Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 24
an á klósettmálum er svolítið döp- ur víða. Biðraðirnar við klósettin í Grábrók eru svakalegar,“ segir Kári Jónasson sem unnið hefur lengi í ferðaþjónustunni. „Á Snæfellsnesi keyrðum við í tvo tíma og þar var allt lokað og við urðum að fara á úti- kamra á nærliggjandi tjaldstæði,“ segir Kári. „Þetta er komið í lag hjá Geysi, enda þurfa menn að ganga í gegnum minjagripaverslun til að komast á klósettið. Annars er fólk tilbúið til að borga 1-200 krónur fyr- ir ferðina og kannski gæti það verið lausn. Það er ekki hægt að ætlast til að sveitarfélögin geri þetta heldur verður ríkið að koma að þessu. Rík- ið hefur miklar tekjur af eldsneytis- sölu á bílaleigubíla, en peningarnir fara bara í eitthvað allt annað.“ Sigurður Þórðarson hjá Heilbrigð- iseftirliti Norðurlands vestra tekur í sama streng: „Með auknum ferða- mannastraumi og engum aðgerð- um má reikna má með að séum við komin fast að þolmörkum. Heil- brigðiseftirlit Norðurlands vestra stefnir á að skoða áningarstaði við þjóðveginn á ný nú síðla sumars og kanna hvort að skeinipappír og annar óþrifnaður sé orðinn meira áberandi. Það er einkum brýnt að rík- ið/ferðamálayfirvöld komi að skipulagningu og rekstri á salernis- þjónustu á umferðarsvæðum ferða- manna á borð við Húnavatnssýslur og Skagafjörð, þar sem sveitarfélög- in hafa takmarkaðar tekjur af þeim ferðamönnum sem renna í gegnum svæðið og þurfa eðlilega þjónustu.“ Ragnhildur Gunnarsdóttir hjá Eflu gerði rannsóknarskýrslu fyrir Vegagerðina þar sem kemur fram að svæðin á milli Mývatns og Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs hafa minnsta aðstöðu. „Það stend- ur á því hver á að reka þessi sal- erni, þar er ekki nóg bara að setja þau upp. Það var gerður samning- ur við eigendur Hreðavatnsskála við Grábrók, en þar er ekki enn búið að setja upp skilti sem vísar mönnum á réttan stað,“ segir hún. Snævarr Örn vann að annarri skýrslu Eflu fyrir Stjórnstöð ferða- mála og segir: „Reksturinn er mesti hausverkurinn, þar þarf að þrífa á klukkutíma fresti og milljónir fara bara í klósettpappír. Það þarf að kanna hvort sé grundvöllur fyrir því að nýta aðstöðu sem til er, eins og í félagsheimilum eða gera samn- inga við aðila á svæðinu gegn gjaldi eða styrk. Á stöðum eins og Dimmu- borgum er rukkað inn og hefur gef- ist vel.“ Bensínstöðvar framtíðarinnar Verið er að vinna að langtímalausn- um, en hvers vegna hefur þetta tek- ið svona langan tíma? „Salernisaðstaða er svo dýr að það er hægt að styrkja nokkur minni verkefni fyrir hvert salernis- verkefni. Valið stendur ekki á milli þess að útbúa salernisaðstöðu eða útbúa einn göngustíg/grindverk/út- sýnispall heldur stendur valið milli þess að styrkja salernisaðstöðu á einum stað eða styrkja göngustíga-/ útsýnispallaverkefni á 5-10 mismun- andi stöðum. Það er ekkert til sem heitir ódýrt salerni.“ Miðað við að klósettsaga þjóðar- innar nær ekki lengra aftur en um 150 ár má segja að túristar séu að halda sig við gamlar hefðir þegar þeir létta af sér í guðsgrænni náttúr- unni. En kannski væri hægt að nýta allan þennan úrgang, svo eftirspurn skapaðist um hann: „Við eyðum miklum peningum í að losa úrgang í hafið þar sem hann nýtist engum, en úr honum væri hægt að búa til allskonar orku og nýta hann sem áburð,“ segir arki- tektinn Walter Hagalín. „Í bens- ínstöð framtíðarinnar væri hægt að safna saman úrgangi dýra og manna og framleiða metan, vetni og rafmagn þar sem áburður er auka- afurð. Úrgangurinn gæti komið frá ferðamönnum, aðliggjandi sumar- bústöðum og bóndabæjum og allt sett í tiltölulega raunhæfar stærðir. Úrgangur er vannýtt auðlind.“ Þessa dagana er mikil talað um „gera upp á bak“ hafi mönnum orðið á í messunni, eða að menn „hrauni yfir“ hvorn annan eigi þeir í orða- skiptum. Þó eru ekki nema tæp hundrað ár síðan kló- settferðir héldu innreið sína í íslenskar nútímabókmenntir. Gerðist það árið 1924, þegar Þórbergur „settist niður í skógarrunna og skeit,“ eins og segir í Bréfi til Láru og er af mörgum fræðimönnum talið marka upphafið að módern- ismanum hérlendis. Því má segja að túristar séu með sín- um hætti að heiðra íslenska menningu þegar á hólminn er komið, þó kannski ekki öllum takist að finna skógarrunna. 19. nóvember er alþjóðlegi klósettdagurinn. Kjörorð hans eru „We Can‘t Wait,“ en meðal fyrri slagorða eru: „We give shit. Do you?“ Norsk klósett í óbyggðum eru falleg bæði að innan og utan. Frá arki- tektastofunni Manthey Kula Elísabet I. (1533-1603) var líklega fyrsta manneskjan í sögunni til þess að hafa aðgang að vatnskló- setti. Japanir. Vilja hafa böð og klósett í mismunandi herbergjum. Íslendingar. Kúka og baða sig í sama rými. Bensínstöðvar gætu verið reknar með mannlegum úrgangi. 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS NJÓTTU ÞESS AÐ BORÐA MEÐ HÁGÆÐA BORÐBÚNAÐI FRÁ Melamine gæða plast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.