SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 32

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 32
SLÍB-S-tilaðið — Fréttir af starfsemi Landssamtaka hjartasjúklinga ‘<D IL Merkjasala LHS sem fram fór í maíbyrjun gekk vel og söfnuöust um 7 milljónir króna. Þegar hefur verið ákveðið að kaupa hjarta- línuritstæki með félögum okkar í Vestmanna- eyjum, sagði Rúrik Kristjánsson, skrifstofu- stjóri LHS er við inntum hann frétta. - Þá ætlum við að aðstoða sjúkraþjálfara við Heilsugæslustöðina í Þorlákshöfn við að kaupa þrekhjól og verið er aö undirbúa að koma á fót endurhæfingardeild við sjúkrahúsiö í Keflavík og munum við styðja það framtak. Hjartagangan á Þingvöllum var haldin 12. ágúst á Þingvöllum og mættu yfir 200 manns. Farnar voru tvær göngur, annars vegar að eyðibýlinu Skógarkoti og til baka og hins vegar frá Valhöll að Þjónustumiðstöðinni. Landverðir fræddu göngumenn um kennileiti og sögu staðarins við góðar undirtektir. í lokin söfnuðust allir saman til grillveislu. Fólk var ánægt með gönguna enda veður gott. Hluti göngumanna í túnjaðri Skógarkots. Ljósm. Kristján Smith. Þing og afmæli Reykjavíkurfélagið mun halda tíu ára afmælisfund sinn að Hótel Sögu þann 16. september nk. og þar munu m.a. þrír hjartasérfræðingar mæta og svara fyrir- spurnum fundarmanna. Þann sama dag munu félagarnir á Eyjafjarðarsvæðinu og Þingeyjar- sýslum hittast í Ljósavatnsskarði og slá upp grillveislu. Félagarnir á Vesturlandi mun halda veglegan afmælisfund í nóvember á Akranesi. Landsþingið veröur 22. og 23. sept. í Rúgbrauðsgerðinni og hefst með málþingi þar sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, mun mæta ásamt aðstoðarlandlækni. Þingið mun sitja um 70 manns, en félagsmenn innan raða LHS eru nú 3.414. Nýr bæklingur Bæklingurinn Hjartasjúkdómar-varnir- lækning-endurhæfing er nú kominn út í 3ju útgáfu og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Bæklingurinn hefur veriö sendur víða og nokkrir aðilar hafa beðið um viðbótarupplag og látið viðurkenningarorð falla í leiðinni. Jólakort Verið er að undirbúa útgáfu jólakorta sem verða tilbúin til dreifingar í október. Að þessu sinni verða jólakortin með nokkuð öðrum blæ en verið hefur að undanförnu og fellur það vonandi í góðan jarðveg. Lyfjaverð hækkar - snörp viðbrögð LHS Þegar ný reglugerð varðandi lyfjaverð var sett í júní sl. af heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu kom í ljós að hækkun á lyfjaverði varð veruleg. Formaður LHS, Gisli J. Eyland, fór af þessu tilefni í apótek sitt á Akureyri til að kanna hve lyfjaskammtur hans hefði hækkað. Hækkunin reyndist 73°/o. í framhaldi af þessu fór Ásgeir Þór Árnason, starfsmaður LHS, á stúfana og fékk verð- samanburð hjá nokkrum lyijaverslunum. Kom í ljós að hækkanirnar voru mismiklar á lyQunum hjá apótekunum. Miðað við verð í júní á sl. ári og í júni í ár á ákveðnum lyijapakka kom í ljós hækkun frá 27% og allt upp í 107%, en meðalhækkun reyndist 47%. Hjá lífeyrisþegum hafði þessi sami lyijapakki hækkað um rúmlega 80% milli ára. Ásgeir hefur sjálfur fengið tilboð í þau lyf sem hann notar og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. í þessari könnun kom fram að lyijaframleiðendur hafa ekki hækkaö verð á lyijum og apótekin hafa ekki hækkað sína álagningu þannig að eftir situr að reglugerðarbreytingin virðist eiga sök á þessum miklu hækkunum. Áfram verður unnið að þessu máli hjá LHS. sT jrr'AliANTA Wy =ICEWNDIC 32

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.