Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 20.05.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 20.05.2016, Síða 18
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Þú þekkir ekki fólk fyrr en þú hefur skipt með því arfi. Þessi orð eru höfð eftir Andra Snæ Magna- syni og koma upp í hugann þegar fréttir eru sagðar í reyfarastíl af fjölskylduauði Júlíusar Vífils Ingv- arssonar sem var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í 14 ár, þar til Panama-skjölin stungu óvænt upp kollinum. Borgarfulltrúinn sagði af sér þar sem hann átti aflandsfélag, en það er ekki góð pólitík þegar maður vinnur við að sýsla með fé almenn- ings. Kastljós Sjónvarpsins sagði frá því í fyrrakvöld, sem reyndar hefur verið kjaftasaga á allra vörum, að féð í þessu aflandsfélagi væri í raun sjóður sem systkini hans og öldruð móðir þeirra með alsheimer hefði leitað að í áratug. Sjóðurinn sjálfur byggði auðvit- að líka á svindli og undanskotum, þóknunum var stungið undir stól og féð hvergi gefið upp til skatts. Það óx og óx eins og baunagrasið hans Jóa og varð risavaxinn sjóður í útlandinu, sem teygði klærnar alla leið til Íslands. Hinn glaðlegi, söngelski borgar- fulltrúi, sem dreymdi um að verða borgarstjóri þurfti ekki bara að kveðja stjórnmálin, heldur nánast að láta sig hverfa af yfirborði jarð- ar. Þjóðin tók andköf af hneyksl- un. Fórnarlömbin voru fjölskylda Júlíusar Vífils, höfð að fífli af sínum eigin bróður, þar sem þau fengu ekki að seilast í sjóðinn sem bróðir- inn lá á eins og ormur á gulli. Þarna kúldrast þetta fólk inni í sjónvarpsskjánum og skammast yfir peningum, alveg hreint heilum helling af peningum. Og við, sem erum víst þjóðin, horf- um á þetta úr fjarlægð. Það fylgja því ævinlega áhyggjur að eiga svona mikla peninga, við erum víst blessunarlega laus við það. Eða hvað? Áttum við kannski þessa peninga. Voru þetta skattarnir okkar? Var það með þessu fé sem við ætluð- um að leggja vegi, reisa opinberar byggingar, borga læknunum okk- ar, kennurunum og stjórnmála- mönnunum, Júlíusunum Víflunum okkar, atvinnulausum, gömlum og veikum. Þú þekkir ekki fólk fyrr en þú hefur skipt með því arfi. Sjálfstæðismenn í borginni hafa kosið að tjá sig ekki um nýjar vendingar í máli Júlíusar Vífils. Hann sé einfaldlega farinn og framhaldið komi þeim ekki við. Þeir hafa umvafið sig þögn sem er þrungin vandlætingu. Hún beinist í örlitlum mæli að Júlíusi Vífli en þó mest að þeim sem spyrja. Sjálfsagt er það klókt því ný og ný spillingarmál innan flokksklíkunn- ar hafa yfirskyggt þau sem voru. Slíkur er máttur fyrirgefningarinn- ar og gleymskunnar. Hver mundi eftir Hönnu Birnu, þegar Illugi var búinn að gera upp á bak? Bjarni og Borgun, um hvað var það aftur? En við þekkjum þetta fólk, við höf- um skipt með því arfi. Við eigum með þeim fiskinn í sjón- um, landið og miðin, fossana og vötnin, andrúmsloftið og gróður- inn og allt hitt líka sem hefur verið byggt upp á Íslandi. Arðurinn af þessu liggur að hluta til á reikningum í Panama og víðar. Og við þurfum því ekki að grenja yfir gamalli auðugri frú með als- heimer sem kom ekki höndum yfir sjóðina sem sonurinn faldi í Panama. Við erum hún. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ARFURINN Í PANAMA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. á Tenerife með GamanFerðum! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS LYON f rá 9.999 kr.* DUBLIN f rá 7.999 kr.* NICE 9.999 kr.* STOKKHÓLMUR f rá 7.999 kr.* *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. EDINBORG f rá 9.999 kr.* VERTU MEMM! jún í - sept . maí - jún í jú l í - okt . jún í - des . jún í - sept . 18 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.