Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 32

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 32
32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Það er svo mikil niður-læging að þurfa að skríða í gólfinu að ég get hreinlega ekki lýst því með orðum,“ seg-ir Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir. Maríanna lenti í bílslysi þegar hún var nítján ára sem varð þess valdandi að hún missti smátt og smátt máttinn í fótunum. Fyrir fjórum árum missti hún svo allan mátt fyrir neðan hné og hefur verið bundin við hjólastól síðan. „Ég hef upplifað ýmislegt en þessi dagur er einn sá versti sem ég hef lifað. Þetta var síðasta sumar og ég þurfti að fara til læknis. Ég gat ekki fengið far svo ég ákvað að fara á rafknúna stólnum mínum. En þegar ég svo kem á heilsugæsl- una komst stóllinn minn ekki inn í lyftuna og það var enginn hjóla- stóll við lyftuna, þrátt fyrir að lög- um samkvæmt eigi allar heilbrigð- isstofnanir að hafa einn slíkan. Svo það eina í stöðunni fyrir mig var að fara á höndunum.“ „Ég skreið inn í lyftuna og rétt náði að teygja mig upp í takkana. Þegar ég kem upp á aðra hæð skreið ég í gólfinu að afgreiðslu- borðinu. Biðstofan var full af fólki og auðvitað störðu allir á mig. Þegar ég komst að afgreiðslu- borðinu bauð ég góðan daginn en í stað þess að bjóða góðan dag á móti kallaði afgreiðslukonan til mín; Af hverju stendur þú ekki upp? Ég varð algjörlega kjaftstopp að fá þessa spurningu eftir alla niðurlæginguna og átti mjög erfitt með að halda aftur af tárunum. Ég náði samt að svara henni að ég gæti það ekki áður en ég skreið aftur út því ég gat ekki hugsað mér að skríða áfram til læknisins. Þegar ég kom út úr lyftunni á jarðhæð- inni gat ég ekki lengur haldið aftur af táraflóðinu heldur lá bara þarna og grét.“ „Þar sem ég lá þarna kom af- greiðslukona úr apótekinu á jarð- hæðinni til mín og vildi vita hvað hefði gerst. Hún varð svo reið þegar hún heyrði af dónaskapn- um að hún fór upp til að lesa yfir henni. Þessi kona hringdi í mig stuttu síðar og sagði mér frá því að það væri hjólastóll á læknastofunni sem hún skyldi ná í fyrir mig næst þegar ég þyrfti að fara til læknis. Ef ekki væri fyrir þessa konu þá hefði ég misst trúna á mannkynið og þökk sé henni þá get ég farið óhrædd til læknis í dag. Það versta er að þetta er ekki eina dæmið um að ég hafi þurft að skríða en þetta var það versta. Ég er heppin að vera í frekar góðu formi svo líkamlega séð get ég skriðið á milli staða. En það sem er erfitt er and- lega hliðin, þetta er svo niðurlægj- andi. Að mæta á sama tíma svona framkomu og vanvirðingu frá öll- um á biðstofunni er ólýsanlega sár tilfinning.“ Lífsreynslan Niðurlæging lífs míns „Ég er heppin að vera í frekar góðu formi svo líkamlega séð get ég skriðið á milli staða. En það sem er erfitt er and- lega hliðin.“ Myndir | Rut Gott að skapa Í dag fer fram listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára í Listastof- unni. Smiðjan er sú fimmta í röð listasmiðja fyrir krakka sem bera yfir- skriftina Kids love design og einblínir á leikgleðina í ferli listsköpunar. Í smiðju dagsins fá krakkarnir tæki- færi til að fræðast um ljósmyndun og notkun myrkraherbergis í listsköpun. Við lok dags fara þau svo heim með afraksturinn úr myrkraherberginu. Leiðbeinendurnir, Martyna, Sig- rún og Wiola tala íslensku, pólsku, frönsku og ensku og eru börn af öll- um þjóðernum velkomin. Næsta listasmiðja í röðinni fer svo fram næstu helgi, missi áhugasamir af þessari. Skráning á info@listastofan.com Hvar? Listastofunni Hvenær? Í dag klukkan 13-16 Hvað kostar? 4.500 krónur (allt inni- falið sem þarf til listasmiðjunnar) Gott að dansa Allir út á dansgólf, fullorðnir og börn. Boðið verður upp á opna „ContaKids“ tíma á Dansverkstæðinu á sunnudaginn 15. maí og næstu tvo sunnudagar eftir það. Tímarnir eru fyrir foreldra og börn á aldrinum 2-8 ára og kostar 1.000 krónur í hvert skipti. „ContaKids“ er aðferðafræði þar sem snertispuni, dans og leikgleði eru notuð til að þróa skemmtileg, náin og opin samskipti milli foreldra og barna. Foreldrar og börn styrkja hreyfifærni sína, sjálfstraust og næmni fyrir líkamlegri tjáningu. Hvar: Dansverkstæðið á Skúlagötu 30 Hvenær: Sunnudaginn klukkan 11.00 Gott að horfa Í Bæjarbíói um helgina verður Emil og grísinn sýnd með íslensku tali. Skammarstrik Em- ils eru víst fleiri en eyjarnar í Breiðafirði, er mamma hans vön að segja. En hann hefur einnig tíma til að gera heilmargt annað. Á uppboð- inu í Backorova gerir Emil sérkenni- leg viðskipti. En það merkilegasta gerist þegar Emil bjargar lífi nýgotins gríss. Hvar: Bæjarbíó, Strandgata 6 í Hafnarfirði Hvenær: Laugardaginn klukkan 14.00 GOTT UM HELGINA FYRIR BÖRNIN Piprum allt Djæf kynnti nýverið til leiks ís með pipar- dufti í kjölfar Galdrastafanna vinsælu. Ísbúð Huppu býður upp á pipardufts-ídýfu og Te og kaffi Tyrkisk Pepper frappó. Piparhúð- að Nóa kropp, Djúpur og popp er komið á markað ásamt piparfylltum lakkrísreimum. Íslendingar elska nýjungar í sælgæti, við kveðjum salt- karamelluna og göngum inn í nýja tíma piparduftsins Það er allt að verða vitlaust í sæl- gætisheimum. Fyrir ekki svo löngu áttu sjávarsaltið og saltkarmellan hug og hjörtu Íslendinga. Þegar Nói Siríus kynnti til leiks súkkulaði með þeirri bragðtegund seldist varan upp um land allt. Á samskiptamiðl- um hjálpaðist fólk að við að leita uppi súkkulaðið og lét orðið berast þegar verslun átti til birgðir. Fleiri fyrirtæki fygldu í kjölfarið. Piparduftið er nýjasta æðið en Nói Siríus kynnti í vikunni nýja vöru: piparhúðað Nóakropp. Pip- arduftið er þó ekki nýtt af nálinni en Hockey Pulver og Tyrkisk Peber (ath. ekki borið fram Tyrkish Pepper) hafa verið viðloð- andi íslenska sælgætis- menningu um tíma. Stökk hefur orðið á síðustu mánuðum og virðast íslensk- ir sælgætisfram- leiðendur ætla að baða allar sínar vörur í duftinu; Djúpur, lakkrís, súkkulaði og ís. Mikil eft- irvænting ríkir eftir pipar- fylltum Apolo lakkrís sem er væntanlegur í verslanir. „Ekki sætta þig við staðlaðan svartan, hvítan eða bláan lit. Með Skyrtu eru möguleikarnir nánast óteljandi.“ EINKENNISKLÆÐNAÐUR WWW.SKYRTA.IS · MYSKYRTA@SKYRTA.IS · LAUGAVEGUR 49, BAKATIL

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.