Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 1

Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 1
Ferðamálaskóli Íslands útskrifaði á dögunum hóp Kínverja úr leiðsögunámi í nýstofnaðri Kínadeild skólans. Forsprakki hópsins hafði áður leitað til tveggja skóla eftir prófskírteini í leiðsögn án þess að vilja stunda hefðbundið nám. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Tvær kínverskar konur voru á höttunum eftir prófskírteini fyrir leiðsögumenn með sem minnstri fyrirhöfn. Þær áttu frumkvæði að skólasókn Kínverjanna í Ferða- málaskólann. Hver nemandi greiddi um 380 þúsund fyrir sex mánaða nám í Ferðamálaskólan- um. Ein kona borgaði fyrir að mæta aðeins í lokaferðina og fá útskriftar- skírteini fyrir. Samkvæmt heimildum mætti að- eins helmingur nemenda í tímana en allir fengu að útskrifast. Fréttatíminn hefur ítrekað reynt að ná tali af Friðjóni Sæmundssyni, skólastjóra Ferðamálaskólans, en án árangurs. Á Facebook-síðu skólans er mynd af hópnum og fullyrt að nemend- urnir tali allir íslensku, ensku og kínversku. „Það er kannski eitthvað missagt í því, í hópnum voru bæði þriðja kynslóð Kínverja á Íslandi og aðrir sem hafa verið hér stutt og tala eingöngu kínversku,“ seg- ir Steingrímur Þorbjarnarson sem kenndi námið á kínversku. Í hópnum voru mjög óánægðir nemendur sem pirruðu sig á því hve illa hinir nemendurnir mættu og hve lítið þeir lögðu á sig. Þessir óánægðu nemendur tóku að sér að merkja fjarverandi nemendur sem viðstadda í kladda kennarans. Málið má rekja til þess að kín- versk kona, sem er búsett á Íslandi, leitaði til Endurmenntunar Háskóla Íslands og óskaði eftir að fá stutt námskeið í leiðsögn sem veitti próf- skírteini sem sýndi fram á að hún væri lærður leiðsögumaður. Þegar henni var tjáð að boð- ið væri upp á þriggja anna nám í leiðsögn þar sem gerð eru inn- tökuskilyrði og krafa um tungu- málakunáttu, stúdentspróf í jarð- fræði og fleira, sagðist hún ekki vera að leita eftir slíku námi. Hún vildi aðeins stutt námskeið og sagði að mögulega væru fleiri Kínverjar með áhuga á slíku. Endurmenntun varð ekki við óskum konunnar. Því næst leitaði hún og önnur kona til Leiðsöguskóla Mennta- skólans í Kópavogi, með það fyrir augum að verða sér út um prófskír- teini án þess að fara hefðbundna námsleið. Á báðum stöðum blöskr- aði starfsfólki skólanna erindið og var ákveðið að sérsmíða ekki nám- skeið fyrir konurnar. Því næst fóru þær í Ferðamálaskóla Íslands, það- an sem þær útskrifuðust á dögun- um úr Kínadeildinni. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 28. tölublað 7. árgangur Föstudagur 10.06.2016 Dýrar fiðlur og djarfur flótti Fiðlusnillingurinn Mulova í viðtali Róðrarbretti Enn eitt sem þú átt eftir reyna Aukablað um EM 2016 EM 2016 ... leikirnir ... leikmennirnir ... liðin Veislan hefst í dag EM að byrja og Ísland er með Mynd | Hari KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðiliDJI vörurnar fást í iStore Inspire 1 v2.0 Phantom 4 á tilboði! 379.990kr (verð áður 489.990) verð 249.990kr verð frá 98.990kr Phantom 3 46 36 30 Von er á 90 þúsund kínverskum ferðamönnum til landsins á árinu. Útskriftarhópur kínverskra nemenda úr Ferðamálaskólanum. Mynd | Getty Images Hvað máttu heita og hvað ekki? Víða reglur til að halda fólki á mottunni 26 Sjá fréttaskýringu Ferðamálaskóli Íslands gagnrýndur 8 Sumar og sólgleraugu Tískan á bensín- stöðvunum Er hægt að lifa án bíls? Fjölskyldur án fjölskyldu- bílsins 32 Vildu próf án skólagöngu ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 8,2X4,7CM.indd 1 2.6.2016 13:09:08

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.