SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 11

SÍBS blaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 11
einstaklinga eru meö annað bráðaofnæmi. Bananar og kiwi eru þeir ávextir sem helst tengjast latexofnæmi hér á landi. Hér á landi tengja menn einkenni sín fyrst og fremst notkun gúmmíhanska, nokkrir hafa þó farið í fjölda aðgerða vegna fæðingargalla og einn vann í sjóklæðagerö. Nokkrir hafa fyrst orðið fyrir einkennum af latex í heimsókn hjá tannlækni og hafa þá bólgnað í munni undan gúmmídúkum. Einhverjir fengu sína fyrstu reynslu af latex- ofnæmi við að blása í blöðru á þjóðhátíðar- daginn og aðrir við notkun smokksins. Tíðni latexofnæmis er afar mismunandi eftir löndum og greinar um það efni nefna tölur á bilinu 0-9,4°/o. Hér á landi hefur þetta ekki verið kannaö en þó var spurt um latexofnæmi meðal 100 læknanema, sem teljast i áhættuhópi hvað latexofnæmi varðar. Enginn þeirra kannaöist við einkenni um latexofnæmi. Þetta og reynsla ofnæmislækna bendir til þess að latexofnæmi komi sjaldnar fyrir á Islandi en í nágrannalöndum okkar. Hvernig er latexofnæmi greint? Oft er auðvelt að tengja latexofnæmi við einkennin, t. d. þegar gúmmíhanskar valda snertiútbrotum (snertiurticaria). Tengsl annarra einkenna við latex geta hins vegar vafist fyrir fólki. Kláði í augum og nefi er eitt helsta einkenni bráðaofnæmis. Nuddi menn nefið eða augnlokin með gúmmíhanska á hendi getur það kallaö fram griöarlegan bjúg í húð og slimhúðum. Ef ofsabjúgur kemur í varir og munn eftir tannviögerðir, eða bjúgur á kynfæri og í endaþarm eftir skoðanir hjá kvensjúkdómalækni, vekur það strax grun um latexofnæmi. Óvænt áföll við svæfingar og aðgerðir, t. d. ofsabjúgur, astmi eða blóð- þrýstingsfall geta einnig stafað af latexofnæmi. Þegar grunur er um latexofnæmi er gert húðpróf með sérstökum ofnæmisvökum. Ef prófið er neikvætt þrátt fyrir sterkan grun má gera þolpróf með þeim hlut sem talinn er valda einkennunum. Einnig er hægt að mæla IgE mótefni fyrir latex í blóði. Blóðprófin hafa þó ekki verið talin eins næm og húðprófin. Fölsk jákvæð húð- og blóðpróf koma fyrir og því þarf ætíð að skoða niður- stöðurnar úr ofnæmisrannsóknum í samhengi við einkenni viðkomandi einstaklings. Þegar prófað er fyrir latexofnæmi án tillits til einkenna kemur í ljós að aöeins um helmingur þeirra, sem hafa jákvæð latexpróf, hafa einhver einkenni um latexofnæmi. Húðprófin, og sérstaklega þolprófin, geta verið varasöm. Því ættu eingöngu aðilar með reynslu á þessu sviði að gera prófin. Hvernig má minnka hættuna af latexofnæmi? Þeir sem eru með sterkt latexofnæmi eru í bráðri hættu lendi þeir í skurðaðgerð án þess að vitað sé um ofnæmið. A sjúkrahúsum er fjöldi hluta í notkun daglega sem innihalda latex. Það er erfitt eða nær ómögulegt að sneiða hjá latex nema með vökulu eftirliti. I eftirfarandi ráðleggingum er stuðst við álit starfshóps á vegum amerísku ofnæmislækna- samtakanna (The American Academy of Allergy Asthma and Immunology (AAAAI)): I. Að finna þá sem eru í áhættuhópum. II. Að spyrja þá sem eru á leið í aðgerð um einkenni sem benda til latexofnæmis. III. Að rannsaka sjúklinga í áhættuhópum og með grunsamleg einkenni fyrir latexofnæmi. IV. Að tryggja að þeir sem hafa latexofnæmi geti farið í aðgerðir án þess að lenda í snertingu við latex. V. Að merkja þá sem hafa þekkt latexofnæmi með Medic Alert merkjum. VI. Aö þeir sem fengið hafa alvarleg ein- kenni af latex beri á sér adrenalín- sprautur (Epi-Pen) í öryggisskyni. BRUNAMALASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI 59,101 REYKJAVÍK, SÍMI 552 5350 í eldsvoða, komið öllum út strax

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.