Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 20.05.2016, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 20.05.2016, Qupperneq 46
Ánægð að fá kærastann heim eftir eins árs fjarbúð Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, er í vinnunni nánast allan sólarhringinn. Kærastinn er orðinn vanur því að hún svari fyrirspurnum og kvörtunum út um allan bæ, jafnvel á meðan þau sjálf eru úti að borða. Samt er hún dugleg að njóta þess að vera til. Hún þekkir af eigin raun hvað lífið getur verið hverfult, en hún missti föður sinn 19 ára gömul. Anna Fríða Telur að Íslendingar séu of uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu. Sjálf reynir hún að taka ekki þátt í því, allavega ekki meðvitað. Hún vill frekar lifa lífinu fyrir sjálfa sig. Mynd | Rut Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Anna Fríða hefur í nógu að snúast við að halda utan um Dominos á samfélags­miðlum, skipuleggja herferðir og taka þátt í vöruþróun, sem felur að miklu leyti í sér að smakka pítsur. En það eitt og sér getur stundum verið strembið, að hennar sögn, sérstaklega þegar hún ætlar að reyna að halda sig í hollustunni. Hinn dularfulli tístari Einhverjir muna kannski eftir því þegar Anna Fríða steig fram í dagsljósið á síðasta ári sem hinn dularfulli Dominos tístari. Og varpaði þar með ljósi á mál sem valdið hafði mörgum heilabrot­ um. Þá hafði Dominos á Íslandi vakið athygli á Twitter um tíma með skemmtilegum tístum og hnyttnum tilsvörum, ásamt skjótri þjónustu við viðskiptavini. „Ég fékk allt í einu símtal frá blaða­ manni mbl.is sem vildi ræða við mig um samfélagsmiðla og mark­ aðssetningu og þá uppljóstraðist leyndarmálið,“ segir Anna Fríða og hlær. Reyndar var aldrei um raunverulegt leyndarmál að ræða og hún sem tístari fór ekki huldu höfði sem slíkur. „En eftir þessa uppljóstrun virðist fólk vita eitt­ hvað um Dominos á twitter. Ég fæ stundum að heyra: „Hei, ert þú ekki Dominos stelpan?“ Það er svolítið súrrealískt.“ Í vinnunni allan sólarhringinn Anna Fríða er 26 ára og hefur starfað hjá Dominos í rúm tvö ár, en hún byrjaði í 50 prósent starfi á síðasta árinu sínu í háskólanum og var svo ráðin fullt starf að námi loknu. „Þetta er mjög fjölbreytt og krefjandi starf. Við erum bara tvö í markaðsdeildinni og það er mik­ ið að gera. Ég er í raun í vinnunni 24 tíma á sólarhring. Kærastinn hefur alveg þurft að venjast því að þegar við erum úti að borða eða að fá okkur bjór þá þarf ég kannski að svara einhverjum manni í Mos­ fellsbæ sem fékk ekki pepperoni á pítsuna sína. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og þurf­ um að vera til staðar fyrir við­ skiptavinina. Það skiptir ekki máli hvort það er aðfangadagur eða einhver annar dagur,“ segir Anna Fríða en hún svarar viðskiptavin­ um bæði í gegnum twitter og face­ book. Það fer bara eftir því hvar kvörtunin eða fyrirspurnin berst. Alltaf hress Anna Fríða er miðbæjarskvísa í húð og hár og sleit barnsskón­ um á Freyjugötunni þar sem hún og móðir hennar bjuggu saman, þangað til Anna Fríða keypti sér sjálf íbúð í Vesturbænum fyrir þremur árum. Hún átti góða æsku og var vinamörg – sem hefur ekki breyst. „Ég hef alltaf verið mjög hress og átt auðvelt með að eign­ ast vini. Og einhvern veginn enda ég alltaf í einhverjum nefndum hvar sem ég fer. Aðallega skemmti­ nefndum,“ segir hún hlæjandi og kemur það blaðamanni ekki á óvart miðað við hvernig hún kem­ ur fyrir – opin, glaðleg og dríf­ andi. Hún lætur ekkert stöðva sig og telur sjálf að það hafi haft sitt að segja að hún sé alin upp af ein­ stæðri móður, Kristínu Jóhann­ esdóttur, skólastjóra Austurbæjar­ skóla, sem hefur verið henni góð fyrirmynd. Lífið tók völdin Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og slys­ aðist Anna Fríða í viðskiptafræði í Háskóla Íslands, eins og hún orðar það sjálf. „Öll persónuleika­ próf sem ég tók sögðu að ég ætti að verða leikkona, en ég var ekki alveg til í það. En besta vinkona mín var á leiðinni í viðskiptafræði og ég hugsaði með mér að hún væri alltaf svo sniðug, og ákvað að gera eins. Ég var sko á mála­ braut í Versló og vissi ekki einu sinni hvað diffrun var. Fyrsti tím­ inn sem ég mætti í var bókfærsla og ég skildi ekkert. En þetta kom fljótt og ég fann að námið átti vel við mig,“ segir Anna Fríða sem vill meina að lífið hafi einfaldlega stýrt henni á þann stað sem hún er í dag, frekar að hún hafi stýrt lífinu þangað. Bæði hvað varðar nám og vinnu. „Ég man þegar ég var yngri, að spá í hvað ég ætti að verða þegar ég yrði stór, þá leitaði ég ráða hjá mömmu. Spurði hana hvernig hún hefði valið sér nám og starfs­ vettvang. Hennar svar var: „Lífið bara gerðist“ og mér fannst það ömurlegt ráð á þeim tíma. En svo er það nákvæmlega það sem ég er að lifa eftir í dag. Ég held að það sé nefnilega ástæða fyrir öllu sem gerist í lífinu,“ segir Anna Fríða hugsi en skellir svo upp úr. „Ég vil alls ekki hljóma of „spiritual“ því ég er svo langt frá því að vera þannig týpa.“ Missti föður sinn En Anna Fríða hefur gengið í gegnum erfiða tíma þar sem einmitt þessi hugsunarháttur hjálpaði henni mikið. „Ég missti pabba minn þegar ég var að verða 19 ára og lærði mjög mikið af því,“ segir Anna Fríða, en faðir hennar, Gísli Reynisson athafnamað­ ur, lést langt fyrir aldur fram eftir skammvinn veikindi. „Það var mjög sorglegt og þetta var ömurlegur tími. Ég upplifði alls konar flóknar og erfiðar tilfinningar. Það erfið­ asta er ekki að hugsa til baka um þann tíma sem ég fékk með honum, heldur að hugsa um tímann sem ég mun aldrei fá. Svona lagað minnir mann á hvað lífið er hverfult,“ segir hún einlæg. „En lífið verður samt að halda áfram. Maður gefur sér tíma til syrgja og það er alltaf sorg yfir því að pabbi sé ekki til staðar, en á einhverjum tíma­ punkti verður maður að hugsa; þetta er eitthvað sem gerðist og ég get ekki breytt því, nú þarf ég að lifa með þessu. Sem ég er að gera í dag.“ Allt önnur manneskja í dag Að missa föður sinn gerði Önnu Fríðu enn þakklátari fyrir það góða fólk sem hún hefur í kring­ um sig. Sérstaklega er hún þakklát fyrir mömmu sína og ömmu sem hafa alltaf verið til staðar. En fjöl­ skyldan hennar er mjög náin. „Foreldrar mínir skildu þegar ég var mjög ung og ég er alin upp af mömmu og ömmu, þannig ég missti pabba ekki af heimilinu. Við pabbi vorum samt alltaf í góðu sambandi, þó hann byggi mik­ ið í útlöndum,“ segir Anna Fríða sem tekur jafnframt fram á að hún eigi æðislega föðurfjölskyldu sem hafi reynst henni vel og henni þyki mjög vænt um. Hún segist vera allt önnur manneskja í dag en hún var áður en faðir hennar lést. „Ég veit samt ekki hvort ástæðan er sú að pabbi dó á þessum tíma eða hvort þetta hefur bara verið eðli­ legt þroskaferli. Ætli það sé ekki blanda af ýmsu. Ég væri mikið til í að hann gæti séð hvað ég er allt öðruvísi í dag en þegar ég var 18 ára.“ Fjarsamband í heilt ár Anna Fríða er í sambandi með Sverri Fal Björnssyni, en rúmt ár er síðan þau kynntust formlega í röðinni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið eftir að hafa vitað af hvort öðru um tíma. Þau hafa verið í fjarsambandi nánast frá því að þau byrjuðu saman, en það hefur gengið ótrúlega vel, að hennar sögn. „Það var mjög áhugavert að fara í fjarsamband, en þegar við vorum nýbyrjuð saman þá komst hann inn í nám í Svíþjóð. Ég var ekki tilbúin að hætta í minni vinnu til að flytja út með honum. Ég hafði ekkert að sækja þar. Okkur báð­ um fannst líka fáránlegt að hann hætti við þetta góða nám sem hann var kominn inn í. Þannig við ákváðum að gera þetta svona. Ég styð hann í því sem hann er að gera og hann styður mig í því sem ég er að gera. Það hefur bara virkað mjög vel og við erum ansi gott par,“ segir Anna Fríða og brosir. Það fer ekki á milli mála að hún er ástfangin. Nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem parið eyddi nokkrum góðum dögum saman. „Svo má maður ekki gleyma því þegar maður í sambandi að maður er líka einstaklingur,“ bæt­ ir hún við. „Maður má ekki setja allt líf sitt á pásu þó makinn sé að gera eitthvað. Auðvitað er gott að vera sem mest saman ef maður er ástfangin en ef það er ekki hægt þá lætur maður hlutina ganga ein­ hvern veginn öðruvísi upp.“ Eins og í bíómynd En nú er fjarsambandinu að ljúka og Anna Fríða hlakkar til að fá sinn mann heim. Þá tekur reynd­ ar ekki við prófraun sambúðar því Sverrir flutti eiginlega inn til hennar á fyrsta stefnumótinu. Þau náðu því að búa saman í smá tíma áður en fjarbúðin hófst. „Þetta var bara eins og í bíómynd. Við smull­ um saman á fyrsta deiti. Sátum og töluðum saman til klukkan sex um morguninn.“ Ekkert lífsgæðakapphlaup Eftir að hafa gengið hinn hefð­ bundna menntaveg, farið í menntaskóla og í beinu fram­ haldi í háskólanám nýtur Anna Fríða þess nú að vera bara í vinnu og hafa frelsi til að gera það sem hana langar – þegar hana langar. „Íslendingar eru mjög uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu. Ég tek örugglega þátt í því að einhverju leyti – jafnvel ómeðvitað. En ég reyni að einblína ekki á það. Ég vil bara lifa lífinu fyrir mig. Og ef maður er hamingjusamur þá hlýt­ ur maður að vera að gera eitthvað rétt. Hvort maður er hamingju­ samur með Iittala glas eða Ikea glas, það skiptir engu máli,“ segir Anna Fríða sem telur einnig mik­ ilvægt að hafa trú á sjálfum sér, þora að gera mistök og að hrósa sjálfum sér þegar vel gengur. …viðtal 2 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 Ég fæ stundum að heyra: „Hei, ert þú ekki Dominos stelpan?“ Það er svolítið súrrealískt.“ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Frábært úrval aF sundFötum! Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.