Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 48
Fyrir 30 manns
1 lambaskrokkur (18-24 kg)
2 bollar norðurafrískt nudd
500 ml jómfrúarolía
Gleymið ekki að hafa nóg af kolum og eldi-
viði við höndina.
1. Skolið og þerrið lambaskrokkinn og legg-
ið á bakka.
2. Nuddið hann rækilega upp úr fjórðungn-
um af jómfrúarolíunni og svo helmingn-
um af nuddinu.
3. Blandið afganginum af olíunni saman
við hinn helminginn af nuddinu og látið
standa.
4. Festið lambaskrokkinn upp á spjót og
setjið yfir eldstæðið.
5. Magn eldiviðar og kola mun ráða því
hversu hratt lambið eldast, en einnig
hversu hátt það liggur yfir hitanum. Það
er mikilvægt að kanna reglulega hitann á
lambinu til að fylgjast með framgangin-
um.
6. Penslið reglulega með kryddolíunni með-
an á eldun stendur, bæði að utan og inn í
kviðarholið.
7. Grillið lambið í þrjár til fimm klukku-
stundir þar til kjarnhiti nær 60°C við bóg-
inn.
Berið fram á flötu brauði (eða pítubrauði)
með hummus og kraftmikilli chilitómatsósu
Norðurafrískt nudd
Þetta nudd er unaðslegt á lambakjöt – hvort
sem um er að ræða læri, frampart – já, eða
heilt lamb. Ég er nokkuð viss um að þetta
nudd yrði líka fyrirtak á kjúkling.
4 msk paprikuduft
2 msk broddkúmen
2 msk kóríanderfræ
2 msk salt
1 msk engiferduft
1 msk hvítlauksduft
1 msk malaður pipar
2 tsk súmak
1. Hitið pönnu og ristið broddkúmen og
kóríanderfræ þar til þau taka örlítinn lit
og fylla herbergið af dásamlegum ilmi.
2. Færið yfir í mortél og malið vandlega í
mortéli. Blandið paprikudufti, salti, engi-
fer, hvítlauk, pipar og súmaki vandlega
saman við.
Heilgrillað lamb
– Matarveisla fyrir 30 manns
Á Eurovisionkvöldi er við hæfi að fýra upp í grillinu. Þú getur látið þér
kótilettur eða hamborgara duga en þú getur líka gert þetta með stæl
eins og Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu
Það er ótrúlega skemmti-legt að halda veislur. Og bjóða mörgum. Fátt kætir hjarta mitt meira en að gleðja hóp af fólki
með mat og drykk. Og að heilgrilla
er stórgóð leið til þess að elda mik-
ið af mat fyrir stóran hóp af fólki.
Það er líka skemmtiatriði í sjálfu
sér að koma og fylgjast með matn-
um á grillinu.
Þessi veisla var haldin á mið-
sumardaginn í Svíþjóð í fyrra.
Við hjónin buðum velflestum
nágrönnum okkar í heimsókn.
Dagurinn byrjaði snemma, um
hádegisbil voru flestir mættir til
leiks og veislan hófst með hefð-
bundnum sænskum miðsumars-
mat; síld, eggjum, nýjum kartöfl-
um, brauði og öðru gúmmilaði.
Þessu var svo fylgt eftir með
dýrðarinnar jarðarberjatertu.
Skömmu eftir hádegisverð settust
gestir svo aftur, sungu, staupuðu
sig, spjölluðu og glöddust saman.
Við kveiktum upp í eldstæðinu
upp úr hádegi og hin stóra grill-
máltíð kvöldins var undirbúin
samhliða gleðinni.
400 manns í Grillveislu Ragnars
Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem
Læknirinn í eldhúsinu, hélt á dögunum útgáfu-
veislu vegna nýrrar bókar sinnar, Grillveislan,
í Eymundsson-versluninni á Skólavörðustíg.
Þar heilsteikti hann lamb eins og hann kennir
lesendum amk... að gera hér á síðunni og voru
alls um 200 manns sem smökkuðu lambið og
400 manns sem komu í útgáfupartíið. Bókinnni
hefur verið afar vel tekið og er í 2. sæti metsölu-
lista Eymundsson. „Jo Nesbö þurfti endilega að
koma með nýja bók í sömu viku og það er ekki
hægt að vinna hann,“ segir Ragnar Freyr hlæj-
andi í samtali við Fréttatímann. | óhþ
Rauðrófuhummus
Hummus er réttur sem er upprunninn
í Mið-Austurlöndum. Orðið sjálft þýðir
kjúklingabaunir sem er vel skiljanlegt þar
sem það er kjarnahráefni í uppskriftinni. Hið
einkennandi bragð af hummus er þó kom-
ið frá blöndu af tahini (mauk úr ristuðum
sesamfræjum) og hvítlauk. Ekkert kemur
síðan í veg fyrir að bæta við fleiri hráefnum
til að breyta og helst bæta uppskriftina.
Hérna eru rauðbeður notaðar til að ná því
markmiði.
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1 dós pikklaðar rauðbeður (350 g)
2 msk tahini
2 hvítlauksrif
safi úr einni sítrónu
4 msk jómfrúarolía
salt og pipar
1. Skolið kjúklingabaunirnar vandlega og
setjið í matvinnsluvél.
2. Skolið rauðbeðurnar einnig vandlega
og setjið þær auk hvítlauksrifjanna með
kjúklingabaununum og blandið vandlega
saman.
3. Bætið tahini og sítrónusafa saman við og
þeytið vel saman.
4. Hellið jómfrúarolíunni saman við (metið
hversu mikið á að nota – þetta er háð því
hversu mikið baunirnar og rauðbeðurnar
voru þerraðar).
5. Smakkið svo til með salti og pipar.
Steinseljuhummus
Hérna má líka leika sér með kryddjurtirn-
ar. Ég valdi steinselju en get vel ímynd-
að mér að mynta, basil, graslaukur eða
sítrónumelissa séu ljúffeng, já, eða jafnvel
einhvers konar blanda af þessum jurtum.
1 dós kjúklingabaunir
2 handfylli fersk steinselja
2 msk tahini
2 hvítlauksrif
1 tsk broddkúmen
safi úr einni sítrónu
4 msk jómfrúarolía
salt og pipar
1. Skolið kjúklingabaunirnar vandlega og
setjið í matvinnsluvél.
2. Skerið steinselju gróft og setjið auk
hvítlauksrifja með kjúklingabaunum og
blandið vandlega saman.
3. Bætið tahini, broddkúmeni og
sítrónusafa saman við og þeytið vel
saman.
4. Hellið jómfrúarolíunni saman við (metið
hversu mikið á að nota – þetta er háð því
hversu mikið baunirnar voru þerraðar).
5. Smakkið til með salti og pipar.
Kraftmikil chilitómatsósa
Þessi sósa byggist í raun á hefðbundinni
tómatsósu sem auðvelt er að snara fram
hvort sem maður ætlar að nota hana á flat-
böku eða eitthvað annað. Það er þó eitt sem
skilur hana frá hinni klassísku og svarið er
augljóslega; chili.
Í verslunum eru víða seldar chilisósur sem
eru gerðar á tómatsósugrunni. Ég hef prófað
nokkrar slíkar og eiginlega aldrei líkað þær.
Það er alltaf eitthvert einkennilegt auka-
bragð sem erfitt er að skilja. Mín kenning
er sú að ef svona sósa á að vera almennileg
þurfi maður að gera hana frá grunni sjálfur.
Í þessari uppskrift eru tvær tegundir af chili;
í fyrsta lagi chilimauk, sambal oelek, sem
gefur talsverðan hita en líka góða bragðdýpt
og jafnvel smá sætu. Og svo ferskt chili, sem
ljær sósunni ferskara og hvassara bragð.
Það má auðvitað sleppa öðru hvoru finn-
ist manni chili ekki vera það besta – en af
hverju er maður þá að gera chilisósu?
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 msk tómatmauk
1 gulur laukur
4 hvítlauksrif
2 msk jómfrúarolía
3 msk sambal oelek
1 rauður chilipipar
2 msk tómatsósa
salt og pipar
1. Sneiðið lauk, chili og hvítlauk fínt niður.
2. Hitið olíu í potti og steikið laukinn í
nokkrar mínútur þar til hann mýkist og
bætið svo hvítlauk og chili saman við.
Gætið þess að brenna ekki.
3. Hellið niðursoðnum tómötum saman við
ásamt tómatmauki og sambal oelek.
4. Þegar sósan er farin að krauma létt þarf
að smakka hana til með tómatsósu, salti
og pipar.
5. Látið sósuna krauma varlega í 20 mín-
útur og kælið svo (jafnvel alveg) fyrir
notkun. Geymist a.m.k. viku í ísskáp og
svo má vel frysta hana líka
…eurovision 12 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016
Tilboðsverð kr. 159.615,-
Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál
og svunta
Fullt verð kr. 199.518,-
Vitamix Pro 750 á sér
engann jafningja.
Nýtt útlit og nýir
valmöguleikar.
5 prógrömm og
hraðastillir sjá til þess
að blandan verður
ávallt fullkomin og
fersk!
Galdurinn við
ferskt hráefni
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is