Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 14.05.2016, Síða 53

Fréttatíminn - 14.05.2016, Síða 53
Við hjónin erum að fylgjast með Svikamyllu á RÚV og hún er bara nokkuð fín. Þetta er beisik Skandin- avíukrimmi svo sem, ekkert í líkingu við Broen samt. Svo vorum við byrjuð á Marseille. Það er ný frönsk sería á Netflix sem er sæmileg, undarlega skrifuð stundum, ef til vill hefur þýðingin eitthvað með það að gera, og mað- ur getur ekki haft augun af nefinu á Gerard Depardieu. Við erum ekki komin langt með hana en við sjáum hvað setur. Auðvitað horfði maður á House of Cards sem er gott stöff en þeir eru farnir að teygja lopann aðeins. Svo horfði maður á nokkrar vel valdar 80’s hryllingsmyndir um daginn, Blood Rage sem var mjög hressandi splatter af gamla skólan- um, Madman og The Mutilator sem voru ekki eins vel heppnaðar en fyndið hvað þær voru gerðar af mikl- um vanefnum. Sófakartaflan Ómar Örn Hauksson, grafískur hönnuður Svikamylla og nefið á Gerard Depardieu Gæðastundir með frúnni Ómar Örn Hauksson horfir á danska spennuþætti og franska þætti um stjórnmál með eiginkonunni. Svo laumar hann sér í hryllingsmyndir þess á milli. Mynd | HARI Grínisti með nýja spjallþætti Netflix Chelsea Nýr spjallþáttur með grínistanum Chelsea Handler sem kemur brakandi ferskur á mið- vikudögum, fimmtudög- um og föstudögum. Chelsea hefur áður stjórnað vinsælum spjallþátt- um og miklar vonir eru bundnar við þennan, en fyrsti þátturinn fór í loftið á miðvikudaginn. Gríngyðjan og allir hinir Netflix Parks and Recreation Stórskemmtilegir þættir í anda The Office með gríngyðjuna Amy Poehler í broddi fylkingar. Í þáttun- um fylgjumst við með opinberum starfsmönnum í smábæ í Indiana þar sem hin metnaðarfulla og mis- heppnaða Leslie Knope er fremst á meðal jafningja. Allar þáttarað- irnar má nálgast á Netflix, þannig að hægt er að liggja í sófanum alla helgina. Frankenstein, ballettinn Háskólabíó Frankenstein - sýning hins Konunglega balletts miðvikudaginn klukkan 18.15 Heimsfrumsýning á nýjum ballett í fullri lengd eftir Liam Scarlett á Covent Garden aðalsviðinu. Ball- ettinn byggir á meistaraverki Mary Shelley. Í ballettinum rannsakar Scarlett hið mannlega eðli og þörf mannsins til að öðlast viðurkenn- ingu í samfélaginu. Liam Scarlett hefur verið listamaður í vinnustofu- dvöl Hins konunglega balletts og valdi hann verk Mary Shelley til að setja upp ásamt tónskáldinu Lowell Liebermann. Eldað með þeim bestu N4 Kokkarnir okkar mánudag klukkan 18.30 Matreiðslumeist- arinn Hallgrímur Sigurðarson heimsækir hressa kokka og spjallar við þá um mat og matarmenningu. Og lætur þá elda fyrir okkur. Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 EXPLORE WITHOUT LIMITS ®EXPLORE WITHOUT LIMITS ® MT-07 WR450F XT1200Z Super Ténéré Ótrúlega létt og meðfærilegt hjól sem kemur á óvart. Kraftmikið en á sama tíma sparneytið hjól til daglegra nota sem og í lengri ferðir. Verð frá kr. 1.450.000,- Frábært enduro hjól með einstakri fjöðrun. Rafstart og kælivifta sem setur þetta hjól í annan flokk þegar kemur að endingu og áreiðanleika. Verð frá kr. 1.750.000,- Ferðahjólið sem alla dreymir um! Hraðastillir, spólvörn og ABS bremsur sem virka í alvöru á malarvegum. Þetta er hjól sem þú þarft að prófa. Verð frá kr. 2.690.000,- Fæst götuskráð! KOMDU MEÐ HJÓLIÐ Í VORSKOÐUN 15% afsláttur af efni. BJÓÐUM ALLA ALMENNA VERKSTÆÐISÞJÓNUSTU! Tímapantanir í síma 540 4900 Þú finnur fleiri flott tæki á www.yamaha.is Bara gaman! XSR700 YZ85 XT660Z Ténéré Tímalaus hönnun sem býr yfir tækni morgundagsins. Kraftmikið hjól sem hentar jafnt til daglegra nota sem ferðalaga. Verð frá kr. 1.750.000,- Frábært enduro hjól fyrir yngstu ökumennina. Öruggt og endingargott hjól sem byggir á hönnun hjóla fyrir atvinnumenn. Verð frá kr. 840.000,- Frábært ferðahjól, vel búið og kraftmikið, sem að kemur þér hvert á land sem er. Hinn fullkomni ferðafélagi! Verð frá kr. 1.520.000,- MT-125 YZF-R125 YBR125 Töffari með enga minnimáttarkennd! Létt og meðfærilegt hjól. Löglegt fyrir bifhjólaréttindi 17-19 ára. Verð frá kr. 1.090.000,- Mótorhjól sem alls staðar vekur athygli! Byggt á tækni stærri hjóla. Löglegt fyrir bifhjólaréttindi 17-19 ára. Verð frá kr. 1.220.000,- Einstaklega létt hjól og mjúkt í akstri, auk þess að vera afar sparneytið. Löglegt fyrir bifhjólaréttindi 17-19 ára. Verð frá kr. 720.000,- GRIZZLY fjórhjól YXZ1000R / SE Traustur félagi sem skilar góðu dagsverki. Hjólið er létt, kraftmikið og þægilegt í akstri . Verð frá kr. 1.650.000,- Fyrsti buggy bíllinn frá Yamaha. Ótrúleg fjöðrun, 5 gíra beinskipting og nóg afl. Þetta er Leiktæki með stóru elli! Verð frá kr. 3.900.000,- Úrval vandaðra tækja sem tryggja að sumarið þitt verður skemmtilegt! Komdu og reynsluaktu! Steini á ferðalagi RÚV Humarsúpa innifalin mánudag klukkan 19.35 Heimildarmynd um ferð Þorsteins Guðmundssonar til Hríseyjar þar sem hann skemmtir heimamönn- um með uppistandi á veitingahús- inu Brekku. Á leiðinni syngur hann lög, borðar skyndibita og hugsar upphátt um kynlíf og jólin. Eins og maður gerir. …sjónvarp17 | amk… LAUGARDAGUR 14.MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.