Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 16
Í fótsporum formóðir sinnar Natalie Guttormsson er Vestur- -Íslendingur frá Ontaríó og er ein þeirra sem rekur ættir sínar til Frið- riku. En hvernig komst hún fyrst að tengslum hennar við Danaprins? „Ég heyrði fyrst um Friðriku Björnsdóttir árið 2014 þegar ég var í Snorra prógramminu, sem býður Vestur-Íslendingum að eyða sumrinu á Íslandi og Íslendingum að eyða sumrinu í Kanada. Hún er langa-langa-langamma mín. Ég vissi ekki mikið um hana, aðeins nokkr- ar línur frá manntali sem sögðu að hún bjó á Reyðarfirði og Eskifirði, hvenær hún fæddist og lést og hverjir foreldrar hennar voru.“ Natalie kom aftur til Íslands ári síðar, vann á Vesturfarasetrinu á Hófsósi og stundaði ættfræðirann- sóknir. En hvers vegna er þessi mikli áhugi á Friðriku núna, með áformum um að byggja minn- isvarða? „Minnisvarðinn hefur verið í vinnslu í sex ár, en fjölskyldumeð- limir eru dreifðir um allt land og miklar fjarlægðir á milli, því hefur þetta tekið tíma. Sumir hafa einnig efast um sannleiksgildi sögunnar. Ólafur Snóksdalín hélt þessu fyrst fram fyrir 200 árum, en þangað til ég fór á Þjóðarbókhlöðuna í fyrra hafði enginn úr ættinni séð heim- ildirnar með eigin augum og sumir héldu að þetta væri bara raup- saga.“ Natalie sér um fréttabréf Vestur- -Íslendingafélagsins í Tórontó, en er nú flutt til Saskatechewan þar sem hún hyggst ganga í Vatna- byggð (Quill Lakes) Íslendinga- klúbbinn. „Flestir Vestur-Íslendingar eru stoltir af arfleifð sinni, sem birtist í því að vera hrifnir af öllu sem tengist víkingum eða að hlusta á Of Monsters and Men. En mér finnst áhugaverðast að finna óþekktar sögur venjulegs fólks. Íslendingarn- ir hér tóku upp nafnakerfi Kanada með eftirnöfnum, þannig að ef hin íslenska arfleifð kom í gegnum móðurættina glataðist nafnið. En það að þekkja arfleifð okkar tengir Vestur-Íslendinga saman og hjálpar okkur einnig að skilja samfélagið í kringum okkur. Við erum til dæm- is með vefsíðu, Tindra Tales, sem reynir að tengja saman alla afkom- endur Friðriku.“ Danakonungir átti launson sem flutti á Reyðarfjörð. Þannig hljómar saga sem hefur náð alla leið til Kanada, en margir þar telja sig af kónginum komn- ir í gegnum Friðriku nokkra Björnsdóttir. Friðrika var meðal fyrstu Íslendinga sem fluttust til Kanada árið 1876 ásamt eigin- manni sínum, Pétri Árnasyni, og lentu meðal annars í bólusótt í Sandy Bar sem drap öll þrjú börn þeirra. Þau fluttu loks á Árskóg (nefndan eftir Árskógsströnd í Eyjafirði) og eignuðust þar fimm börn. En hvað er hæft í því að hún hafi verið af dönskum kon- ungaættum? Friðrik VI. var síðasti konungur Danmerkur til að hafa opinbera ástkonu, auk eiginkonu. Ástkon- an, Bente Rafsted, fékk titil og höll, en mætti ekki sömu virðingu og ástkonur höfðu þangað til gert og siðurinn lagðist brátt af. Móðir Friðriks hafði sjálf átt ástmann, en faðirinn var hinn geðveiki Kristján 7. Ástmaðurinn var líflæknirinn Johann Struensee, sem réði ríkinu í raun sökum veikinda konungs. Struensee afnam dauðarefsingar og ritskoðun en var einnig með frumlegar uppeldishugmynd- ir. Kuldi þótti mannbætandi og var prinsinn látinn ganga um Natalie Guttormsson. Einn afkomandi Friðriku, sem hefur dvalið við ætt- fræðirannsóknir á Íslandi. Launsonur kóngsins og ættfaðir Vestur- Íslendinga Þrátt fyrir að hafa verið látin í 132 ár nýtur Friðrika Björnsdóttir nú mikillar hylli í Íslendingabyggðum Kanada. Vefsíður hafa verið stofnaðar henni til heiðurs, heimildamynd er í vinnslu og brátt verður minnisvarði afhjúpaður í Árskóg í Man- itoba fylki. Ástæðan er sú að hún er talinn kominn af Friðriki 6. Danakonung, sem átti að öllum líkindum laun- son sem fluttist til Reyðar- fjarðar og þaðan kvíslaðist ættin til Kanada. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is berfættur á veturna þar til hann fékk frosthnúta í fæturna. Sá orðrómur komst á kreik að reynt væri að drepa prinsinn svo að syst- ir hans, feðruð af Struensee sjálf- um, tæki við. Prinsinn lifði þó til að vera krýndur Friðrik árið 1808, þegar Dan-ir voru komnir á kaf í Napóleonsstríðin við hlið Frakka, sem átti eft-ir að leiða Jörund hunda- dagakonung til Íslands ári síðar. Meðal afreka Friðriks var að byggja Thorvaldsensafnið, fyrsta safn Danmerkur, til að hýsa verk hins hálf-íslenska myndhöggvara. Og líklega barnaði hann konu að nafni Soffía María þegar hann var 25 ára gamall og ekki enn orðinn kóngur. Lítið er vitað um Soffíu, en sá orðrómur komst brátt á kreik að hún hefði átt barn með prinsin- um. Hún sagði sjálf: „Það er ekkert skítti sem ég átti hann Samúel með,“ en Samúel þessi fæddist árið 1793 og var vissulega Frið- riksson. Og svo undarlega vill til að hann var alinn upp á kostnað krúnunnar. Samúel varð síðar smiður og flutti á Austfirði, þar sem hann giftist Jórunni Tómasdóttir. Þau eignuðust dótturina Lovísu, sem giftist Birni Jónssyni. Hjónin komu sér fyrir á Seljarteigshjáleigu á Reyðarfirði, þar sem þau áttu Frið- riku Björnsdóttir. Friðrika flutti svo til Kanada og bar þar beinin árið 1884. Vestur-Íslendingar hafa undanfarið sýnt Friðriku æ meiri áhuga. Þegar hún lést var kirkjugarður-inn fullur og hún því grafin á bóndabýlinu í Árskógi. Er ekkert sem merk- ir gröf hennar nema grindverk í niðurníðslu. Úr því hyggst hópur sem nefnir sig „Friðrika: The Royal Daugher Memorial Project“ bæta, og er ætlunin að reisa minnisvarða á gröfinni í sumar. Vestur-íslenska kvikmynda- gerðarkonan Angela Chalmers er að gera um hana heimildarmynd og Friðrika er komin með sína eig- in facebook-síðu, þar sem hún birt- ir meðal annars myndir af börnum sínum sem nú eru öll löngu látin, eins og hún sjálf, en Salín Gutt- ormsson stendur fyrir síðunni. Þá hefur verið gert ættartré og telja frændur okkar vestra að allir sem bera ættarnöfnin Magnússon, Guttormsson, Vídalín eða Jónsson eigi góða möguleika á að vera af kóngafólki komnir. Það er víst ekki bara hér á landi sem Íslendingum, sem hröktust frá heimahögunum, er mikið í mun að sýna fram á að þeir eigi ættir að rekja til kónga- fólks. Friðrik 6. Síðasti kóngur Danmerkur og Noregs og jafnframt sá síðasti til að eiga opinbera ástkonu. Friðrika Björnsson. Meðal þeirra fyrstu sem fluttu vestur um haf, en var hún af dönsku kóngafólki komin? 16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15 VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENNT VIÐHALD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.