SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 26

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 26
lagt niður og stofnunin fær ráðrúm til hagræðingar í rekstri. Þetta þýðir þó ekki að dregið verði úr þjónustu eða að færri sjúklingar komi til með að njóta, heldur verður unnt aö tryggja að þjónustustig verði jafnan í samræmi við meðferðarþörf sjúklings og að enginn dvelji deginum lengur á sjúkrastofnun en nauðsynlegt er. Eftirfylgd með sjúklingi, sé hennar þörf, fari fram á þverfaglegri göngudeild. Nýbygging þjálfunarhúss I sumar hefur verið heldur hávaðasamt á byggingasvæði hins nýja þjálfunarhúss en stórvirkar vinnuvélar hafa með fleygum og sprengingum Qarlægt um 9 þús. rúmmetra af grjóti úr grunni hússins. Samhliða uppgreftri úr grunninum var tekið úr fýrir 160 bílastæði á svæðinu og mold þaðan ekið á mela og móa til síðari uppgræðslu. Grjóti úr grunninum var síðan ekið til undirbyggingar á bílastæðinu en stór hluti þess malaöur í úrvals íyllingarefni meðfram nýbyggingunni eftir uppsteypu. Þessa dagana er unnið að samningsgerð við verktaka um byggingaframkvæmdir til verkloka og er verktiminn áætlaður til 25. október 2001. Húsið sem verður um 2.700 m2 að stærð rúmar stóran leikfimisal, 25 m sundlaug og 7x9 m þjálfunarlaug, rúmgóðan tækja- þjálfunarsal auk tæknirýmis. Húsið verður í beinum gangatengslum á tveimur hæðum við sjúkrahúsið og sjúkraþjálfunarbyggingu. Byggingakostnaður er áætlaöur um 395 milljónir króna að bílastæðum og aðkomu- vegi meðtöldum. Þeir peningar sem söfnuðust í landssöfnun SÍBS - Sigur lífsins - í október 1998 og það sem safnast hefur í byggingasjóð af afrakstri Happdrættis SIBS undanfarin ár kemur okkur vel af stað og lætur nærri að takast muni að fjármagna um helming byggingakostnaðar til verkloka. Afganginn verður að íjármagna með lánum til lengri tíma og treysta á áframhaldandi velgengni happdrættisins til að greiða af slíkum lánum. Nýsköpun atvinnulegrar endurhæfingar Eins og kunnugt er hefur atvinnulegri endurhæfingu og verndaðri vinnu verið haldið úti í iðnaðardeildum Reykjalundar frá íýrstu tíð. í svonefndri samsetningadeild plastverksmiðjunnar fór fram pökkun og frágangur á söluvörum fýrirtækisins og jafnan störfuðu þar margir af innrituðum sjúklingum stofnunarinnar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú, að þau læknisfræði- legu meðferðartilboð sem í boði eru á sjúkra- húshliðinni taka allan tíma sjúklinga og undir lokin var svo komið að einungis utan að komandi öryrkjar með mjög skerta vinnugetu sátu eftir og sífellt erfiðara var að finna þeim verkefni við hæfi í samkeppni við aukna sjálfvirkni í framleiðslunni. Á vormánuðum 1999 var samsetningadeildin lögð niður og þeim öryrkjum sem þar störf- uðu fundinn vettvangur á öðrum vinnustofum m.a. á Múlalundi. Áfram starfa þó allmargir öryrkjar í plaststeypudeild verksmiðjunnar. Samtímis þessum aðgerðum var komið á fót nýju meðferðarsviöi atvinnulegrar endurhæf- ingar á sjúkrahúshliðinni einkum í tengslum viö iöjuþjálfun og var sérfræðilæknir ráðinn til starfa til að veita þessu sviði forstöðu. Raunar má segja að þau verkefni sem unnt var aö bjóða uppá til vinnuþjálfunar í plastverksmiðjunni hafi ekki hentað lengur þar sem hverfandi líkur eru á hliðstæðri handavinnu úti í tæknivæddu þjóðfélagi eftir að meðferð lýkur. Miklu vænlegri kostur er að þjálfa fólk og kenna því að nýta tölvur og tæki sem skapað geta þeim störf á almennum vinnumarkaði eftir útskrift frá Reykjalundi. Má ætla að þessi þáttur starfseminnar muni eflast í nánustu framtíð og stofnunin aftur standa við það markmið sem henni voru sett í upphafi „að veita atvinnulega endurhæfingu." PLASTIÐNAÐURINN Á undanförnum árum hafa verið töluverðar sveiflur í rekstri og afkomu iðnaðardeilda. Síðustu tvö árin hefur þó verið mikill upp- gangur á öllum sviðum framleiðslunnar, söluaukning umtalsverð og afkoma farið batnandi. Helstu framleiðsluvörur íýrir- tækisins eru plaströr, plastfilma til poka- gerðar og hvers kyns plastumbúðir s.s. málningafötur, jógúrt- og skyrdósir. Auk þess er umtalsveröur innflutningur á hvers kyns fittings fýrir plaströrin og Reykjalundur er umboðs- og dreifingaraðili fýrir LEGO kubbana víðfrægu. Nýjungar í framleiðslu Síðla árs 1998 var filmudeild fýrirtækisins mikið endurnýjuð og þremur gömlum og afkastalitlum filmublástursvélum skipt út fýrir tvær stórvirkar filmuvélar. Plastfilman er nú stærsti einstaki vöruflokkurinn og fer öll framleiðslan í framvinnslu hjá samstarfsaðila Reykjalundar sem er pokagerðarfýrirtækið Akoplastos hf á Akureyri. Til að koma þessum nýju filmuvélum fýrir þurfti aö lyfta þaki verksmiðjuhússins á um 100 m2 svæði. í plaststeypudeild hafa áhugaverðar tækni- nýjungar verið teknar í notkun. Þessa dagana

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.