Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 46

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 46
neska atriðinu hafi komið mun betur út. Heimsfrægar í Aserbaídsjan Algengt er að æstir Eurovision- -aðdáendur klæðist búningum, bæði á keppnunum sjálfum og í Eurovision þorpinu. Lilja og Íris létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Þær komu vel undirbún- ar að heiman í Abba búningum, sem slógu að sjálfsögðu í gegn. „Búningarnir voru heimasaum- aðir og vöktu gríðarlega athygli. Það voru allir að stoppa okkur og taka myndir. Líka erlend- ir fjölmiðlar. Það þekktu allir búningana. Við erum pottþétt orðnar heimsfrægar í Tyrklandi og Aserbaídsjan núna,“ segir Lilja sem virðist nokkuð sannfærð um að tilboð um að troða upp á hin- um ýmsu skemmtunum í þessum löndum fari nú að hrúgast inn. Hana dreymir að minnsta kosti um það. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta er betra en í mín-um villtustu draum-um,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir þegar blaðamaður nær tali af henni þar sem hún situr í sjálfu Eurovision- -þorpinu í Stokk- hólmi þar sem keppnin fer fram. En Lilja fór ásamt vin- konu sinni, Írisi Dögg Péturs- dóttur, að sjá Gretu Salóme Stefánsdóttur flytja framlag Íslendinga í fyrri undankeppninni á þriðju- dag. Þá voru þær einnig á dóm- ararennslinu á miðvikudag, en síðari undankeppnin fór fram á fimmtudag. Stenst allar væntingar Lilja segir að hana hafi dreymt um að fara á keppnina í þrjátíu ár, eða alveg frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovison árið 1986 með Gleðibankanum. „Þetta er að standast allar væntingar,“ seg- ir hún og virðist gjörsamlega vera að springa af gleði. „Besta vinkona mín býr í Sví- þjóð og fyrir ári síðan sagði ég við hana: „Ef Svíþjóð vinnur þá förum við á Eurovision!“ Måns heyrði greinilega í okkur,“ segir Lilja og vísar þar til sigurvegara síðasta árs, Måns Zelmerlöw. Spillti ekki gleðinni Eins og flestir vita þá komst Ísland ekki áfram og því verðum við ekki með í aðalkeppninni í kvöld. En sú staðreynd að nafn Íslands kom ekki upp úr einu af umslögun- um tíu spillti ekki gleðinni fyrir þeim stöllum. Lilja viðurkennir reyndar að þetta hafi verið fúlt, en henni finnst bara of gaman að fá að fara á keppnina til að láta það á sig fá. Svo verða þær ekki á sjálfri aðal- keppninni þannig þær eru bara ánægðar með að hafa séð íslenska at- riðið á sviði. Betri grafík í því rússneska „Það kom alveg á óvart að við kæmumst ekki áfram þar sem Greta negldi þetta. Það er alltaf leiðinlegt þegar Ísland kemst ekki áfram. En rússneski gaurinn nátt- úrulega rústaði okkur í grafík. Flengdi Gretu á beran bossann „pun intended“,“ segir Lilja hlæj- andi. En margir muna eflaust eftir því þegar Fréttablaðið birti mynd af Gretu Salóme á æfingu í síðustu viku þar sem glitti í rasskinnarnar á henni undan búningum sem hún var í. Myndin var fengin úr myndabanka keppninnar en var svo fjarlægð þaðan að beiðni íslenska hópsins, sem fékk einnig afsökunarbeiðni frá fjölmiðlasviði Eurovision. Mikil líkindi þóttu með grafík íslenska og rússneska lagsins, en það er mat Lilju að grafíkin í rúss- Rússar þykja sigurstranglegir í Eurovision þetta árið ef marka má veðbanka. Lagið heitir You are the only one og er flutt af Sergey Laz- arev. Rússar voru með Íslending- um í fyrri undanriðlinum og þóttu töluverð líkindi með grafíkinni í at- riðunum. Það rússneska féll þó bet- ur í kramið hjá Evrópuþjóðunum. Vert er að hafa í huga að Rússar gætu átt stuðning austur-evrópsku nágrannalandanna vísan, enda mik- ið um frændsemi í Eurovision. En þau lönd sem þykja líkleg til að raða sér í næstu sæti á eftir eru Ástral- ía, Frakkland, Úkraína og Svíþjóð, sem er einmitt eina Norðurlanda- þjóðin sem verður með í lokakeppn- inni í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovision-konungur Íslands, lýsti því yfir á samskiptamiðlinum Snapchat á fimmtudag að hann héldi með Ástralíu. Hann óttast þó að Austur-Evrópa stilli sér upp með Rússunum og dúndri inn atkvæðum sem munu skila Sergey sigri. Yrði Páli Óskari hins vegar að ósk sinni og Ástralir myndi sigra Eurovision þá yrði keppnin reyndar ekki haldin þar á næsta ári. Gefið hefur verið út að ástr- alska sjónvarpsstöðin SBS kæmi þá að skipulagningu keppninnar, í samstarfi við evrópska sjónvarps- stöð, og keppnin yrði haldin í því Evrópulandi. Rússum spáð sigri í kvöld Slógu í gegn í Abba-búningum Lilja Katrín Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast og fór á undankeppni Eurovision í Stokkhólmi ásamt vinkonu sinni. Þær voru í heimasaumuðum Abba-búningum og vöktu mikla athygli erlendra fjölmiðla Draumur rætist Lilja ákvað í fyrra að hún ætlaði að fara á keppnina ef Svíþjóð myndi sigra. Það gerðist að sjálfsögðu og hún skellti sér ásamt vinkonu sinni. …eurovision 10 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Flengdi Gretu á beran bossann „pun intended“. Glæsilegar Hér má sjá Abba-búning- ana sem vöktu verðskuldaða athygli á undankeppninni á þriðjudag. Þær létu prenta myndirnar framan á bolina hjá Merkjalausnum. TAPAS VÍNSMÖKKUN& RESTAURANT- BAR tapas.is Langar þig á frítt tapas-og vínsmökkunarnámskeið? Skráðu þig á tapas.is og þú, ásamt vini, gætir verið á leiðinni í frábæra spænska upplifun fimmtudaginn 19. maí frá kl. 16 til 18. Smakkaðar verða 10 tegundir af vínum, sérvalin af vínsnillingnum Tolla Sigurbjörnssyni, með 13 gómsætum tapasréttum og farið yfir galdurinn að para saman vín og mat. Nánari upplýsingar eru á tapas.is Heppnir þátttakendur verða dregnir út mánudaginn 16. maí. 19. maí

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.