Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 4
Flest börn fæðast utan hjónabands Um 70% barna á Íslandi fæðast utan hjóna- bands, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunn- ar sem sýnir ennfremur að frjósemi hér á landi hefur aldrei verið minni en á síðsta ári, eða árið 2015. Þannig fæddust 4.129 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2014 þegar það fæddust 4.375 börn. Þegar aðstæður foreldra eru skoðaðar kem- ur í ljós að aðeins 30,1% barnanna fæddust í hjónabandi. Rúmlega 52% barna fæddust í óvígðri sambúð árið 2015 og 15,3% barna fæddust því utan sambúðar eða hjónabands í fyrra. Erfðapeningar Fannberg- -fjölskyldunnar voru um tíma geymdir í félagi á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið var stofnað fyrir tilstilli Landsbankans í Lúx- emborg. Meðal hluthafa var listakonan Rúrí. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Nöfn átta Fannberg-systkina er að finna í Panama-skjölunum en þau voru öll hluthafar í Gemma Investment Holdings Limited. Fé- lagi sem stofnað var árið 2000 á Bresku Jómfrúareyjunum með að- stoð Landsbankans í Lúxemborg. Það var afskráð árið 2013. Feðgarnir Jón og Árni Fannberg voru auðugir menn sem skildu eftir sig háar fjárhæðir þegar þeir létust. Jón J. Fannberg var einn stofnenda Kúlulegusölunnar og átti meðal annars fjölbýlishús við Hátún 6 þar sem leigðar voru út íbúðir. Árni tók við Kúlulegusölunni af föður sínum og auðgaðist einnig á fasteignaum- sýslu. Hann lést árið 1996 og auð- ur hans skiptist á milli eiginkonu hans, Sigríðar Guðnýjar Jóhanns- dóttur Fannberg, og barna þeirra átta. Rúrí er eitt þeirra. „Ég hef gefið þetta upp til skatts frá fyrsta ári. Peningarnir voru fluttir heim árið 2009 og ég hef borgað öll lögboðin gjöld af þeim. Ég hef ekki verið að fela neitt,“ seg- ir Rúrí. –Orkar það ekki tvímælis að geyma peninga í skattaskjólum? „Það var ekki verið að skýla neinu fyrir sköttum. Þetta voru ekki meiri fjármunir en svo að ég er búin að breyta öllum þeim peningum sem ég átti í myndlist, ég hef umbreytt efnislegum verð- mætum í listræn og menningarleg verðmæti. Það er hlutverk okkar listamanna, ekki bara mitt, heldur allra listamanna. En fyrst þú spyrð mig, þá finnst mér sérkennilegt að hlusta á fólk halda því fram að það hafði ekki vitað að það ætti eign- ir þarna. Sérstaklega fólk sem er í embættum sem hefur með fjársýslu að gera. Ég hélt að flestir vissu um sínar eignir, hvort sem þær eru litl- ar eða stórar.“ Rúrí vildi ekki svara því hvort það að geyma peninga í skatta- skjóli væri á skjön við skilaboðin sem greina má úr verkum hennar. Listakonan Rúrí er í Panama-skjölunum Listakonan Rúrí erfði peninga eftir föður sinn en þeir voru um tíma í félagi á Bresku Jómfrúareyjunum. Mynd | Hari Það þýðir ekki að ræða þessi mál við borgina. Guðný Atla- dóttir, fram- kvæmdastjóri Café París. Töpum stórfé vegna sumarlokana „Þú sérð engan Íslending vera að njóta þess að göturnar eru lokaðar,“ segir Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Café París. Hún segir að fyrirtækið tapi stórfé á hverjum degi vegna þess að borgin haldi því til streitu að sumarlok- anir hefjist 1. maí. „Það var allt krökkt af Íslendingum í apríl en þeir koma síður eftir að götunum var lokað. Það er of erfitt að finna stæði í miðbænum og það langar engan að ganga í misjöfnu veðri. Um leið og sólin fer að skína flykkj- ast Íslendingar í bæinn en þeir koma síður þegar það er kalt og alls ekki ef göturnar eru lokaðar. Við viljum endilega loka götun- um þegar sólin skín en ekki hina dagana. En það þýðir ekki að ræða þessi mál við borgina. Það er að tala fyrir daufum eyrum. | þká Afsala sér sölulaunum vegna listasafnsins Hærra tilboðið kom nokkrum mínútum fyrir sölu. Kaupandinn áður gert tilboð „Það er kannski ágætt að taka fram að það hefur ekkert verið sannað varðandi mistök, þó maður úti- loki það ekki,“ segir Ingólfur Geir Geirsson, annar af eigendum fast- eignasölunnar Valhallar, sem seldi listasafn ASÍ til hjónanna Sigur- björns Þorkelssonar og Aðalheið- ar Magnúsdóttur fyrir 168 milljón- ir króna. Annað og hærra tilboð barst í eignina rétt áður en hjónin skrifuðu undir kaupsamninginn og munaði í raun mínútum á að það bærist til fasteignasalans sem sá um söluna, að sögn Ingólfs. Hann seg- ir að starfsmaður fasteignasölunn- ar hafi kannað hug einstaklings- ins sem átti hærra tilboðið fyrr um daginn og þá hafi hann ekki viljað gera hærra tilboð. Það breyttist þó síðar um daginn. „Við munum auðvitað sjá til þess að seljandinn skaðist ekki af mál- inu,“ segir Ingólfur Geir en sam- kvæmt heimildum Fréttatímans mun ASÍ ekki þurfa að greiða sölu- laun til fasteignasölunnar, sem hefðu annars orðið umtalsverð vegna fjárhæðarinnar sem húsið seldist fyrir. Samkvæmt heimild- um Fréttatímans telur Alþýðusam- bandið að það hafi verði hlunnfarið um nokkrar milljónir, en Ingólfur segir muninn óverulegan. Alls bárust 6 tilboð í húsið og samkvæmt heimildum Fréttatím- ans reyndi sá sem átti hæsta tilboð- ið að kaupa listasafnið áður en það var sett á sölu, en sá aðili er úr við- skiptalífinu eins og kaupendurnir. „Ef mistök hafa sannarlega átt sér stað, þá verður það ekki rakið til neins annars en mannlegra mis- taka. Tilboðið kom bara svo seint að þetta var mínútuspursmál áður en skrifað var undir,“ segir Ingólfur. |vg Listasafn ASÍ var selt á tæplega 170 milljónir króna. „Það eru talin vera tengsl á milli ADHD og efnanna í miklu magni,“ segir Ingi- björg Jónsdóttir, sérfræðing- ur hjá Matvælastofnun, en ný dönsk rannsókn leiðir í ljós að óvenju mikið af skor- dýraeitri er í þvagi danskra barna. Jótlandspósturinn hefur eftir Phil- ippe Grandjean, sem stjórnar rann- sóknum á eiturefnum, að svo mikið finnist af eitrinu að hætta sé á að það valdi tjóni á andlegu atgervi þeirra. „Þetta hefur verið að finnast í matvælum hér, en innan leyfilegra marka,“ segir Ingibjörg. „Við erum með sömu reglur og Evrópusam- bandið varðandi hámarksmagn efna í innfluttu grænmeti.“ Í Danmörku finnst sumum ESB reglurnar heldur rúmar. „Við erum með strangari reglur en ESB um notkun slíkra efna hérlendis. Dimethoat hefur þó tímabundið verið leyft gegn kálflugu í gulrófna- rækt. Erlendis hafa þessi efni verið notuð sem flóalyf á gæludýr og gegn kakkalökkum í byggingum. Evrópu- sambandið er alltaf að endurskoða reglurnar. Þessi efni eru enn notuð í Suður-Evrópu en rannsóknin gæti leitt til þess að þau verði bönnuð,“ segir Ingibjörg og fullyrðir að notk- unin sé fremur að minnka og líklegt að álíka rannsókn eftir nokkur ár myndi skila betri niðurstöðu. Hún segir ennfremur að efnin hafi frekar verið að finnast á landsbyggðinni í Danmörku og Bandaríkjunum, en álíka rannsókn hafi ekki verið gerð hér þar sem notkun þeirra hefur verið mjög lítil mjög lengi. „Jákvæð áhrif af neyslu ávaxta er meiri en nokkur hætta,“ segir hún -vsg. Tengsl milli ADHD og eiturefna í grænmeti Mynd | Rut Aðeins 30% barna fæðast innan hjónabands. 4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.