Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 20

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 20
Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það er heimskuleg til- hugsun að ef maður fæð- ist einhvern veginn þá eigi maður bara að vera þannig. Mér finnst hræðilegt þegar foreldrar leyfa ekki börnunum sín- um að ráða hvort þau eru stelpa eða strákur. Það er örugglega það heimskulegasta sem til er í heimin- um. Ég hef alltaf fengið að vera stelpa. Þannig líður mér best.“ Gabríela notar engin sérstök fræðiorð yfir hlutina en segist vilja hjálpa og styðja krakka sem vilja skipta um nafn. Þarf hugrekki til að skipta um nafn? „Ég var svo ung þegar ég gerði það, ég var bara í öðrum bekk. Þá sagði ég öllum að ég vildi frekar vera Gabrí- ela. Ég vissi í raun ekki að ég væri hugrökk því ég var svo lítil. En mér finnst mikilvægt að hjálpa þeim sem eru nær mér í aldri, kannski átta, níu, tíu ára krakkar. Mig langar að segja þeim að vera eins og þau vilja vera. Það skiptir engu máli hvað annað fólk hugsar um þig.“ Hefur þú fengið spurningar um nafnabreytinguna? „Nei, ekkert svo margar. Stundum gerðist það að einhver gleymdi nafn- inu og kallaði mig Gabríel. Ég sagði þeim bara að ég héti Gabríela.“ Manstu eftir því að hafa verið kölluð Gabríel? „Nei, eiginlega ekki, því um leið og ég breytti nafninu mínu, þá fóru all- ir að kalla mig Gabríelu. Mig minnir að það hafi tekið stuttan tíma fyrir fólk að venjast nýja nafninu. Stundum kallaði fólk á mig og sagði Gabríel, en bætti svo „a“ við. Sumir segja bara Gabbí. Bróðir minn kallar mig það.“ Þetta er kannski asnaleg spurn- ing, en hefurðu einhvern tíma séð eftir því að hafa skipt um nafn? „Mér finnst það ekki asnaleg spurn- ing. Ég sé ekki eftir því. Um leið og allir vissu að ég væri stelpa og héti Gabríela, þá leið mér svo ótrúlega vel. Bara miklu betur.“ Hefur þér verið strítt á þessu? „Það hefur alveg komið fyrir að einhver reyni að pirra mig með því að kalla mig Gabríel. Ég hugsa bara ekkert um það.“ Hvað með þau sem þora ekki al- veg að vera eins og þau eru? „Mér finnst mikilvægt að vera hug- rökk. Það þarf hugrekki.“ Hefur þetta verið erfitt? Ekkert mál að vera ég Gabríela er ellefu ára og vill segja frá sjálfri sér því hún telur að það geti hjálpað öðrum transgender krökkum. „Mig langar að segja þeim að vera hugrökk. Ekki vera hrædd. Verið eins og þið eruð. Gerið þetta bara.“ Þetta eru helstu ráðin sem hún gefur þeim sem langar að vera af öðru kyni en þau fæddust. Sjálf hefur hún alltaf viljað vera stelpa þó hún hafi fæðst strákur og verið skírð Gabríel. Um leið og allir vissu að ég væri stelpa og héti Gabríela, þá leið mér svo ótrúlega vel. 20 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 Fjölmörg börn á Íslandi fæðast af öðru kyni en þau vilja sjálf vera. Fréttatíminn ræddi við þrjú ungmenni sem hafa ólíkar sögur að segja. Gabríela segir að það skipti engu máli hvað annað fólk hugsar. Fólk á að fá að vera eins og það vill. Myndir | Rut Sigurðadóttir „Nei, mér fannst ekkert erfitt að safna hári eða breyta nafninu mínu eða eitthvað svoleiðis. Ég held ég hafi líka verið svo lítil að ég skildi það ekki að það gæti verið erfitt. En það hafa komið slæmir dagar, þar sem ég vildi bara fara upp í rúm og gráta af því að ég er transgender. Þá braut ég mig niður og sagði við sjálfa mig að ég hefði aldrei átt að fæðast. Þetta gerð- ist ekki oft, kannski nokkrum sinn- um á stuttu tímabili. Núna finnst mér skrítið að ég hafi verið með svona til- finningar. Það er ekkert mál að vera ég. Ég er bara ég.“ Gabríela segist stundum vilja útskýra hlutina fyrir krökkum. „Stundum þegar ég kynnist einhverj- um nýjum þá finnst mér ég þurfi að segja þeim frá þessu. Ég segi þá bara að ég hafi í alvörunni fæðst sem strák- ur en mig langi að vera stelpa. Fyrst fríka þau pínu lítið út, en svo verður þetta bara venjulegt. Sumir krakkar fá sjokk og vita ekkert hvað þeir eiga að segja. En ég er ekkert það mikið að hitta nýja krakka. Ég er bara með krökkunum í skólanum mínum og þau þekkja mig vel. Núna vil ég helst þekkja manneskjuna vel til að ræða þetta. Ég vil geta treyst henni og mér finnst betra að vita fyrst hvort fólk er til dæmis rasistar eða með for- dóma fyrir einhverju. Því ef svo væri, myndi ég frekar vilja hætta að tala við það og sleppa því að segja frá þessu.“ Hún vill sérstaklega taka fram að hún hafi verið heppin með kennara sem hefur hjálpað henni mjög mikið. „Já, ég hef átt alveg ótrúlega góða kennara, þær Söru og Jónu. Þær hafa bara verið til staðar fyrir mig og hafa ekkert á móti því að ég vilji vera stelpa. Þeir hafa tekið mér eins og ég er og hvatt mig áfram.” alla föstudaga og laugardaga

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.