Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 22

Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 22
Síðasta sumar var eitt það erfiðasta í klósettsögu þjóðarinnar. Ferða- menn gengu örna sinna í þjóðar- grafreitum jafnt sem í bakgörðum íbúðarhúsa, enda engin aðstaða í boði til að tefla við páfann í ró og næði. Nú stefnir í að önnur eins hol- skefla gangi yfir landið, en erum við nokkuð betur undirbúin en í fyrra? „Það vilja allir salernisaðstöðu og það eru allir sammála um að hana vanti, en það er mjög dýrt að koma henni upp og ekki síst að reka hana,“ segir Snævarr Örn Georgsson, verk- fræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem hefur gert tvær skýrsl- ur um klósett sem birtust í síðasta mánuði og von er á fleirum. „Allir aðilar vita hvað þetta kostar og því eru þeir tregir við að bjóða sig fram, því enginn fær neitt til baka með beinum hætti.“ Verkfræðingar eru þó ekki þeir einu sem fylgjast vel með salernis- þörfum þjóðarinnar þessa dagana. Anna Lilja Torfadóttir, leiðsögumaður og meistaranemi í upplýsingafræði, heldur úti heimasíðunni „Mér er mál að pissa: Klósettaðstaða á Ís- landi,“ þar sem finna má yfirlit yfir aðstöðuna víða um land. „Hugmyndin var að fólk gæti flett þessu upp, og það hefur verið talað um að gera app,“ segir Anna Lilja. „Það er ekki lengur hægt að treysta á bensínstöðvarnar, það verður að vera hægt að stoppa utan opnunar- tíma. Ég held að ástandið hafi ekki mikið batnað síðan í fyrra.“ Alþjóðlegi klósettdagurinn Anna hefur þó lært eitt og annað af rannsóknum sínum. „Mér fannst áhugavert að komast að því að al- þjóðlegi klósettdagurinn er til, og Fortíð og framtíð klósetta Allir vilja klósett en enginn vill borga fyrir þau. Bara pappírinn kostar margar milljónir á ári. Gæti úrgang- ur manna og dýra orðið að bensíni framtíðarinnar? 150 ára saga klósettsins á Íslandi. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is að það eru fleiri í heiminum sem hafa aðgang að farsímum en viðun- andi salernisaðstöðu. Það er aldrei að vita hvort maður haldi daginn hátíðlegan í haust, þetta er bara eitthvað sem þarf að vera í lagi.“ Klósettdagurinn hefur verið gerð- ur opinber af Sameinuðu þjóðun- um og er haldin hátíðlegur þann 19. nóvember ár hvert, en þann dag voru samtökin „World Toilet Org- anization“ stofnuð árið 2001. Berj- ast þau fyrir jöfnu aðgengi að sal- ernum og hreinlæti þeim tengdum, en um 2.4 milljarðar manna í heim- inum í dag eru án þessarar grunn- þjónustu. Fleiri fræðimenn hafa sýnt mál- efninu áhuga. Walter Hjaltested hjá PK arkitektum skrifaði BA ritgerð sem heitir því einfalda nafni „Kló- sett“ þar sem hann fer yfir sögu fyr- irbærisins. Fornar menningarþjóðir, á borð við Forn-Egypta, Rómverja og Indusmenn, bjuggu yfir holræsa- kerfum, en vatnsklósettið var ekki fundið upp fyrr en árið 1596 af Englendingnum John Harington. Var það aðeins framleitt í tveim eintökum og Elísabet I. Englands- drottning var ein fyrsta manneskja sögunnar til að pissa í vatnsklósett. Uppfinningin nefndist „water clos- et“ og enn eru klósett þar í landi merkt „W.C.,“ en íslenska orðið „klósett“ er dregið af því í gegnum dönsku. Klósettið kemur til Íslands Það var fyrst á 19. öld sem klósettið fór að þróast í það horf sem við þekkjum í dag. Skálin varð gerð úr postulíni, skólprör úr steyptu járni voru lögð og vatnslás kom í veg fyr- ir að óþefur bærist upp úr þeim. Í fyrsta sinn var hægt að hafa salern- in innandyra. Fáar fornleifaheimildir hafa fundist um klósettnotkun Ís- lendinga fyrr á öldum. Er almennt talið að menn hafi gert þarfir sínar í náttúrunni eða í gripahúsum, og jafnvel að kolla hafi verið sett upp undir stólsetu þar. Útikamarinn varð ekki algengur fyrr en á seinni hluta 19. aldar, á sama tíma og kló- settmálin í Evrópu voru að komast í nútímalegt horf. „Í byrjun 20. aldar var byrjað að leiða vatn inn í hús og þá var hægt að hafa salerni innandyra. Fram að því varð að pissa í skál eða úti fjósi,“ segir Walter. Klósettvenjur eru þó ekki allsstaðar eins. „Víða þykir eðlilegt að aðskilja klósett frá baði. Í Japan er miklu meiri kúltúr fyrir böðum, þar Margvíslegar lausnir Snævarr Örn Ge- orgsson. Umhverfis- verkfræðingur hjá Eflu. Vinnur hörð- um höndum við að vinna bug á klósett- vandanum, en engar ódýrar lausnir eru til. Walter Hjaltested. Arkitekt sem vill falleg klósett sem jafnvel væri hægt að nýta úrganginn úr. Anna Lilja Torfa- dóttir. Er að velta því fyrir sér að búa til app sem vísar mönnum sem er mál stystu leið á kamar- inn. Kári Jónasson. Leiðsögumaður og fyrrverandi frétta- maður. Vill að ríkið niðurgreiði klósett, enda hefur það ríf- legar skatttekjur af ferðamönnum. vilja menn ekki blanda saman hinu trúarlega baði og saurlosun. Í Bandaríkjunum er þetta eins og við höfum það og er gert til að spara pláss fyrir lagnir, praktísk lausn þó sjálfum finnist mér hitt vera betra.“ Walter segist bjartsýnn á klósett- framtíð landsins:„Mér finnst kló- settið sem rými frekar vanmetið hérlendis. Í Noregi eru arkitektar fengnir til að hanna klósettaðstöðu þar sem er unnið með staðina sem hún er byggð á. Hér er til dæmis lítil klósettbygging á Þingvöllum þar sem fallegt útsýni er yfir vask- ana og svipað var í gamla skálanum í Hrútafirði. Við þurfum að gyrða okkur í brók þegar kemur að því hvernig salernisaðstaða á að vera. Þetta er brýnt verkefni sem hægt er að leysa á flottan hátt.“ Bestu og verstu klósett landsins Ekki eru allir ánægður með stöðu mála eins og þau eru í dag „Stað- 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.