Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 14.05.2016, Side 24

Fréttatíminn - 14.05.2016, Side 24
 Þegar ég var fjórtán ára fór ég í nokkur viðtöl á barna- og unglingageðdeild sem mér fannst alveg hryllileg. 24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sólon er tvítugur en tæpur áratugur er síðan hann áttaði sig á því að hann væri strákur. Samt þurfti hann að glíma við kynþroska stelpulíkamans og þjást yfir öllum þeim líffræðilegu breytingum sem stríddu gegn kynvitund hans. Síðasta skrefið í leiðréttingarferlinu steig hann á dögunum þegar brjóstin voru fjar- lægð. „Ég hafði beðið eftir þessari aðgerð í mörg ár. Nú finnst mér ég loksins orðinn ég sjálfur. Það er mikill léttir. Loksins er ég kominn á góðan stað. Ég er í vinnu, ég er með bílpróf, ég er með fjólublátt hár og þori að klæða mig í litrík föt. Ég þori að láta í mér heyra. Ég held ég sé bara alveg eins og ég vil vera.“ En Sólon þurfti að hafa fyr- ir þessu öllu. Það var eftir langt og strangt baráttuferli að hon- um fór að líða vel. „Umhverfi mitt var ekkert vandamál. Mamma er smíðakennari og systir mín var alltaf í íþróttum og engin svona stelpustelpa. Ég var alltaf að spila tölvuleiki með pabba mínum. Það voru sem sagt engar staðalímynd- ir á mínu heimili. Mér fannst bara skelfileg tilhugsun að alast upp sem kona. Giftast, fara í hvítan kjól. Fara á blæðingar. Það var eiginlega framtíðin sem hræddi mig. Mér fannst eins og fólk myndi þá sjá mig sem eitthvað annað en ég er.“ Transbörn oft heimilislaus „Sólon var alltaf brosandi sem krakki, eiginlega alveg þar til hann varð svona tíu ára. Ég sé það á myndunum í fjölskyldualbúmunum að þá kom einhver sorg yfir hann,“ segir Lóa Kristín Guðmundsdóttir móðir Sólons. Um það leyti segist Sólon hafa verið mjög óöruggur um kynímynd sína og fljótlega áttað sig á því að hann væri strákur. Unglingsárin færðust yfir og urðu honum sífellt erfiðari. Hann lokaði sig af og vildi helst ekki yfirgefa herbergið sitt. „Ég svelti mig svo ég fengi ekki mjaðmir og brjóst. Ég gekk í svörtum fötum sem voru fimm númerum of stór svo engin sæi hvernig ég væri í laginu. Ég vildi ekki vera innan um fólk og óskaði þess stundum að jörðin gleypti mig. Svona held ég að mörg transbörn í gegnum tíðina hafi hugsað líka. Ég hef lesið sögur af transkrökk- um á áttunda áratugnum sem eru hreint út sagt hræðilegar. Þó að- stæður hafi lagast mikið síðan þá, eru enn hræðilegir hlutir að gerast Skilningur fólks kom á óvart Hvert skref í kynleiðréttingarferlinu gerði Sólon Huldar Bjartmarsson hamingjusamari manneskju. Hann segir transkrökkum að vera hugrökk og skýr á vilja sínum. Lífsgleðin muni fylgja. í lífi transbarna. Sjálfsmorðstíðnin er rosalega há og tölur yfir heim- ilislausa transkrakka, til dæmis í Bandaríkjunum, eru svakalegar.“ Skilyrðislaus stuðningur „Ég byrjaði náttúrulega á því að lesa mér til á netinu. Þegar ég var fjórtán ára fór ég í nokkur viðtöl á barna- og unglingageðdeild sem mér fannst alveg hryllileg. Þar var ég þráspurður um sömu hlutina aft- ur og aftur, hvort ég væri alveg viss um það sem ég væri að segja, og svo framvegis. Á endanum varð eg svo pirraður að ég spurði á móti, hvern- ig læknarnir þar gætu verið vissir um sitt kyn.” „Eftir þetta fór hann að skrópa í skólanum,“ segir Lóa Kristín. „Svo fór pabbi að lesa sér til um transkrakka og sækja sér upp- lýsingar. Hann frétti af þessum stopphormónum sem halda kyn- þroskanum niðri,“ segir Sólon og Lóa Kristín bætir við; „Það var eitt af þessum skrefum sem hjálpuðu mikið til. Og fleiri fylgdu í kjölfarið. Það þurfti að segja kennaranum og skólastjóranum frá því að hann væri strákur. Hann valdi sér nafn sjálfur og það tók auðvitað tíma fyrir fólk að venjast því. Það þurfti að breyta skrán- ingunni hans í skólakerfinu og alls konar vesen. Við áttuðum okkur fljótt á því að auðveldasta leiðin var að styðja hann í því sem hann vildi gera. Vera jákvæð og þolinmóð og mæta þörfum hans. Það var aldrei erfitt að stíga skrefin með honum því við sáum hvernig hann varð glaðari,“ segir Lóa Kristín. Margir veggir að mölva Mæðginin segjast hafa fengið ómælda hjálp frá Sigríði Birnu Vals- dóttur hjá Samtökunum ‘78 og hún hafi meðal annars talað við kennara og hjálpað þeim í ferlinu við að koma út sem strákur. Sólon segir að það hafi hjálpað honum heilmikið að skipta um skóla í tíunda bekk og vera kynntur með réttu nafni. Þannig fór hann inn í menntaskóla sem strákur og gerðist virkur þátt- takandi í ungliðahreyfingu Samtak- anna ‘78. „Allt þetta hjálpaði mér að líða betur og verða meira opinn. Í raun kom það mér á óvart hvað fólk sýndi mér mikinn skilning. Eldra fólk og þeir sem ég bjóst við að myndu setja sig upp á móti mér gerðu það alls ekki. Allt varð svo miklu betra og réttara þegar ég fór að lifa sem ég sjálfur.“ Þau segja aðgreiningu samfé- lagsins á kynjum mjög áberandi og enn sé transfólk að reka sig á alls kyns óþægilega veggi. Til dæmis í sundlaugunum, búningsklefum og salernum. „Það þýddi ekkert annað en að fá vottorð í leikfimi fyrir Sólon,“ segir Lóa Kristín. „En krakkar finnar sínar leiðir. Sem betur fer eru yfirleitt eitt eða tvö ómerkt klósett í menntaskól- um og við finnum þau bara,“ segir Sólon. Hann segist líka elska sund þó hann hafi bara farið þrisvar sinnum á undanförnum sex árum. Það hafi meðal annars verið í sum- arbúðum hinsegin fólks og svo hafa stundum aðilar innan Samtakanna ‘78 tekið sundlaugar á leigu. „Ég myndi mjög gjarnan vilja fara oftar í sund en það hefur ekki verið hægt. Mér líst því vel á tillögu sem nú er til umræðu í borginni, að koma upp óskilgreindum búnings- klefum í helstu sundlaugum lands- ins. Það myndi gagnast mörgum.“ Átti ekki von á hamingjunni Sólon nefnir fleiri dæmi um hindr- anir á veginum. „Ég man hvað ég óttaðist að vera beðinn um skilríki eða að einhver sæi debetkortið mitt.“ „Já, hann tók alltaf pening út úr hraðbönkum til þess að lenda ekki í veseni þegar hann sýndi skilríki með stelpunafni.“ „Það var líka óþægilegt að ferðast á vegabréfi með stelpu- nafni, ég var mjög smeykur um að vera stoppaður þegar ég fór til Þýskalands fyrir tveimur árum og framvísaði passanum mínum. En litlu sigrarnir á leiðinni voru svo ánægjulegir. Að fá rétta skráningu í þjóðskrá og ökuskírteini með réttu nafn var mér mjög mikil- vægt.“ Mægðinin vilja hvetja transbörn til að koma út og leita sér hjálpar og stuðnings, til dæmis hjá Sam- tökunum ‘78. „Það er mikilvægt að börn segi hvernig þeim líður því þó séu kvalin og búin að loka sig af inni í herbergi, þá verða þau að vita að þau geta orðið einstak- lingarnir sem þau sjá fyrir sér. Það er nauðsynlegt að þau fái að heyra það, því trúið mér, ég veit um hvað ég er að tala. Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum hvað mér ætti eftir að líða vel í dag.“ Sólon er miklu hamingjusamari en hann grunaði að hann gæti orðið. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.