Fréttatíminn - 10.06.2016, Page 34
„Við erum bara vanar því síðan við vorum litlar að hafa
ekki bíl á heimilinu. Við ólumst báðar upp í þannig fjöl-
skyldu. Við erum hvorugar með bílpróf,“ segja Kolbrún
Nadira Árnadóttir og Sandra Önnudóttir, dagmæður
sem búa í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, ásamt
börnum sínum: Tinnu, 13 ára; Rökkva, fimm og hálfs
árs og Ými, eins og hálfs árs. Tinna er að klára Vest-
urbæjarskóla, Rökkvi er að klára leikskóla og Ýmir er
heima hjá þeim ásamt öðrum börnum í þeirra umsjá.
Báðar hafa þær alist upp að hluta til í Vesturbæn-
um en einnig í öðrum hverfum Reykjavíkur, svo sem
Breiðholti, Hlíðunum og Norðurmýri og lifað bíllausu
lífi á öllum þeim stöðum.
„Við löbbuðum til ömmu og afa í Kópavogi úr Efra
-Breiðholti, það var ekkert mál, það var gaman,“ segir
Nadira og Sandra bætir við: „Svo voru vinir manns að
labba heim til okkar og voru bara: „Ooo, þetta er svo
erfitt.““ Rétt eins og þegar Nadira og Sandra voru litlar,
velta börnin sér ekkert upp úr þessu en vinir þeirra
gera það hins vegar og eru gjarnan orðnir óþolinmóð-
ir þegar labbað er í heimsókn til þeirra úr skólanum.
Þá er Rökkvi byrjaður að finna fyrir pressu úr leikskól-
anum: „Strákurinn okkar sem er að klára leikskóla
finnur hins vegar fyrir því að önnur börn spyrja hann.
Þá er hann farinn að spyrja okkur þegar við sækjum
hann á leikskólann – eruð þið búnar að kaupa bíl?“
segir Nadira og Sandra bætir við: „Allir eiga bíl og
trampólín, af hverju eigum við ekki bíl og trampólin?
Við vorum að útskýra fyrir honum að það er ekki alveg
raunveruleikinn.“
Þrátt fyrir það eru gönguferðirnar alltaf ánægjulegar
fyrir Rökkva, sem er ávallt fullur íhugunar: „Það eru
oft djúpar pælingar eins og: „Mamma, af hverju getur
mannfólk labbað á jörðinni? Af hverju dettum við ekki
út í geim?“ Þá þurfti ég að útskýra allt fyrir honum eins
vel og ég gat, en ef ég hefði verið á bíl hefðum við ör-
ugglega verið fljótari í leikskólann og ég bara sagt „töl-
um um það seinna elskan, það er enginn tími núna,““
útskýrir Nadira. Þá er Rökkvi einnig mjög félagslynd-
ur og óhræddur við að ræða við starfsfólk á kaffihús-
um og verslunum: „Hann á eina vinkonu í Kaffitári í
Kringlunni.“
Það er þó ekki bara Rökkvi sem er duglegur að
spjalla, öll fjölskyldan er orðin hluti af ákveðnu sam-
félagi í Vesturbænum, fólki sem tekur sama strætó
úr Vesturbænum frá sama stað: „Við erum farnar að
kynnast fólki í hverfinu. Oft er strætó seinn og þá erum
við með strætó-appið og getum sagt hvað er langt í að
strætó komi. Fólk skilur ekki hvernig það virkar en
finnst það sniðugt. Þetta verður svona samfélag, svona
eins og í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. Svo
hittir maður fólkið í bænum og veit að það er að taka
sama strætó.“
Almennt eru Nadira og Sandra ekki mjög ánægðar
með strætó og finnst þjónustunni hafa hrakað undan-
farið fimm ár: „Strætókerfið er ekki rosalega hagstætt.
Ganga illa saman vagnarnir. Þegar maður er á Lækjar-
torgi og þarf að fara á Suðurlandsbraut þá tókum við
eftir því að vagnar ganga yfirleitt á sama tíma í sömu
átt. Þegar við erum á Hlemmi stoppar seinni vagninn
kannski tveimur mínútum fyrr og á endanum þurfum
við að bíða í hálftíma á Hlemmi.“ Það sama á þó ekki
við um Ártún og þannig er minna mál að taka strætó
til tannlæknis í Grafarholti, þangað sem öll fjölskyldan
fer saman á einu bretti, einu sinni ári alla jafna.
Mikill sparnaður hlýst að því að eiga ekki bíl og
þannig er hægt að taka leigubíl af og til, t.d. á fæðingar-
deildina. Nadira ætlaði að vísu fyrst þangað í strætó:
„En Sandra tók það ekki í mál og við tókum leigubíl.
Svo kom í ljós að ég var með 7 í útvíkkun,“ segir Nadira
hlæjandi.
„Þegar við fluttum í Hraunbæinn var meiningin að losa okkur við
bílinn. Það er svo góð tengingin í hverfinu. Stutt í vinnuna hans,
góðar strætósamgöngur og svo bara stutt í allt, Bónus, Krón-
una, sundlaugar og bakarí, nefndu það,“ segir Nina M. Salvioldis,
doktorsnemi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en hún og
sambýlismaður hennar, Sebastian Geyer, aðstoðarforstöðumaður
Fjóssins frístundaheimilis, seldu bílinn eftir að hafa flutt í Árbæ-
inn úr stúdentagörðum með tvær dætur þeirra, Önnu Grétu, 7 ára,
og Öldu Lóu, 5 ára.
„Fólk var að hlæja að okkur – „hvað fluttuð þið í Árbæinn og
selduð bílinn?“ En samt er staðan þannig að það er einfaldara að
vera bíllaus í Árbænum en á stúdentagörðum,“ segir Nína og nefn-
ir sem dæmi að á stúdentagörðum hafi verið langt í matvöruversl-
un og heilsugæslu og svo var illa rutt í Vesturbænum en það hefur
hins vegar aldrei verið vandamál í Árbænum þar sem Nína fer
ferða sinna á hjóli á hvaða tíma ársins sem er.
Í Árbænum er stutt í alla þjónustu: skóla, leikskóla, heilsugæslu
og Bónus. Nálægðin við skólann og leikskólann er í raun það mik-
il að samtalið fer minnst að snúast um það hvernig er að koma
börnum í skóla og leikskóla. Ekki spillir heldur fyrir að í göngu-
færi eru Árbæjarsafnið og Elliðaárdalurinn. Það er því allt til alls
þar nema kannski helst kaffihús en fyrir Nínu er það lítið mál enda
starfar hún nálægt miðbænum. Strætósamgöngur eru góðar á
báða vinnustaði þeirra, sem eru hvorir í sínum enda Reykjavíkur,
og sömuleiðis hjólastígar: „Það er mjög góð hjólaleið úr Hraun-
bænum í hans vinnu. Honum finnst hins vegar óþægilegt að mæta
sveittur í vinnuna, það er kosturinn við rafmagnshjólið,“ segir
Nína en sjálf kýs hún frekar venjulegt reiðhjól: „Ég prófaði einu
sinni rafmagnshjól, það var allt of auðvelt. Mér finnst bara gott að
vera á hjóli.“
Nína hjólar oftast í háskólann og velur ekki endilega stystu
leiðina: „Ég tek aðeins lengri leið en fallegri. Hjóla í gegnum El-
liðaárdal, Fossvoginn og Nauthólsvíkina, það er yndislegt. Ég er
búin að hugsa oft hversu heppin ég er að geta hjólað þessa fallegu
leið á hverjum einasta morgni. Hjálpar svo við að tæma hugann.
Hjólaði áður Miklubraut, það var ekki skemmtilegt. Mikið af ljós-
um og svo mengunin og hávaðinn. Þetta er mikið áreiti. Nú heyri
ég fuglana syngja, voða næs,“ segir Nína sem tekur helst strætó ef
að hún er á kafi í spennandi bók eða sprungið er á hjólinu.
„Eini ókosturinn [við að eiga ekki bíl] er að við getum ekki
keypt neitt notað á bland.is. Það er þægilegra að fara á netið og
panta það sem við viljum og fá sent heim,“ segir Nína sem nýtir sér
heimsendingarþjónustu IKEA. Á hinn bóginn er líka heilmikill af-
leiddur sparnaður í því að eiga ekki bíl: „Þú ferð að hugsa mjög vel
í hvert einasta skipti „nenni ég núna að fara í Kringluna og kaupa
þetta. Getur það beðið þar til í næstu viku þar til ég þarf að fara í
Kringluna?“ Það er kostur fjárhagslega að þú kaupir ekki jafn mik-
ið af drasli því þú nennir ekki að bera það,“ segir Nína sem þó ger-
ir stórinnkaup í Bónus enda er það nógu stutt til að burðast með
marga poka.
Betra að vera bíllaus
í Árbænum en á
Stúdentagörðunum
Það er kostur fjárhagslega að maður kaupir ekki jafn mikið af
drasli því maður nennir ekki að bera það,“ segir bíllaus Nína,
sem fer allra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó.
Mynd | Hari
Mynd | Rut
Strætóbiðstöðin eins og heiti
potturinn í Vesturbæjarlauginni
Við erum vanar því síðan við vorum litlar að
hafa ekki bíl á heimilinu og erum hvorugar
með bílpróf, segja dagmæðurnar Kolbrún
Nadira og Sandra.
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016
SÖLUAÐILAR
Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900
Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150
Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333