Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 20.05.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 20.05.2016, Qupperneq 54
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@amk.is Skógarjóga eða útijóga geturðu í raun gert hvar sem er. Líka í bland við aðra útivist. Það er frábært til dæmis eftir göngur að taka jógateygjur,“ segir Gyða Þórdís Þórarinsdóttir jógakennari. Hún er með jóga- stúdíó – Shree yoga – í Versölum í Kópavogi, en kennir jafnframt skógarjóga undir berum himni í Gufunesgarði á sumrin. Heilun að hlusta á fuglana Hún segir dásamlegt að stunda jóga úti í náttúrunni, enda nái fólk alltaf betri jarðtengingu utandyra. „Jarðtengingin er það sem við erum að sækjast eftir. Þegar við erum úti þá náum við meiri tengsl- um við náttúruna og okkur sjálf. Það er viss heilun að vera úti og hlusta á fuglasönginn. Veðrið á Ís- landi er auðvitað ekki alltaf upp á sitt besta en ég hef alveg verið með jóga úti þó það sé smá rigningar- rúði. Það er reyndar ekki hægt að vera úti í ausandi rigningu og híf- andi roki,“ segir Gyða og bendir á að í Tælandi og Indlandi, þar sem jóga á uppruna sinn, sé það alltaf stundað úti. Eingöngu sé skýlt fyr- ir sólinni. „Það er líka gott að taka öndunaræfingar úti í náttúrunni og hægt að gera hvar sem er. Þær styrkja líkamann og fyrirbyggja vandamál, bæði líkamleg og and- leg. Þær losa spennu og streitu,“ bætir Gyða við. Kyrrð inni í borginni Skógarjógað hjá Gyðu hefur verið vel sótt og oft koma börnin jafn- vel með foreldrum sínum í tím- ana. „Við erum á fallegum stað í Gufunesgarðinum og þó þetta sé inni í borginni þá náum við að einangra okkur vel frá skarkalan- um og erum í algerri kyrrð. Fólk elskar að liggja í slökun úti í nátt- úrunni. Enda er það alveg dásam- legt. Í náttúrunni nærðu enn meiri tengingu við núið og eininguna og þegar það á sér stað ertu að gera jóga. Að rækta huga, líkama og sál er akkúrat það sem jóga snýst um. Þú færð tækifæri til þess stíga út úr huganum og hverfa inn í sálina,“ út- skýrir Gyða, en upp úr miðjum júní er hún með fasta tíma í Gufunesinu á sunnudagsmorgnum. Aðspurð segir hún jógað vera fyrir alla, byrjendur og lengra komna. „Við förum alltaf rólega af stað en það er hægt að gera meira þegar við erum úti, undirlendið er svo mjúkt. Fólk er tilbúnara að gera jógastöður sem það hefur verið hrætt við að gera, eins og að standa á höndum og fara í höfuð- stöðu. Fólk finnur barnið í sér og slær til.“ Jóga á Menningarnótt Þá hefur Gyða verið með skógar- jóga á Menningarnótt og hefur uppátækið lagst vel í fólk. „Þeir sem stunda jóga reglulega koma með dýnurnar sínar og þetta er skemmtileg viðbót inn í jógaheim- inn sem fer ört stækkandi. Ég hef tímasett jógað eftir hlaupið, þannig hlaupararnir hafa getað tekið þátt,“ segir Gyða og á þar að sjálfsögðu við Reykjavíkurmara- þonið. Töluverðar líkur eru á því að Gyða verði aftur með skógar- jóga á Menningarnótt í ár, en það skýrist betur þegar nær dregur. Heilun Gyða Þórdís segir ákveðna heilun fólgna í því að vera úti í náttúrunni og hlusta á fuglasönginn. Skógarjóga inni í miðri borg Gyða Þórdís stendur fyrir skógarjóga í Grafarvogi á sunnudagsmorgnum í sumar. Hún segir fólk ná miklu meiri jarðtengingu utandyra og sé mun tilbúnara að gera erfiðar jógaæfingar. Gönguhópur fyrir fólk sem kýs léttari göngur Sigrún Ólafsdóttir stofnaði gönguhópinn Léttu skrefin Sigrún Ólafsdóttir kennari stofnaði nýlega gönguhópinn Léttu Skrefin, sem er hópur fyrir fólk sem kýs að fara léttari göngur í styttri kantin- um og fólk sem vill ná upp þoli fyr- ir lengri göngur. „Margar göngur eru miðaðar við fólk sem á ekki við nein líkamleg vandamál að stríða og mér fannst vanta hóp fyrir fólk, til dæmis í ofþyngd, með astma eða annað sem gerir það að verkum að það treystir sér ekki í langar göngur eða þarf að ná upp þoli fyrir þær,“ segir Sigrún. Að sögn Sigrúnar hefur hópur- inn fengið mikil og góð viðbrögð. „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og það hefur verið vel mætt. Margir hafa einmitt haft orð á því hvað það sé svekkjandi að fara í göngur og ná ekki að halda í við gönguhópinn. Þannig að það hentar fólki vel að byrja að ganga með okkur áður en það leggur upp í lengri og erfiðari göngur.“ Léttu skrefin fara ekki lengra en fimm kílómetra í senn. „Ég reyni að skipuleggja göngur sem eru ekki lengri en 5 kílómetrar og reyni að hafa þær sem mest á jafnsléttu. Það þarf engan sérstakan búnað til þess að ganga með okkur, en ég mæli með gönguskóm í léttari kantin- um.“ Allar göngur sem Léttu skrefin fara í eru auglýstar í gönguklúbbn- um Vesen og vergangur sem hægt er að finna á Facebook. Næsta ganga verður í kringum Tjörnina þann 23. maí og er mæting klukkan 16.45 við innganginn á Ráðhúsinu. Góð byrjun Sigrún Ólafsdóttir, kennari og stofnandi Léttu skrefanna. Vikulegar göngur hjá Heilsuborg Gengið alla þriðjudaga klukkan 17 Mörg freistandi fjöll eru á döfinni í sumar hjá gönguhópi Heilsu- borgar. Fyrsta gangan var síð- asta þriðjudag en þá var gengið á Úlfarsfell. Gengið verður undir leiðsögn þjálfara Heilsuborgar alla þriðjudaga í sumar klukkan 17 og verður hver ganga auglýst sérstak- lega á Facebooksíðu Heilsuborgar. Fyrirhugaðar göngur í sumar: 24. maí Reykjafell í Mosfellsbæ 31. maí Haukafjöll og Tröllafoss 7. júní Helgafell í Hafnarfirði 14. júní Búrfellsgjá 21. júní Hengilssvæðið 28. júní Esjan 5. júlí Húsfell 12. júlí Helgafell í Mosfellsbæ 19. júlí Hafrafell við Hafravatn 26. júlí Lyklafell 2. ágúst Úlfarsfell (frá gróðrarstöð) 9. ágúst Vífilfell 16. ágúst Mosfell í Mosfellsdal 23. ágúst Akrafjall Sumarið er tíminn Gönguhópur Heilsuborgar gekk á Úlfarsfellið á þriðjudag. …útivist 10 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 Síðumúla 6, 108 Reykjavík | 560 4000 | Opið alla virka daga frá 10:00-18:00 | sibs.is/verslun | Finndu okkur á fb VERSLUN Fusion sokkar 3140.- Tvöföldu æfingar- og göngusokkarnir frá 1000 Mile koma í veg fyrir blöðrumyndun. Sokkarnir eru unnir úr hágæða efnum og hvort sem þú ert að leita af rakadrægum íþróttasokkum, ullarsokkum eða göngusokkum, þá finnur þú þá hjá okkur. Ultimate Trainer sokkar 2020.- Fusion göngusokkar 4310.- Approach göngusokkar 3530.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.