Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 6
Verkalýðsmál Sjálfboða-
liðasíðan WorkAway veldur
miklum usla í ferðaþjónust-
unni. Fjölmörg fyrirtæki
hafa fengið til sín sjálfboða-
liða en verkalýðsfélögin
segja að þetta eyðileggi
vinnumarkaðinn í ferða-
þjónustu og haldi laununum
niðri.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Upp úr sauð þegar eftirlitsmenn
verkalýðsfélagsins Matvís og Ein-
ingar Iðju mættu ásamt lögreglu í
eftirlitsferð í ferðaþjónustufyrirtæk-
ið Skjaldarvík við Eyjafjörð á þriðju-
dag. Eigandi bannaði þeim að ræða
við starfsfólkið og sparkaði í veggi
og gólf.
Þrettán sjálfboðaliðar eru við
störf í Skjaldarvík sem rekur
bændagistingu, hestaleigu og mat-
sölustað. Nemarnir eru ungir að
árum og ekki í neinu viðurkenndu
starfsnámi þrátt fyrir yfirlýsingar
eigenda um það. „Þau segjast út-
skrifa starfsfólkið með diplómu
en sú gráða hefur enga þýðingu.
Krakkarnir ganga í öll störf og eru
meðal annars í eldhúsinu þar sem
er enginn faglærður aðili og það er
skýrt brot á iðnaðarlögum,“ segir
Óskar Gunnarsson, varaformaður
Matvís.
Eigandi Skjaldarvíkur gekkst síð-
an inn á að þeir gætu hitt starfsfólk-
ið daginn eftir og baðst afsökunar
á framkomu sinni. Allt hafði fólkið
verið að svara auglýsingu í gegnum
sjálfboðasíðuna WorkAway, tvær
starfsstúlkur höfðu verið launalaus-
ar í sjálfboðavinnu marga mánuði.
„Það liggur alveg ljóst fyrir að þau
hafa ekkert leyfi til að útskrifa nem-
endur,“ segir Óskar Gunnarsson.
Félögin vilja að ferðaþjónustu-
fyrirækinu Skjaldarvík verði lokað
enda brjóti fyrirtækið lög og láti
ekki segjast við ítrekuð tilmæli.
„Almennt er þessi síða mjög mik-
ið vandamál, ferðamenn nota þetta
mikið til að komast til landsins,“
segir Vilhelm Adolfsson hjá Einingu
Iðju á Akureyri. „Fyrir krökkunum
er þetta ævintýri en þetta eyði-
leggur vinnumarkaðinn í kringum
ferðaþjónustuna og heldur niðri
launum og bitnar á fagmennsk-
unni. Þetta er bara byrjunin og það
er erfitt að bregðast við þessu. Ef við
lokum síðunni, kemur önnur upp.
Það er mín skoðun að það þurfi að
beita viðurlögum mjög hratt til að
kveða þetta niður.“
Nám Seinustu skólaslit rektors MR
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Ég fer ekki í launkofa með að það eru mér
mikil vonbrigði hvernig skólakerfið er að
verða eftir breytingarnar,“ segir Yngvi Péturs-
son, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hann
hyggst láta af störfum síðar á þessu ári en það
tilkynnti hann á seinustu skólaslitum skólans
í maí síðastliðinn. Með haustinu verður farið
af stað með þriggja ára nám til stúdentsprófs en hann
var mjög ósáttur við breytinguna.
Aðspurður um hvort tilkynning hans um starfslok
sé vegna óánægju segist Yngvi hafa reynt að berjast
fyrir því að nám nemenda verði ekki stytt. „Ég var með
ákveðna tillögu að lausn sem ekki fékk brautargengi.
Hins vegar er ég líka kominn á aldur og það er líka
skýringin á því hver staðan er.“
Hafðirðu hugsað þér að hætta áður en breytingin lá
fyrir?
„Það má segja að þessi niðurstaða hafi hjálpað við þá
ákvörðun. Ef ég hefði fengið samþykkt að fara þá leið
sem við óskuðum eftir, fá nemendur fyrr, hefði staðan
kannski verið önnur,“ segir Yngvi og bætir
við að samstarfsfólk hans í skólanum hafi allt
reynt að berjast fyrir þessu, samtaka og sam-
stíga. „Við höfum mörg áhyggjur af því hvern-
ig undirbúningi nemenda verður háttað í
framtíðinni, bæði hvaða möguleika þau koma
til að með að hafa gagnvart námi erlendis og
síðan því námi sem tekur við.“
En mun takast að stytta námið úr fjórum
árum í þrjú?
„Við reynum auðvitað að gera okkar besta,
minnkum námsefnið sem skerðist, heilt ár fer í burtu,
og hluti af námsefninu sem áður var kennt í fram-
haldsskólum færist niður í grunnskóla,“ segir Yngvi.
Hann segir breytingarnar horfa misjafnlega við eftir
því hvort um áfanga- eða bekkjarkerfi sé að ræða. „Í
bekkjarkerfi er námið skipulagt á ársgrundvelli en þar
sem áfangabasis er í áfangakerfinu þýðir það að þar er
sveigjanleikinn meiri en í bekkjarkerfinu.“
Yngvi hefur verið rektor Menntaskólans í Reykjavík í
15 ár og þykir mörgum samstarfsmanninum það miður
að skólaslitin í maí hafi verið hans síðustu.
„Ég hef fengið mjög sterk viðbrögð frá samstarfsfólki
mínu sem ég er afar þakklátur fyrir,“ segir hanni.
Yngvi Pétursson,
rektor MR, lætur
af störfum síðar á
árinu.
Sjálfboðaliðasíðan
Workaway
Fréttatíminn greindi frá því
í byrjun janúar að von væri
á hundruðum sjálfboðaliða
til að starfa í ferðaþjónustu
á Íslandi. Fjölmargir hefðu
auglýst eftir slíku vinnuafli á
síðunni Workaway.
Meðal þeirra sem auglýstu
eftir sjálfboðaliðum til starfa
voru sveitabýli og hrein og
klár atvinnufyrirtæki. Óskað
var eftir barnagæslu, aðstoð
við jarðarberjarækt, aðstoð
á hestaleigu, bóksölu og ein
hjón voru að gera upp hús
sem þau festu kaup á og vildu
fá aðstoð.
Samfélagsmál Starfsfólk
Bernhöftsbakarís hefur
fundið fyrir miklum stuðn-
ingi undanfarið. Meðal
annars fékk starfsfólk bak-
arísins blóm frá viðskipta-
vinum.
„Það hafa tvö bakarí hringt og boð-
ið mér að sameinast sér,“ segir Sig-
urður Már Guðjónsson, bakari og
eigandi Bernhöftsbakarís, en Hæsti-
réttur Íslands samþykkti kröfu
eignarhaldsfélagsins B13 að bera
starfsemina út úr húsnæði sínu við
Bergstaðastræti í miðborg Reykja-
víkur í lok síðustu viku. Sigurður
Már hefur ekki fengið formlega út-
burðartilkynningu frá Sýslumann-
inum í Reykjavík og því leitar hann
að nýju húsnæði samhliða því sem
hann selur rjúkandi bakkelsi.
Sigurður Már segist hafa fund-
ið fyrir gífurlegum stuðningi eftir
að fréttir voru sagðar af útburðar-
beiðni B13. Bernhöftsbakarí hef-
ur verið við Bergstaðastræti frá
1982 en fyrirtækið hefur verið í
miðborginni í rúma öld. Það er
því ljóst að fyrirtækið á sinn stað í
Óánægður með að nám sé stytt
Sigurður Már
Guðjónsson
leitar að nýju
húsnæði, helst í
miðborginni.
Tveir vilja sameinast
heimilislausum bakara Mynd | Rut
Vilja láta loka ferðaþjónustufyrirtæki sem reiðir sig á sjálfboðaliða
Þrettán sjálfboðaliðar
við störf á Skjaldarvík
Skjaldarvík við Eyjafjörð.
hjörtum borgarbúa. „Hingað hefur
komið mikið af fólki síðustu daga
og meðal annars færðu viðskipta-
vinir starfsfólki okkar blóm,“ seg-
ir Sigurður Már sem finnur fyrir
miklum stuðningi frá almenningi í
málinu auk þess sem tvö fyrirtæki
vilja sameinast bakaríinu.„Hingað
komu líka prestur og nunnur auk
þess sem listaelítan hefur komið við
og sýnt okkur stuðning,“ segir Sig-
urður Már.
Hann segir að viðskiptavinir
hafi einnig sent borgarstjóranum,
Degi B. Eggertssyni, og formanni
skipulagsráðs, Hjálmari Sveinssyni,
skilaboð þar sem þeir lýsa yfir óá-
nægju með þessa þróun. „Fólk er
aðallega áhyggjufullt yfir því hvert
borgin stefnir. Það er hrunlykt í loft-
inu,“ segir Sigurður Már sem vonast
til þess að einhver sanngjarn leig-
usali bjóði honum húsnæði í mið-
bænum á sanngjörnu verði. Spurð-
ur hvort hann sjái fyrir sér að fara
út fyrir miðborgina tekur hann al-
farið fyrir það; „Við höfum verið í
miðbænum í hátt í 200 ár. Við vilj-
um vera hér áfram,“ segir Sigurð-
ur Már.
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
www.husgagnahollin.is
558 1100
EM-TILBOÐ
AFSLÁTTUR
20%
EM-TILBOÐ
UMBRIA
Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Grátt
eða dökkgrátt áklæði. Stærð: 330 × 265 × 78 cm.
Aukahlutur á mynd: Hnakkapúði.
335.990 kr.
419.990 kr.
Þú finnur nýja EM-tilboðsbæklinginn
á www.husgagnahollin.is
EM-STÓLLINN FRÁ
ADAM
Stílhreinn La-Z-Boy
hægindastóll.
Fáanlegur í leðri og áklæði.
Leðurútgáfan fáanleg bæði
rafdrifin og án rafmagns.
Stærð: B: 82 × D: 98 × H: 104 cm
ADAM Í ÁKLÆÐI
97.990 kr.
139.990 kr.
ADAM í leðri
132.990 kr.
189.990 kr.
ADAM rafdrifinn í leðri
216.990 kr.
309.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%
EM-TILBOÐ
Hafðu það smart ...
… með smávöru úr Höllinni
NÚ ER VEISLA
Í HÖLLINNI