Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 14.05.2016, Side 56

Fréttatíminn - 14.05.2016, Side 56
Flytja upp í Mosó Leikarahjón- in Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving ætla að yfirgefa Vesturbæ Reykjavíkur og flytja upp í Mosfellsbæ á næstunni. Þau hafa verið búsett á Holtsgötunni um árabil en hafa fest sér hús í rólegu og fallegu umhverfi í Mosó. Skammt undan er hús forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussai- eff sem þau munu dvelja í eftir að veru þeirra á Bessastöð- um lýkur. Kolfinna í JÖR Athygli vakti á dögunum þegar tilkynnt var að Artikolo ehf. undir stjórn Kolfinnu Vonar Arnardóttur hefði tekið yfir rekstur Reykjavík Fashion Festival af Jóni Ólafssyni. Kolfinna Von er sem kunnugt er eiginkona Björns Inga Hrafnsson- ar, útgefenda DV. Boðað var að Artikolo yrði tísku- og nýsköp- unarhús sem ætti að verða miðstöð hönnunar, tísku og handverks og að á næstu dögum yrði tilkynnt um frekari fjár- festingar þess í íslenskri fata- hönnun. Samkvæmt upplýsingum amk eru næstu skref þau að tilkynnt verður um samstarf við eða yfirtöku á hinu kunna fatamerki JÖR sem Guðmundur Jörundsson hefur haldið úti með myndarbrag. Í viðtali við Fréttatí- mann í fyrra sagði Kolfinna Von einmitt að Guðmundur væri einn af eftirlætis hönnuðum hennar. Simmi og Jói færa út kvíarnar Athafnamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson ætla sér enn stærri hluta af kökunni á íslenska veitingahúsamarkaðinum en nú er. Í dag reka þeir Hamborgarafa- brikkuna á þremur stöðum auk Shake & Pizza í Keiluhöllinni í Egilshöll. Samkvæmt heimildum amk hafa þeir tryggt sér einkaleyfi á rekstri hinna vinsælu veitingastaða California Pizza Kitchen hér á landi og hyggjast opna innan tíðar. Umrætt einkaleyfi er raunar fyrir Skandin- avíu alla kjósi þeir félagar að færa enn frekar út kvíarnar. California Pizza Kitchen er rekinn á yfir 200 stöðum í Bandaríkjunum og þrettán öðrum löndum og er lýst sem huggulegum fjölskyldu- veitingastað. Að auki eru seldar frosnar pítsur í nafni CPK svo Íslendingar eiga sannarlega von á góðu á næstunni. Draumarúm Hästens eru umhverfisvæn sænsk hágæðarúm sem hafa verið framleidd frá árinu 1852. Komdu og finndu muninn. Hästens Grensásvegi 3 Sími 581 1006 alla föstudaga og laugardaga Réttlæti fyrir Gretu Það eru ekki bara Íslendingar sem eru ósáttir við að Greta Salóme hafi ekki komist upp úr undankeppninni. Erlendir blaðamenn eru vonsviknir yfir því að fá ekki að sjá hana aftur á sviðinu og tíst með kassamerkinu #justiceforgreta verið nokkuð áberandi á Twitter. Þokkagyðjan Kylie Jenner, sem er ein af Kardashian-systrunum fyrir þá sem ekki þekkja til, vill vera einhleyp. Þetta eru slæmar fréttir fyrir kærastann hennar (að öllum líkindum fyrrverandi), tónlistar- manninn Tyga, en góðar fréttir fyrir alla aðra vonbiðla þessa fagra fljóðs. Kylie, sem er fyrirsæta og þátttakandi í vinsælasta raun- veruleikasjónvarpi heims, Keeping up with the Kardashians, deildi ekki sömu skoðunum og Tyga um í hvaða átt sambandið ætti að Of heit og of ung fyrir samband stefna. Á meðan Tyga vildi vera heima í stúdíóinu sínu að taka upp tónlist þá vildi Kylie ferðast um heiminn og drekka í sig nýfengna frægð og aðdáun. Hún virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún væri einfaldlega of ung – hún er 18 ára svo það er senni- lega eitthvað til í þeirri hugsun hennar – og of heit – með of marga vörpulega herramenn í aðdáenda- hópnum sem er örugglega rétt - til að vera í sambandi. Sem er líkleg- ast hárrétt hjá ungfrúnni góðu.Þokkagyðja Kylie Jenner er skynsöm ung stúlka. Mynd | NordicPhotos/Getty

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.