Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 10.06.2016, Page 12

Fréttatíminn - 10.06.2016, Page 12
Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun Nú er tækifærið til að skila inn betri tillögum Rússíbana á Klambratún! H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Núna getur þú komið þinni hugmynd á framfæri, hvort sem hún er raunhæf eða ekki. Sendu inn tillögu á betrireykjavik.is fyrir 15. júní. að þessu of seint. Þeir hafa ekki einu sinni möguleika á að bæta við sig námi í öðrum skólum því það er ómögulegt að meta námið sem þau hafa stundað. Þetta fólk hef- ur fjárfest bæði tíma og peninga í námi þarna,“ segir Kristín Jónsdótt- ir Njarðvík, endurmenntunarstjóri Háskóla Íslands. Ekkert „Leiðsögufélag“ til Í auglýsingum frá Ferðamálaskóla Íslands, sem birst hafa í blöðunum, segir að nemendur geti „að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögu- félaginu“. Eftir því sem Fréttatím- inn kemst næst er ekkert félag er til sem heitir Leiðsögufélagið, en Fé- lag leiðsögumanna, sem hefur ver- ið starfrækt síðan 1972, veitir nem- endum skólans ekki aðild. Allir geta hinsvegar fengið aðild að stéttarfé- lagi leiðsögumanna. Þá er sagt að námið sé viðurkennt. Bjuggu til sín eigin barmmerki Félagsmenn í Félagi leiðsögumanna hafa áratugum saman borið gyllta brjóstnælu sem á stendur Tourist Guide. Samkvæmt reglum félagsins mega eingöngu fyrirtæki með full- gilda fagmenntaða leiðsögumenn, í störfum sem snúa að leiðsögn, sækja um leyfi til að nota merkið. Ferðamálaskóli Íslands hóf nýlega sölu á nýjum leiðsögumannaskildi, sem framleiddur var í Kína og líkist barmmerki Félags leiðsögumanna. Leiðsögumannaskjöldurinn, eins og nælan er kölluð, kostar 3500 krónur. Barmmerkið fæst einnig á Facebook-síðunni „Leiðsögu- mannaskjöldurinn“. Þar er söluað- ilinn Sigurður Benediktsson sem eingöngu tekur við reiðufé. Tekið er fram að leiðsögumannaskjöldur- inn sé fyrir alla þá sem hafa klárað diplóma leiðsögunám á Íslandi. „Við viljum ekki lækka menntunarkröfur sem gerðar eru leiðsögu- manna, kröfur um tungu- málakunnáttu, öryggi farþega og umgengni við náttúruna,“ Vilborg Anna Björnsdóttir, starfandi formaður Félags leiðsögumanna. „Ég hef þá kallað eftir áfangalýsingum og gögnum um það nám sem nemendurnir luku í Ferðamálaskóla Íslands, en það virðist ekki vera hægt að nálgast slíkar upplýsingar,“ Kristín Hrönn Þráinsdóttir hjá Leiðsöguskólanum í Kópavogi. Hjálmtýr Heiðdal, kvikmynda- gerðarmaður og fyrrum nem- andi skólans, kannast ekki við vandamálið. „Ég var vel upp- lýstur um það í upphafi náms að það veitti mér ekki aðild að Félagi leiðsögumanna. Leið- sögumaður er ekki lögbundið starfsheiti og þess vegna eru réttindamálin varðandi félagið ekki stórt atriði fyrir mig. Ég kannast ekki við að fólkið í hópnum með mér hafi fengið rangar upplýsingar um námið. Ég var ágætlega sáttur við skól- ann þó mér hafi orðið ljóst að námið væri þyngra, til dæmis í Menntaskólanum í Kópavogi.“ Hjálmtýr Heiðdal, fyrrum nem- andi við Ferðamálaskóla Íslands. Sáttur við skólann Auglýsing Ferðamálaskóla Íslands Í auglýsingum frá Ferðamála- skóla Íslands, sem birst hafa í blöðunum, segir að nemend- ur geti „að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu“. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er ekkert félag er til sem heitir Leiðsögufélagið, en Félag leiðsögumanna, sem hefur verið starfrækt síðan 1972, veitir nem- endum skólans ekki aðild. 12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.