Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 1
Ferðamálaskóli Íslands útskrifaði á dögunum hóp Kínverja úr leiðsögunámi í nýstofnaðri Kínadeild skólans. Forsprakki hópsins hafði áður leitað til tveggja skóla eftir prófskírteini í leiðsögn án þess að vilja stunda hefðbundið nám. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Tvær kínverskar konur voru á höttunum eftir prófskírteini fyrir leiðsögumenn með sem minnstri fyrirhöfn. Þær áttu frumkvæði að skólasókn Kínverjanna í Ferða- málaskólann. Hver nemandi greiddi um 380 þúsund fyrir sex mánaða nám í Ferðamálaskólan- um. Ein kona borgaði fyrir að mæta aðeins í lokaferðina og fá útskriftar- skírteini fyrir. Samkvæmt heimildum mætti að- eins helmingur nemenda í tímana en allir fengu að útskrifast. Fréttatíminn hefur ítrekað reynt að ná tali af Friðjóni Sæmundssyni, skólastjóra Ferðamálaskólans, en án árangurs. Á Facebook-síðu skólans er mynd af hópnum og fullyrt að nemend- urnir tali allir íslensku, ensku og kínversku. „Það er kannski eitthvað missagt í því, í hópnum voru bæði þriðja kynslóð Kínverja á Íslandi og aðrir sem hafa verið hér stutt og tala eingöngu kínversku,“ seg- ir Steingrímur Þorbjarnarson sem kenndi námið á kínversku. Í hópnum voru mjög óánægðir nemendur sem pirruðu sig á því hve illa hinir nemendurnir mættu og hve lítið þeir lögðu á sig. Þessir óánægðu nemendur tóku að sér að merkja fjarverandi nemendur sem viðstadda í kladda kennarans. Málið má rekja til þess að kín- versk kona, sem er búsett á Íslandi, leitaði til Endurmenntunar Háskóla Íslands og óskaði eftir að fá stutt námskeið í leiðsögn sem veitti próf- skírteini sem sýndi fram á að hún væri lærður leiðsögumaður. Þegar henni var tjáð að boð- ið væri upp á þriggja anna nám í leiðsögn þar sem gerð eru inn- tökuskilyrði og krafa um tungu- málakunáttu, stúdentspróf í jarð- fræði og fleira, sagðist hún ekki vera að leita eftir slíku námi. Hún vildi aðeins stutt námskeið og sagði að mögulega væru fleiri Kínverjar með áhuga á slíku. Endurmenntun varð ekki við óskum konunnar. Því næst leitaði hún og önnur kona til Leiðsöguskóla Mennta- skólans í Kópavogi, með það fyrir augum að verða sér út um prófskír- teini án þess að fara hefðbundna námsleið. Á báðum stöðum blöskr- aði starfsfólki skólanna erindið og var ákveðið að sérsmíða ekki nám- skeið fyrir konurnar. Því næst fóru þær í Ferðamálaskóla Íslands, það- an sem þær útskrifuðust á dögun- um úr Kínadeildinni. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 28. tölublað 7. árgangur Föstudagur 10.06.2016 Dýrar fiðlur og djarfur flótti Fiðlusnillingurinn Mulova í viðtali Róðrarbretti Enn eitt sem þú átt eftir reyna Aukablað um EM 2016 EM 2016 ... leikirnir ... leikmennirnir ... liðin Veislan hefst í dag EM að byrja og Ísland er með Mynd | Hari KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðiliDJI vörurnar fást í iStore Inspire 1 v2.0 Phantom 4 á tilboði! 379.990kr (verð áður 489.990) verð 249.990kr verð frá 98.990kr Phantom 3 46 36 30 Von er á 90 þúsund kínverskum ferðamönnum til landsins á árinu. Útskriftarhópur kínverskra nemenda úr Ferðamálaskólanum. Mynd | Getty Images Hvað máttu heita og hvað ekki? Víða reglur til að halda fólki á mottunni 26 Sjá fréttaskýringu Ferðamálaskóli Íslands gagnrýndur 8 Sumar og sólgleraugu Tískan á bensín- stöðvunum Er hægt að lifa án bíls? Fjölskyldur án fjölskyldu- bílsins 32 Vildu próf án skólagöngu ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 8,2X4,7CM.indd 1 2.6.2016 13:09:08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.