SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 8

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 8
I Tvískorinn trillukarl Viö brugðum okkur á dögunum uppá Reykjalund og hittum þar fyrir Inga Ragnar Asmundsson frá Seyðisfirði, þar sem hann sprangaði um gangana uppi á lungnadeild Reykjalundar. Ingi Ragnar er orðinn sjötíu og þriggja ára og er í endurhæfingu á Reykjalundi eftir annan stóra lungnaskurðinn sinn á átta árum. Ingi Ragnar er fæddur uppi á Héraði en fluttist ungur til Seyðisíjarðar, þar sem hann hefur átt heima síðan. Við tókum hann tali og ræddum við hann um heilsu hans og aðdragandann að lungna- skurðinum. „Hvernig var heilsan þín ádur en þú fórst í lungnaskuröinn, Ingi Ragnar?" „Þegar ég fór i fyrri skurðinn árið 1992 var ég búinn að vera mjög slæmur og var búinn að vera bæði á Reykjalundi og á Vífilsstöðum. Þaö höfðu myndast blöðrur utan á lungunum og var tekin ákvörðun um að skera mig og nema burtu stærstu blöðrurnar. En þær mynduöust aftur. Áður en ég fór í seinni skurðinn nú í vetur var ég orðinn svo slæmur, að ég var kominn með súrefni, ég gat varla klætt mig né þvegið. Ég gat einfaldlega ekkert hreyft mig án þess að standa á öndinni.“ „Nú veistu það, Ingi Ragnar, aö reykingum er mest kennt um alla lungnasjúkdóma. Hefur þú einhvern tímann reykt?“ „Já, já, ég reykti í ein þrjátíu ár. Ég var að vísu hættur sex árum áður en ég var skorinn í fyrra skiptið. Ég held nú reyndar að vinnan í Síldarverksmiðjunni hafí ekki bætt úr skák. Þar var notað efni við loðnubræðsluna, sem nefnist formalin. Ég mundi nú líka vilja kenna því efni um lungnaskemmdirnar. Já, ég vann i mörg ár í Síldarverksmiðjunni. Ég átti einnig litla trillu, sem ég réri á, já, það má segja, að ég hafi verið svona trillukarl." „Finnur þú mikið fyrir einangrun Jyrir austan?" „Ég fínn nú ekki svo sem mikið fyrir því, enda hef ég alltaf búið einn.“ „Hvernig líkar þér hérna á Reykjalundi?" „Hér líkar mér vel. Hér er mjög gott að vera. Læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk er alveg frábært og hugsar afar vel um mann. Er ég þeim afar þakklátur. Mig mundi einnig langa til að færa starfsfólki á Vífílsstaða- spítala mínar bestu þakkir fyrir alla þeirra hjálp og umönnun." „Ein spurning að lokum: hvernig tókst svo þessi síðari aðgerð?“ „Hún tókst alveg frábærlega vel. Ég er eins og nýr maður og hef yngst um ein tuttugu ár. Ég er laus við súrefnið og get gengið um allt.“ Við kveðjum þennan aldna heiðursmann, þökkum honum fyrir spjallið og óskum honum góðrar heilsu og heimferðar. JKG HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 • 260 NJARÐVÍK SÍMI 422 5200 • TELEFAX 421 4727 ÍSLENSK ERFÐAGREINING ÍSLAN DSBAN Kl Stórhöfða 17 r V J NEYÐARLÍNAN

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.