Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 36

Fréttatíminn - 10.06.2016, Side 36
þjónustunnar KGB til að passa að listamaðurinn hlypist ekki frá verk- efninu, sem var auðvitað í nafni föðurlandsins. Með því að villa um fyrir gæslukonunni og útvega bíl sem flutti hana yfir til Svíþjóð- ar náði Mullova loks að komast til Stokkhólms. Eftir nokkra daga í fel- um tókst henni að lokum að sækja um pólitískt hæli í Bandaríkjunum í sendiráðinu þar í borg. Fiðlu af fínustu Stradivarius gerð hafði hún þá skilið eftir á hótelrúminu í Finn- landi. „Leyniþjónustukonan, sem var sem betur fer ekki alltof góð í sinni vinnu, fann fiðluna og kom henni til skila. Hljóðfærið var í eigu Sovétríkjanna,“ segir Mullova og bætir við að þetta sé oft það atriði sem blaðamenn séu spenntastir fyrir þegar þeir ræða við hana, og ætli það sé ekki bara rétt. Eftir flóttann beið Victoriu Mullovu glæstur ferill víða á Vesturlöndum. Hún hefur síðan komið fram með öllum helstu hljómsveitarstjórum og sinfóníuhljómsveitum heims. Með góðri hjálp fékk hún árið 1985 aftur í hendurnar fyr- irtakshljóðfæri til að vinna með. Fiðlan hennar er líka af Stradivari- us tegund og hefur þjónað henni í rúm þrjátíu ár en hljóðfærið verð- ur bráðum þrjú hundruð ára, var smíðað af meistaranum í Cremona 1723. „Þetta var á þeim tíma þegar verðið á þessum gripum var ekki orðin alveg jafn geggjað og það er í dag,“ segir Mullova, ánægð með hljóðfærið sitt. Það þarf hins vegar að beita slíku hljóðfæri vel svo að galdur- inn gerist og það kann Mullova svo sannarlega. Hún var lengi vel á samningi hjá Philips útgáfufyr- irtækinu en hefur á undanförn- um árum gefið út fyrir fyrirtækið Onyx og um leið hafa verkefn- in orðið fjölbreyttari. Einn aðal samverkamaður hennar í dag er eiginmaður Victoriu, enski selló- leikarinn Matthew Barley. Saman hafa þau farið í ýmsa könnunar- leiðangra um lendur heims- og djasstónlistar og t.d. leikið tónlist eftir Miles Davis, Duke Ellington og Youssou N’Dour. Mullova segir samstarf þeirra hjóna mjög gjöfult. „Efnisskráin hefur breikkað um leið og ég hef lagt allra frægustu fiðlukonsert- unum og innihaldsrýrari verk- um,“ segir hún og nefnir konserta Tchaikovsky og Paganini. „Það er miklu meira gaman að blanda saman ólíkri tónlist og reyna að hafa samsetninguna fjölbreytta.“ Þessa hugsun Mullovu má sjá á verkefni á borð við The Peasant Girl, diski sem þau hjónin gáfu út fyrir nokkrum árum en á þeirri upptöku kom tónlistin jafnt frá austur-evrópskum tónskáldum, bandarískum djassmönnum, afrískum listamönnum og frönsk- um sígauna-böndum. Það er því ljóst að Victoria Mullova er leitandi í verkefnum sínum. Mullova kemur fram á tvenn-um tónleikum á Reykjavík Midsummer Music um miðjan júní. Ferðaþráin er rauður þráður í gegnum tónlist- arhátíðina og á opnunartónleikun- um, þann 16. júní, tekur hún þátt í dagskrá undir heitinu Gangandi geimfari. Daginn eftir, á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní, kemur hún fram á tónleikum undir yfirskrift- inni Söngvar förumannsins, þar sem Kristinn Sigmundsson verður líka í stóru hlutverki. „Það er alltaf mikilvægt að spila kammermúsík eins og þá sem verður á dagskrá hátíðarinnar í Reykjavík,“ segir Mullova. „Það er allt annað samspil og á margan hátt meira gefandi en að spila einleik með hljómsveit,“ segir Mullova að lokum. Dagskráin er stíf. Fyrst er það Schubert í höll í Suður-Þýskalandi og síðan tónlist í miðnæturbirtu á Íslandi. „Ég vonast til að ná að sjá eitthvað af landinu ykkar núna,“ segir Victor- ia Mulloca. Á tónlistarveitunni Spotify er að finna fjölmargar upptökur með Vict- oriu Mullovu. Fréttatíminn mælir með túlkun hennar á verkum Bachs, Prokofiev, söfnum með 20. aldar konsertum og sónötum og þema- plötunum Stradivarius in Rio og The Peasant Girl. Hver er Victoria Mullova? • Einn fremsti einleikari heims á fiðlu. • Flúði Sovétríkin á níunda áratugnum. • Sló í gegn með hljóm­ sveitum á Vesturlöndum. • Leikur jafnt djass, klassík og heimstónlist. Fiðlan, flóttinn og ferðalögin Fiðluleikarinn Victoria Mullova á Reykjavík Midsummer Music í Hörpu 16.-18. júní Meðal fjölmargra listamanna sem koma fram á tónlistarhá- tíðinni Reykjavík Midsummer Music er rússneski fiðluleikar- inn Victoria Mullova. Mynd | victoriamullova.com Í morgunsárið nær Fréttatím-inn í fiðluleikarann Victoriu Mullovu í síma þar sem hún er stödd í Schloss Elmau í Bæjara-landi, glæsilegri höll þar sem fögur tónlist fyllir jafnan loftið. Þennan daginn standa yfir æf- ingar en í höllina er líka kominn Víkingur Heiðar Ólafsson, píanisti og listrænn stjórnandi Reykjavík Midsummer Music. Kvöldið áður hafa þau Mullova hist stuttlega en nú stendur fyrir dyrum að spila saman í fyrsta sinn, æfa tónlist eftir Schubert en verk tónskáldsins eru í brennidepli þessa dagana þarna í Suður-Þýskalandi. Mullova hefur einu sinni áður komið til Íslands, hún hélt hér tón- leika í Austurbæjarbíói árið 1985 ásamt bandarískum píanista og lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún segist ekkert muna frá þessari heimsókn. „Þetta gæti allt eins hafa verið í öðru lífi,“ segir hún á línunni frá Þýskalandi, enda hefur mikið gengið á síðan. Upp- gangur hennar í tónlistarlífinu var hraður á þessum árum og nóg að gera. Mullova er fædd rétt utan við Moskvu árið 1959 og tónlistarnám sitt sótti hún til rússnesku höf- uðborgarinnar. Rúmlega tvítug sigraði hún í Sibelíusar fiðlukeppn- inni og það hafði auðvitað sín áhrif á ferilinn. Það sama átti við um nokkuð dramatíska sögu af flótta Mullovu undan hæl Sovétríkjanna árið 1983. Flóttinn vakti mikla athygli víða um heim og var m.a. fjallað um hann í íslenskum fjöl- miðlum. Mullova var þá á tónleikaferða- lagi í Finnlandi og að venju fylgdi henni fylgdarkona á vegum leyni- Ásetusláttuvélar Gerir sláttinn auðveldari Ásetusláttuvélin frá CubCadet er lipur og nett. Hún kemst vel að við þrengri aðstæður. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Rússneski fiðluleikarinn Victoria Mullova hefur á undanförnum árum og áratugum verið áberandi í klassísku tónlistarlífi af hæstu gæðum. Þessi hæg- láti tónlistarmaður hefur heillað hlustendur um allan heim allt frá því hún sigraði í einleikarakeppni sem kennd er við Jean Sibelius árið 1980. Nú kemur hún öðru sinni til Íslands til að taka þátt í Reykjavík Midsummer Music hátíðinni. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is 36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.