Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 26
Það er ekki sjálfgefið að nafn sem hæfir hvítvoðungi hæfi einnig aldr- aðri manneskju, og öfugt. Vissu- lega er möguleikinn fyrir hendi að breyta nafni einu sinni á lífsleiðinni en almennt hafa foreldrar það þó ekki í huga þegar þeir velja börnum sínum nafn heldur hitt að nafnið fylgi barninu út ævina. Yfirleitt rík- ir mikil forvitni yfir því hvað nýfætt barn á að heita og hér á landi hef- ur skapast sá siður að halda nafni barns leyndu fram að skírn eða nafngjöf og eykur það enn á spennu og dulúð í kringum nafngjöfina. Smekkur fólks, þegar kemur að nöfnum, er ólíkur og fólk hefur iðu- lega sterkar skoðanir á þeim. Nafn er hluti af sjálfsmynd þess sem nafnið ber og foreldrarnir sem völdu nafnið gerðu það eftir sinni bestu sannfær- ingu, velja það sem þeim finnst fal- Anna Sigríður Sól Magnúsar Guðrúnardóttir Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að öll börn eigi frá fæðingu rétt til nafns enda er það svo að flestir foreldrar verja mikl- um tíma í það að leita að rétta nafninu fyrir barn sitt. Steinunn Stefánsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is legast og best. Niðrandi ummæli um nöfn geta því verið særandi bæði fyr- ir nafnberann og þann eða þau sem völdu nafnið. Samt sem áður er vin- sæl dægradvöl að hlæja að nöfnum og hneykslast á þeim og viss passi er að þegar mannanafnanefnd birt- ir úrskurði sína þá eru sagðar af því fréttir og hneykslast bæði á þeim nöfnum sem leyfð eru og er þar með bætt á mannanafnaskrá og hinum sem ekki eru leyfð. Í umræðum um slíkar fréttir má oft heyra það sjónarmið að leggja beri mannanafnanefnd niður og einnig að það sé alveg séríslenskt að hafa lög um mannanöfn og sérstaka nefnd sem tekur afstöðu til þess hvaða nöfn má gefa. Svo virðist sem margir telji að mannanafnanefnd sitji við borð og velji og hafni nöfn- um eftir geðþótta. Opin mannanafnalög Lög um mannanöfn hafa verið í gildi á Íslandi í rúmlega 100 ár og þau lög sem nú gilda voru sett árið 1996 og hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan, síðast árið 2014. Vor- ið 2015 var svo lagt fram róttækt frumvarp til breytinga á nafnalög- um, frumvarp sem ætlað var að gefa nafngjafir frjálsar, til dæmis með því að hætta að kyngreina eig- innöfn og hverfa frá banni við því að taka upp ættarnöfn. Þá á sam- kvæmt frumvarpinu að leggja niður mannanafnanefnd. Þróunin hefur verið í átt til aukins frelsis um nafngjöf, bæði hérlendis og annars staðar. Þau mannanafna- lög sem nú gilda hér á landi eru í raun fremur opin. Meginreglan er sú að öll nöfn eru leyfð ef þau taka eignarfallsendingu, samræm- ast íslensku hljóðkerfi og eru staf- sett samkvæmt íslenskri stafsetn- ingarhefð. Þá er liðin tíð að fólki af erlendum uppruna sem fær íslensk- an ríkisborgararétt sé gert að taka upp íslenskt nafn. Talsvert er um að foreldrar búi sjálfir til nöfn sem eru þá ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd samþykkir slík nöfn ef þau geta tekið íslenska eignarfallsendingu, hljóða- samsetning eða hljóðskipan er í sam- ræmi við íslensku og ritháttur þeirra einnig. Á síðu innanríkisráðuneytis um mannanafnanefnd má lesa eftirfar- andi um helstu verkefni nefndar- innar. 1. Að semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil skv. 5. og 6. gr. laga um mannanöfn og er hún nefnd mannanafnaskrá. … Skráin er uppfærð eftir hvern fund mannanafnanefndar. 2. Að vera prestum, forstöðumönn- um skráðra trúfélaga, Þjóðskrá Íslands og forsjármönnum barna til ráðuneytis um nafngjafir og skera úr álita- og ágreiningsefnum um nöfn samkvæmt lögum um mannanöfn. 3. Að skera úr öðrum álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira þess háttar. Raunin er sú að margfalt fleiri nöfn sem koma til úrskurðar mannanafnanefndar eru sam- þykkt en hafnað enda er það svo að þrátt fyrir að agnúast sé út í það að í gildi séu lög um mannanöfn og að mannanafnanefnd sitji þá snýst gagnrýni á mannanafnanefnd oftast um nöfn sem eru leyfð fremur en nöfn sem ekki eru leyfð. Meginástæða þess að nöfnum er hafnað er að beyging þeirra eða stafsetning samræmist ekki ís- lensku. Svonefndu amaákvæði sem snýst um að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama, hefur afar sjaldan verið beitt. Nýjasta dæmi um nafn sem Barn Í barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna er kveðið á um að öll börn eigi frá fæðingu rétt til nafns. Nafn er hluti af sjálfs- mynd þess sem nafnið ber og foreldrarnir sem völdu nafnið gerðu það eftir sinni bestu sannfær- ingu. Talsvert er um að foreldrar búi sjálfir til nöfn sem eru þá ekki á mannanafnaskrá. Fullorðinn Þá er liðin tíð að fólki af erlendum uppruna sem fær íslenskan rík- isborgararétt sé gert að taka upp íslenskt nafn. Millinafn líkist ættarnafni að því leyti að þau eru ekki kyngreind eins og eiginnöfn en kenninafn er alltaf haft á eftir milli- nafni. Heimilt er að nota eignar- fallsmynd af eiginnafni foreldris sem millinafn, til dæmis Sigurðar eða Láru. 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 Í ÖLLUM VERSLUNUM BYKO Laugardaginn 11. júní frá 12-15 FJÖLDI TILBOÐA! FJÖLDI TILBOÐA Á BYKO.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.