SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 35

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 35
S_LH£±daðið Tilmæli Samkeppnisráös: Samkeppnisstaöa happdrættanna sem jöfnust Samkeppnisráö hefur beint þeim tilmælum til dómsmálaráöherra aö ráöherra beiti sér fyrir því aö samkeppnisstaða íslenskra happdrætta veröi gerö sem jöfnust aö því er varöar skilmála fyrir rekstrinum. Eins og allt SÍBS-fólk veit hafa Happdrætti DAS og Happdrætti SÍBS lengi barist fyrir því aö fá aö reka sín happdrætti í formi peningahappdrætta en ævinlega verið neitaö á þeim forsendum aö Happdrætti Háskóla íslands hafi einkaleyfi á peningahappdrætti á Islandi. Hiö iöngu úrelta vöruhappdrættisform hefur veriö til mikils trafala viö útborgun vinninga hjá DAS og SÍBS en sem betur fer hafa viðskiptavinir sýnt langlundargeö og þannig gert þessum tveimur happdrættum kleift aö starfa. Tilmæli Samkeppnisráðs eru mikiö gleöiefni og vakna nú vonir um bjartari framtíð byggöa á jafnréttisgrundvelli. H.F. UMMU PEUGEOT Þessi Peugeot var dreginn út sem aukavinningur hjá Happdrætti SÍBS í júni. Myndin sýnir Margréti Aðalsteinsdóttur og Pétur Einarsson taka á móti bílnum, sem þau voru svo heppin að hreppa. Við óskum þeirn til hamingju. Októberglaðningur Hér sjáum við sumarstúlku á skrifstofu SÍBS, Veru Sveinbjörnsdóttur, að vinna við gæðaeftirlit og pökkun á treflum sem eiga vonandi eftir að gleðja marga viðskiptavini happdrættisins í október. Eins og áður hefur verið greint frá eru treflarnir sérunnir fyrir Happdrætti SÍBS hjá virtu ítölsku fyrirtæki, sem framleiðir m.a. fyrir frægu tískuhúsin. Munstrin eru hinsvegar alíslensk, teiknuð af listakonunum Ásrúnu Kristjánsdóttur og Kolbrúnu Kjarval í tilefni þúsund ára afmælis landafunda og siglinga norrænna víkinga. 35

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.