Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 30
breitt og formfast, því geta þeir sem
þora klæðst hefðbundnum fötum.
„Á veturna klæðst ég kuldagallan-
um og á sumrin stuttbuxum. Blaut-
búningurinn er því ekki skilyrði en
gott öryggisnet fyrir byrjendur og
þau sem ætla sér í alvöru hasar.“
Allar græjurnar komast fyrir í
einni tösku, á stærð við svefnpoka,
sem er tilvalið að hafa meðferðis
í skottinu á ferðalögum. „Þegar
við fjölskyldan förum í ferðalög
eru græjurnar bara í skottinu.
Þegar við rekumst á fallegt vatn
eða spennandi stað til að kanna þá
er ég enga stund að blása brettin
upp og skella okkur á vatnið.“ Á
brettinu er öllum líkamanum beitt
og því góð alhliða hreyfing. „Maður
stýrir ferðinni alfarið sjálfur, það
er hægt að lalla áfram og taka því
rólega eða setja smá hörku í þetta,
svitna og geysast áfram.“
Vill sjá fleiri í sportinu
Kristján stundar brimbretti sam-
hliða róðrarbrettinu og segir ís-
lensk veðurskilyrði vanmetin fyr-
ir slíkar íþróttir. „Ég vil sjá fleiri í
sportinu því íslensk náttúra hefur
upp á ótrúleg færi að bjóða. Það er
ekki sambærilegt að horfa út á vatn
og standa í miðju þess og upplifa
mikilfengleikann. Á góðum dög-
um hoppa fiskarnir, sólin skín og
þá er enginn staður betri að vera
á. Á veturna klæðist ég kuldagall-
anum og fylgist með norðurljósun-
um. Þetta er heilsárssport sem má
stunda allt árið um kring.“
En hvar má stunda íþróttina? „Í
raun og veru allstaðar við vötn og
sjó. Í grennd við höfuðborgarsvæð-
ið mæli ég með Gróttu, Nauthóls-
vík, Gullströndinni, Hamravatni,
Elliðavatni og við Geldingarnesið
er möguleiki á að rekast á seli.“
Skemmtilegasta túrinn segir
Kristján án efa vera ferðalagið frá
Reykjavík í Viðey. „Ég hef einnig
heyrt að róður í Jökulsárlóni sé
einstök upplifun, að sigla milli ís-
jakanna.“
Jóga á brettinu
Róðrarbrettið einskorðast ekki
við siglingu en það er vinsælt að
stunda jóga og hugleiðslu á vatn-
inu. Kristján tekur að sér hópferð-
ir á vötn í nágrenni við Reykjavík
og þá setja menn sig í stellingar
hundsins, stríðsmannsins og hug-
leiða þess á milli. „Það er enginn
staður betri til að stunda jóga en
á vatni úti. Það krefst sérstakar
einbeitingar og meðvitundar um
hvern vöðva líkamans til að halda
jafnvægi. Það jafnast ekkert á við
að vera aftengdur umheiminum
með ekkert nema sjálfan þig og
náttúruna.“
Hvað er SUP?
SUP stendur fyrir „stand up
paddle“ eða standandi róðrar-
bretti. Staðið er upprétt á
brettinu og róið áfram með
ár. Íþróttina má stunda í sjó
og vatni.
Hvernig byrja ég í
SUP?
Hjá SUP Adventures má sækja
námskeið á standandi róðrar-
bretti til að læra undirstöðu-
atriðið í tækni og líkams-
beitingu. Fyrirtækið býður
einnig upp á sölu og útleigu á
róðrarbrettum. Fyrir metn-
aðarfulla má nálgast kennslu-
myndbönd á Youtube.
Frekari upplýsingar á www.
supadventures.is og á Face-
book síðunni SUP Adventures
in Iceland.
Hvar stunda ég SUP?
Á vötnum og sjó. Kristján
mælir með Gróttu, Naut-
hólsvík, Gullströndinni,
Hamravatni, Elliðavatni,
Geldingarnesinu og Jökulsár-
lóni.
„Ég og konan mín leigðum okk-
ur húsbíl og keyrðum um Ástral-
íu fyrir mörgum árum. Snemma
morguns við sólarupprás sá ég
þennan týpíska Ástrala, með sítt
ljóst hár, sigla á róðrarbrettinu sínu
með hundinn á framendanum. Þá
heillaðist ég af hugmyndinni,“ seg-
ir Kristján Valdimarsson, stofnandi
SUP Adventures á Íslandi.
SUP stendur fyrir „stand up
paddle“, eða á íslensku standandi
róðrarbretti. Búnaðurinn sam-
anstendur af uppblásnu bretti, ár
og pumpu sem samkvæmt Krist-
jáni fæst á sanngjörnu verði.
„Startkostnaðurinn er í kringum
100.000 krónur en eftir það eru
engin auka gjöld, vatnið og náttúr-
an eru opin öllum. Þessari líkams-
rækt fylgir frelsi til þess að upplifa
náttúru Íslands á einstakan máta.“
Með brettið í skottinu
Líkt og nafnið gefur til kynna er
staðið upprétt á brettinu og er
jafnvægi því mikilvægur þáttur.
Þegar viðrar vel til róðrar er þó lítil
hætta á að detta í vatnið. Brettið er
„Það jafnast ekkert á
við að vera aftengdur
umheiminum með
ekkert nema sjálfan
þig og náttúruna.“
Alltaf með brettið í skottinu
Hægt og bítandi hafa Ís-
lendingar komist að því
að allt sport má stunda
hérlendis ef viljinn er fyrir
hendi. Standandi róðrar-
bretti (SUP) nýtur vaxandi
vinsælda og má stunda
nánast hvar sem er í vatni og
sjó. Kristján Valdimarsson
hefur stundað íþróttina af
kappi síðastliðin ár og segir
sportið einstaka leið til að
tengjast og upplifa íslenska
náttúru.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Kristján
Valdimarsson
býður upp
á námskeið
og ferðir á
standandi
róðrarbretti
sem nýtur
vaxanda
vinsælda
hérlendis.
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016