Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 24
Myndir | Hari Loksins Tivoli á Íslandi! Fjórhjóladrifin skemmtun í boði Bílabúðar Benna á morgun, laugardag benni.is JÁKVÆTT AÐ ÞORPIÐ BREYTIST Í BORG Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Öll höfum við lesið nostalgískar lýs- ingar rithöfunda á þorpsstemningu miðbæjarins fyrr á árum, þar sem konur fóru á inniskónum út í mjólk- urbúð, börnin léku fallin spýta í bakgörðum og allir lifðu í sátt og samlyndi, Leibbi dóni leit á klukk- una, svarta María pikkaði upp róna og Óli blaðasali átti sviðið í Austur- stræti. Ímynd þorpssælunnar hefur síðustu árin hins vegar vikið fyr- ir harðskeyttri umræðu um eyði- leggingu miðbæjarins, hrakningu íbúa á brott, uppsprengt leiguverð og mannfjandsamlegan yfirgang verktaka. Vissulega er rétt að sá þorps- bragur sem einkenndi miðbæinn til skamms tíma er á undanhaldi, þorpið er að breytast í borg með til- heyrandi sársauka, barnafólk flytur í úthverfi og fátækir listamenn hafa ekki efni á húsnæði í nýju borgar- landslagi, en það er gömul saga sem allar borgir hafa gengið í gegnum í þróun sinni og langt frá því að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri eins og látið er í veðri vaka á köflum. Breytingin hefur kannski geng- ið hraðar fyrir sig hér en til dæm- is í New York eða París en þróunin er sú sama, hvort sem okkur líkar betur eða verr og allir þeir íbúar miðborgarinnar sem Fréttatíminn ræddi við litu hana jákvæðum aug- um. Einn talaði um íslenska tuðvæð- ingu og þá þjóðaríþrótt að vera á móti öllum breytingum fyrirfram þegar umræðuna bar á góma, ann- ar sagði af og frá að þorpsstemn- ing miðbæjarins væri horfin og sá þriðji hristi bara hausinn yfir því að einhver gæti tekið banka fram yfir kaffihús, auðar götur með sandfoki fram yfir iðandi mannlíf. Í heildina virðist túristasprengj- an margumtalaða hafa raskað lífi íbúa miðborgarinnar furðulítið, þeir halda áfram sínu lífi eins og þeir hafa alltaf gert, rabba við ná- grannana á götum úti, rækta í sér heimsborgarann en gleyma þó ekki þorparanum. Miðbærinn er annað og meira en bara Laugavegurinn og Skólavörðu- stígurinn og í hliðargötum og bak- görðum lifir þorpið góðu lífi með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Breytingin er sú að nú tek- ur það þorpsbúana bara augnablik að komast í borgarstemningu þar sem framandi tungumál hljóma við hvert fótmál og mannlífsflóran er ótrúlega fjölbreytt. Fréttaflutningur af þróun miðborgarinnar hefur á undanförnum árum verið ansi neikvæður. Það eru rekin upp ramakvein yfir hótel-byggingum, lundabúðum, götulokunum og mannhafi á Laugaveginum nánast í hverri viku og fyrir óinnvígða lítur birtingarmynd fjölmiðlaumfjöllunar um miðborgina út eins og vígvöllur þar sem svekktir íbúar standa í eilífðarþrasi við yfirgangssama verktaka og engum kemur dúr á auga vegna skrölts í ferðatöskuhjólum og skellum í rútudyrum. Þessi mynd er þó langt frá lagi í augum þeirra íbúa sem Fréttatíminn ræddi við. Þeir elska sinn miðbæ með kostum og göllum og eru allir sammála um að þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum séu mjög til bóta. Miðbærinn er ann- að og meira en bara Laugavegurinn og Skólavörðustígurinn og í hliðargötum og bakgörðum lifir þorp- ið góðu lífi með þeim kostum og göllum sem því fylgja. 24 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.