Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 24
an á klósettmálum er svolítið döp-
ur víða. Biðraðirnar við klósettin í
Grábrók eru svakalegar,“ segir Kári
Jónasson sem unnið hefur lengi í
ferðaþjónustunni. „Á Snæfellsnesi
keyrðum við í tvo tíma og þar var
allt lokað og við urðum að fara á úti-
kamra á nærliggjandi tjaldstæði,“
segir Kári. „Þetta er komið í lag hjá
Geysi, enda þurfa menn að ganga
í gegnum minjagripaverslun til að
komast á klósettið. Annars er fólk
tilbúið til að borga 1-200 krónur fyr-
ir ferðina og kannski gæti það verið
lausn. Það er ekki hægt að ætlast til
að sveitarfélögin geri þetta heldur
verður ríkið að koma að þessu. Rík-
ið hefur miklar tekjur af eldsneytis-
sölu á bílaleigubíla, en peningarnir
fara bara í eitthvað allt annað.“
Sigurður Þórðarson hjá Heilbrigð-
iseftirliti Norðurlands vestra tekur
í sama streng: „Með auknum ferða-
mannastraumi og engum aðgerð-
um má reikna má með að séum við
komin fast að þolmörkum. Heil-
brigðiseftirlit Norðurlands vestra
stefnir á að skoða áningarstaði við
þjóðveginn á ný nú síðla sumars
og kanna hvort að skeinipappír og
annar óþrifnaður sé orðinn meira
áberandi.
Það er einkum brýnt að rík-
ið/ferðamálayfirvöld komi að
skipulagningu og rekstri á salernis-
þjónustu á umferðarsvæðum ferða-
manna á borð við Húnavatnssýslur
og Skagafjörð, þar sem sveitarfélög-
in hafa takmarkaðar tekjur af þeim
ferðamönnum sem renna í gegnum
svæðið og þurfa eðlilega þjónustu.“
Ragnhildur Gunnarsdóttir hjá
Eflu gerði rannsóknarskýrslu fyrir
Vegagerðina þar sem kemur fram að
svæðin á milli Mývatns og Egilsstaða
og Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs
hafa minnsta aðstöðu. „Það stend-
ur á því hver á að reka þessi sal-
erni, þar er ekki nóg bara að setja
þau upp. Það var gerður samning-
ur við eigendur Hreðavatnsskála við
Grábrók, en þar er ekki enn búið að
setja upp skilti sem vísar mönnum á
réttan stað,“ segir hún.
Snævarr Örn vann að annarri
skýrslu Eflu fyrir Stjórnstöð ferða-
mála og segir: „Reksturinn er mesti
hausverkurinn, þar þarf að þrífa á
klukkutíma fresti og milljónir fara
bara í klósettpappír. Það þarf að
kanna hvort sé grundvöllur fyrir
því að nýta aðstöðu sem til er, eins
og í félagsheimilum eða gera samn-
inga við aðila á svæðinu gegn gjaldi
eða styrk. Á stöðum eins og Dimmu-
borgum er rukkað inn og hefur gef-
ist vel.“
Bensínstöðvar framtíðarinnar
Verið er að vinna að langtímalausn-
um, en hvers vegna hefur þetta tek-
ið svona langan tíma?
„Salernisaðstaða er svo dýr að
það er hægt að styrkja nokkur
minni verkefni fyrir hvert salernis-
verkefni. Valið stendur ekki á milli
þess að útbúa salernisaðstöðu eða
útbúa einn göngustíg/grindverk/út-
sýnispall heldur stendur valið milli
þess að styrkja salernisaðstöðu á
einum stað eða styrkja göngustíga-/
útsýnispallaverkefni á 5-10 mismun-
andi stöðum. Það er ekkert til sem
heitir ódýrt salerni.“
Miðað við að klósettsaga þjóðar-
innar nær ekki lengra aftur en um
150 ár má segja að túristar séu að
halda sig við gamlar hefðir þegar
þeir létta af sér í guðsgrænni náttúr-
unni. En kannski væri hægt að nýta
allan þennan úrgang, svo eftirspurn
skapaðist um hann:
„Við eyðum miklum peningum í
að losa úrgang í hafið þar sem hann
nýtist engum, en úr honum væri
hægt að búa til allskonar orku og
nýta hann sem áburð,“ segir arki-
tektinn Walter Hagalín. „Í bens-
ínstöð framtíðarinnar væri hægt
að safna saman úrgangi dýra og
manna og framleiða metan, vetni og
rafmagn þar sem áburður er auka-
afurð. Úrgangurinn gæti komið frá
ferðamönnum, aðliggjandi sumar-
bústöðum og bóndabæjum og allt
sett í tiltölulega raunhæfar stærðir.
Úrgangur er vannýtt auðlind.“
Þessa dagana er mikil talað
um „gera upp á bak“ hafi
mönnum orðið á í messunni,
eða að menn „hrauni yfir“
hvorn annan eigi þeir í orða-
skiptum. Þó eru ekki nema
tæp hundrað ár síðan kló-
settferðir héldu innreið sína í
íslenskar nútímabókmenntir.
Gerðist það árið 1924, þegar
Þórbergur „settist niður í
skógarrunna og skeit,“ eins og
segir í Bréfi til Láru og er af
mörgum fræðimönnum talið
marka upphafið að módern-
ismanum hérlendis. Því má
segja að túristar séu með sín-
um hætti að heiðra íslenska
menningu þegar á hólminn er
komið, þó kannski ekki öllum
takist að finna skógarrunna.
19. nóvember er alþjóðlegi klósettdagurinn. Kjörorð hans eru „We Can‘t Wait,“ en
meðal fyrri slagorða eru: „We give shit. Do you?“
Norsk klósett í óbyggðum eru falleg
bæði að innan og utan. Frá arki-
tektastofunni Manthey Kula
Elísabet I. (1533-1603) var líklega
fyrsta manneskjan í sögunni til
þess að hafa aðgang að vatnskló-
setti.
Japanir. Vilja hafa böð og klósett
í mismunandi herbergjum.
Íslendingar. Kúka og baða sig í
sama rými.
Bensínstöðvar gætu verið reknar
með mannlegum úrgangi.
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
NJÓTTU ÞESS AÐ BORÐA MEÐ HÁGÆÐA BORÐBÚNAÐI FRÁ
Melamine gæða plast