Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 20.05.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 20.05.2016, Síða 10
Stærri sneið til eigenda, minni til launafólks Efri kakan sýnir skiptingu kök- unnar milli launa, leigu, vaxta og arðs til eigenda að meðal- tali árin fyrir aldamót, 1997 til 1999. Sú neðri sýnir skiptinguna 2014 samkvæmt samandregn- um framtölum rekstraraðila 2014. Miðað við stærð kökunnar 2014 er kaka launþega um 120 milljörðum króna minni en hún væri ef skiptingin væru sú sama og var undir lok síðustu aldar. Sneið eigenda fyrirtækjanna er hins vegar um 170 milljörð- um króna stærri. Eigendur taka til sín það sem launþegar hafa misst og auk þess minni vaxta- og leigugreiðslur vegna skulda- lækkunar fyrirtækja. 1997 – 1999 74,9% 7,7% 11,4% 6% Laun LeigaVextir Arður 2014 62,7% 19,2% 10,2% 7,9% Laun Arður Vextir Leiga Launþegar fá 120 milljörðum minna – eigendur 170 milljörðum meira Mikil breyting á hlutdeild launa og arðs í rekstri fyrirtækja Verkalýðsbaráttan á Íslandi hefur villst inn á hliðargötur. Samtök launamanna heyja baráttu sem félagsmenn eiga erfitt með að tengja sig við og öll umræða í sam- félaginu er fremur sveigð að hagsmunum sérhagsmunahópa og fyrirtækja en almenn- ings og launþega. MYND | ASÍ Í nýjasta tölublaði Tíundar, tímariti ríkisskattstjóra, dregur Páll Kol- beins hagfræðingur saman skatt- framtöl rekstraraðila á Íslandi og sýnir þróun ýmissa stærða. Meðal annars vekur Páll athygli á hvern- ig skipting milli launa, leigu, vaxta og arðs hefur þróast síðustu átján árin. Þessi skipting gefur til kynna hvernig afrakstri af fyrirtækjum er skipt á milli launafólks, auðmagns og eigenda fyrirtækjanna. Og eins og við er að búast sýna þessar tölur að hlutdeild launafólks hefur stór- lega dregist saman; ekki aðeins í aðdraganda Hrunsins og í Hruninu sjálfu heldur hefur launafólk ekki náð að jafna sinn hlut á sama tíma og eigendur fyrirtækja taka til sín æ stærri hluta kökunnar. Fyrirtæki fyrir eigendurna Hugmyndir um fyrirtækið hafa tekið breytingum á undanförnum áratugum, hvaða fyrirbrigði þetta er. Fyrirtæki starfa samkvæmt lög- um og reglugerðum; samfélags- legu samkomulagi sem færir þeim að mörgu leyti réttindi eins og þau væri mannverur og eigendum þeirra takmarkaða ábyrgð á skuld- bindingum. Fyrirtæki eru því að Þegar skattaframtöl fyr- irtækja eru skoðuð á um- liðnum árum kemur í ljós að hlutdeild launa er nú miklum mun minni en var um aldamótin á meðan útgreiddur arður og aðrar útgreiðslur til eigenda eru miklum mun hærri. Jafnvel þótt stóru bankarnir þrír séu settir innan sviga er aug- ljóst að eigendur fyrirtækja taka mun meira til sín og þá á kostnað launþega. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is mörgu leyti samfélagslegar stofnan- ir þótt þau geti verið í einkaeigu. Á síðustu öld döfnuðu því hugmynd- ir um samfélagslegt hlutverk fyr- irtækja. Litið var á þau sem stólpa í samfélögum, grunn öryggis og festu, vaxtar og velsældar. Á því tímabili sem nýfrjálshyggj- an var ríkjandi hugmyndastefna, frá kosningasigrum Margrétar Thacher og Ronalds Reagan um 1980 og fram að fjármálahruninu 2008, breyttust hugmyndir fólks um fyrirtækið. Í takt við almenna höfnun á samfélagslegum gildum náði sú kenning fótfestu að fyr- irtæki væru fyrst og fremst eign eigenda sinna og ættu í raun ekki að þjóna neinum nema hluthöfum sínum. Því var jafnvel haldið fram að þetta væri hin eina rétta og náttúrlega sýn á fyrirtækin; að þau gætu mengast og afvegaleiðst ef stjórnendur vildu hafa aðra hags- muni að leiðarljósi en hag hlut- hafanna. Eftir því sem fyrirtækin þjónuðu eigendum sínum betur því betur þjónuðu þau heildinni og samfélaginu. Þetta eru samstofna hugmynd- ir og lituðu aðra þætti og stofnanir samfélagsins. Sú trú var ríkjandi að ef hver einstaklingur og hver hóp- ur sækti sína þrengstu hagsmuni af hörku og elju myndi upp rísa rétt- látt og gott samfélag; byggt upp af eigingjörnum hvötum einstakling- anna. Samfélagið var í raun ekki til nema sem summa einstaklinganna. Því var hafnað að maðurinn væri hópdýr. Fyrirtæki losna úr samfélaginu Alþjóðavæðing ýtti undir þess- ar kenningar. Fyrirtæki voru ekki lengur bundin því samfélagi sem þau spruttu upp úr heldur gátu flutt starfsemi sína, að hluta eða öllu leyti, hvert þangað sem þjón- aði hagsmunum hluthafanna betur. Hér heima má sjá svipuð áhrif af kvótakerfinu og frjálsu framsali. Fyrir kvótakerfið var útgerðarmað- urinn tengdur sínu þorpi. Hann bar húsbóndaskyldur gagnvart íbúun- um, ekki ósvipaðar og stórbænd- ur gagnvart vinnuhjúum sínum. Þótt hann byði fólki ekki upp á mannsæmandi líf af launum sínum gat hann ekki kippt grundvellinum 10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 Örstutt um mig. Ég kem af mjög stóru heimili. Þannig að ég he f séð þetta allt. Nú er ég bara að líta í k ringum mig. Get vel hugsað mér að b reyta til. Taka nýjan snúning! Á nóg eftir. Eitt enn. Ég er í samban di við þýskan þurrkara. Ég fer ekkert ef hann fer ekki með. Starfsumsókn: Þrítug þvottavél óskar eftir tilbreytin gu

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.