlega þær fæðutegundir sem sannanlega valda ofnæmi. Þó verður örugg greining á fæðuofnæmi að liggja fyrir áður en fólk útilokar einstakar fæöutegundir úr lNokkrir fróðleiksmolar af heimasíðu Astma- og ofnæmisfélagsins • Ofnæmiskvillar í öndunarfærum eru algengustu langvinnir sjúkdómar í börnum. • 10 - 15% barna hafa ofnæmi í öndunarfærum • Astmi og ofnæmissjúkdómar geta verið alvarlegs eölis • Um 7% íslendinga geta átt von á að fá frjóofnænti • Um 4% íslendinga eru meö rykmauraofnæmi • Algengasta orsök ofnæmis er rykntaurar, dýr og frjókorn • Um 2% barna hafa fæöuofnæmi • Um 30% barna meö exem hafa fæðuofnæmi mataræði sínu. Hafír þú fengið hastarleg og jafnvel lífshættuleg ofnæmisviðbrögð vegna fæðuofnæmis getur læknir ráðlagt þér að hafa ávallt með þér adrenalin-sprautu, sem notuð er í bráðatilfellum. Slikt er þó afar sjaldgæft og einungis gert skv. læknisráöi. ADL VÖRUR Höfum nú aukið úrval af hjálpartœkjum til notkunar í eldhúsi og baði.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.