Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 30
breitt og formfast, því geta þeir sem þora klæðst hefðbundnum fötum. „Á veturna klæðst ég kuldagallan- um og á sumrin stuttbuxum. Blaut- búningurinn er því ekki skilyrði en gott öryggisnet fyrir byrjendur og þau sem ætla sér í alvöru hasar.“ Allar græjurnar komast fyrir í einni tösku, á stærð við svefnpoka, sem er tilvalið að hafa meðferðis í skottinu á ferðalögum. „Þegar við fjölskyldan förum í ferðalög eru græjurnar bara í skottinu. Þegar við rekumst á fallegt vatn eða spennandi stað til að kanna þá er ég enga stund að blása brettin upp og skella okkur á vatnið.“ Á brettinu er öllum líkamanum beitt og því góð alhliða hreyfing. „Maður stýrir ferðinni alfarið sjálfur, það er hægt að lalla áfram og taka því rólega eða setja smá hörku í þetta, svitna og geysast áfram.“ Vill sjá fleiri í sportinu Kristján stundar brimbretti sam- hliða róðrarbrettinu og segir ís- lensk veðurskilyrði vanmetin fyr- ir slíkar íþróttir. „Ég vil sjá fleiri í sportinu því íslensk náttúra hefur upp á ótrúleg færi að bjóða. Það er ekki sambærilegt að horfa út á vatn og standa í miðju þess og upplifa mikilfengleikann. Á góðum dög- um hoppa fiskarnir, sólin skín og þá er enginn staður betri að vera á. Á veturna klæðist ég kuldagall- anum og fylgist með norðurljósun- um. Þetta er heilsárssport sem má stunda allt árið um kring.“ En hvar má stunda íþróttina? „Í raun og veru allstaðar við vötn og sjó. Í grennd við höfuðborgarsvæð- ið mæli ég með Gróttu, Nauthóls- vík, Gullströndinni, Hamravatni, Elliðavatni og við Geldingarnesið er möguleiki á að rekast á seli.“ Skemmtilegasta túrinn segir Kristján án efa vera ferðalagið frá Reykjavík í Viðey. „Ég hef einnig heyrt að róður í Jökulsárlóni sé einstök upplifun, að sigla milli ís- jakanna.“ Jóga á brettinu Róðrarbrettið einskorðast ekki við siglingu en það er vinsælt að stunda jóga og hugleiðslu á vatn- inu. Kristján tekur að sér hópferð- ir á vötn í nágrenni við Reykjavík og þá setja menn sig í stellingar hundsins, stríðsmannsins og hug- leiða þess á milli. „Það er enginn staður betri til að stunda jóga en á vatni úti. Það krefst sérstakar einbeitingar og meðvitundar um hvern vöðva líkamans til að halda jafnvægi. Það jafnast ekkert á við að vera aftengdur umheiminum með ekkert nema sjálfan þig og náttúruna.“ Hvað er SUP? SUP stendur fyrir „stand up paddle“ eða standandi róðrar- bretti. Staðið er upprétt á brettinu og róið áfram með ár. Íþróttina má stunda í sjó og vatni. Hvernig byrja ég í SUP? Hjá SUP Adventures má sækja námskeið á standandi róðrar- bretti til að læra undirstöðu- atriðið í tækni og líkams- beitingu. Fyrirtækið býður einnig upp á sölu og útleigu á róðrarbrettum. Fyrir metn- aðarfulla má nálgast kennslu- myndbönd á Youtube. Frekari upplýsingar á www. supadventures.is og á Face- book síðunni SUP Adventures in Iceland. Hvar stunda ég SUP? Á vötnum og sjó. Kristján mælir með Gróttu, Naut- hólsvík, Gullströndinni, Hamravatni, Elliðavatni, Geldingarnesinu og Jökulsár- lóni. „Ég og konan mín leigðum okk- ur húsbíl og keyrðum um Ástral- íu fyrir mörgum árum. Snemma morguns við sólarupprás sá ég þennan týpíska Ástrala, með sítt ljóst hár, sigla á róðrarbrettinu sínu með hundinn á framendanum. Þá heillaðist ég af hugmyndinni,“ seg- ir Kristján Valdimarsson, stofnandi SUP Adventures á Íslandi. SUP stendur fyrir „stand up paddle“, eða á íslensku standandi róðrarbretti. Búnaðurinn sam- anstendur af uppblásnu bretti, ár og pumpu sem samkvæmt Krist- jáni fæst á sanngjörnu verði. „Startkostnaðurinn er í kringum 100.000 krónur en eftir það eru engin auka gjöld, vatnið og náttúr- an eru opin öllum. Þessari líkams- rækt fylgir frelsi til þess að upplifa náttúru Íslands á einstakan máta.“ Með brettið í skottinu Líkt og nafnið gefur til kynna er staðið upprétt á brettinu og er jafnvægi því mikilvægur þáttur. Þegar viðrar vel til róðrar er þó lítil hætta á að detta í vatnið. Brettið er „Það jafnast ekkert á við að vera aftengdur umheiminum með ekkert nema sjálfan þig og náttúruna.“ Alltaf með brettið í skottinu Hægt og bítandi hafa Ís- lendingar komist að því að allt sport má stunda hérlendis ef viljinn er fyrir hendi. Standandi róðrar- bretti (SUP) nýtur vaxandi vinsælda og má stunda nánast hvar sem er í vatni og sjó. Kristján Valdimarsson hefur stundað íþróttina af kappi síðastliðin ár og segir sportið einstaka leið til að tengjast og upplifa íslenska náttúru. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Kristján Valdimarsson býður upp á námskeið og ferðir á standandi róðrarbretti sem nýtur vaxanda vinsælda hérlendis. 30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.