Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 26
Garðsláttuvélar sem slá á þínum gönguhraða Það er leikur einn að slá með nýju garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða vélanna að þínum gönguhraða. Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is „Þorpið er hér ennþá, það hef- ur ekki breyst,“ segir Sigurveig Káradóttir, borinn og barnfædd- ur miðbæingur sem aldrei hefur búið fjær honum en vestur á Sól- vallagötu, sem reyndar tilheyrir 101, og gæti ekki með nokkru móti hugsað sér að búa annars staðar. „Til hvers ætti maður þá að búa í Reykjavík?“ spyr hún forviða. Sigurveig býr í Skólastræti með manni sínum, Agli Helgasyni, og syni þeirra Kára, rekur Matar- kistuna við Bergstaðastræti og gengur til og frá vinnu oft á dag. „Það tekur oft mjög langan tíma, þótt þetta sé ekki nema fimm mínútna gangur, því maður hittir aftur og aftur sama fólkið, stopp- ar og spjallar, og ég get ekki séð að þorpið sé neitt á leiðinni að deyja,“ segir hún. „Auðvitað er fleira fólk á ferðinni, sem er mjög jákvætt, einu sinni voru voðalega fáir hérna á götunum og ef mað- ur fór í gönguferð að kvöldlagi sá maður í mesta lagi einn róna og kannski einhvern furðufugl á labbi og velti því óneitanlega fyrir sér hvað væri að manni sjálfum að vera á þessu rápi.“ Uppbygging miðbæjarins hefur þó haft sína ókosti að mati Sigur- veigar. „Það er ægilegur hávaði hérna sem fylgir þessum eilífu byggingaframkvæmdum. Voða- mikið af veggjakroti alls staðar og meira af alls konar rusli á götun- um, þótt mér finnist reyndar glerbrotunum hafa fækkað. Ótrú- lega mikið af hundaskít, mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk þrífur ekki upp eftir hundana sína, hvernig getur það boðið öðr- um upp á slíkt? Miðbærinn er líka orðinn miklu skítugri en áður, og það er ekki hægt að kenna borg- aryfirvöldum alfarið um það, fólk þarf bara að hugsa sjálft um að þrífa í kringum sjálft sig. Það smit- ar út frá sér.“ Spurð hvort það sé ekki erfitt að ala upp barn í hringiðu miðbæjar- ins rekur Sigurveig upp stór augu. „Ég vil miklu heldur ala upp barn í miðbænum þar sem fólk er alltaf á ferli heldur en í úthverfi þar sem er enginn á ferli. Það sem maður er hræddastur við er umferðin, en hún er náttúrulega alls staðar, og börn eru alin upp í borgum um allan heim og engum finnst neitt athugavert við það. Mér finnst skrítin þessi lenska að flytja úr miðbænum þegar þú eignast barn. Auðvitað færðu kannski fleiri fer- metra fyrir sama verð í úthverf- unum en mér finnst það sem þú missir við það skipta meira máli. Það tapast svo mikið frelsi við það að verða að vera á bíl. Hér getur maður labbað út hvenær sem er, fengið sér kaffi og séð annað fólk. Er það ekki það sem flestir sækjast eftir, að vera í samneyti við annað fólk?“ Foreldrar Sigurveigar voru með veitingahúsarekstur í mið- bænum frá því að hún man eftir sér og hún segist eiginlega vera fædd inn í þann bisness að þjón- usta ferðamenn. Hún er þó alls ekki viss um að margumrædd sprenging í fjölda þeirra skili því sem hún gæti til miðborgarinnar. „Það vantar til dæmis alveg milli- verðflokk í veitingahúsaflóruna, hér eru annað hvort skyndibita- staðir eða fokdýrir veitingastað- ir, ekkert þar á milli. Og þegar veitingahús og verslanir eru farin að verðleggja vöru sína svo hátt að Íslendingar hafa ekki efni á að skipta við þau, þá endar það auðvitað illa. Ég hef líka á tilfinn- ingunni að ferðamennirnir sem koma hingað núna eyði minni peningum í bænum en þeir sem komu áður. Ferðamenn eru orðnir mun kröfuharðari og það verður að vera framboð á hlutum sem þeim finnast þess virði að borga fyrir þá. Við erum til dæmis varla með nein fimm stjörnu hótel og ég hefði miklu frekar viljað sjá þá leið farna í ferðamennskunni en þessa hugsun um skjótfenginn gróða með sem allra minnstum tilkostnaði.“ Sigurveig segist ekki geta sagt til um það hvort íbúasamsetning miðbæjarins hafi breyst á síð- ustu árum, hún sé alltof samofin honum til að vera góður dómari um breytingar. „Þetta er svona eins og að horfa á gras vaxa eða Sigurveig Káradóttir Miðbærinn er ennþá þorp vatn sjóða, en sjálfsagt hefur hún breyst eitthvað. Það hafa líka ver- ið að rísa hverfi hér nálægt þar sem húsnæðis- og leiguverð er aðeins skaplegra og auðvitað sæk- ir fólk þangað. Það er líka alltof lítil áhersla lögð á það að vernda mannlífið í miðbænum, sem er al- gjörlega röng hugsun. Það er alltaf verið að tala um það að vernda þurfi hálendið, sem þarf auðvitað að gera, en það þarf líka að vernda miðbæinn. Náttúruauðlindir hans eru íbúarnir og ef þeir eru hraktir í burtu þá er ekkert eftir.“ Ég vil miklu heldur ala upp barn í mið- bænum þar sem fólk er alltaf á ferli heldur en í úthverfi þar sem er enginn á ferli. Það sem maður er hræddastur við er umferðin, en hún er náttúrulega alls stað- ar, og börn eru alin upp í borgum um allan heim og engum finnst neitt athuga- vert við það. 26 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.