Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 10.06.2016, Qupperneq 40
 Sjá fleiri myndir á frettatiminn.is Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Ég var að ferðast um landið fyrir nokkrum árum og heillaðist af landi og þjóð. Ég ákvað því að flytja hingað í nám sem er miklu ódýrara en í Bretlandi,“ segir Alice Bower á reiprennandi íslensku. Alice er 21 árs nemi í þjóðfræði í Háskóla Ís- lands og kenndi sjálfri sér tungu- málið með því að lesa fræðigrein- ar. Um þessar mundir skrifar hún lokaritgerðina sína um frjósemis- goðið Frey. Hún heillaðist af blót- um, heiðni og helgisiðum 10 ára þegar hún sá The Wicker Man með Nicholas Cage. Alice segir margt gott við Reykja- vík. Hér má ganga í allar áttir og líf- ið er rólegra en í London. „Ég á ekki bíl, reiðhjól né strætókort. Ég nýt þess að ganga hvert sem ég fer og við sambýlisfólkið á ganginum för- um í göngutúra um Skildinganesið á kvöldin.“ Alice býr í Oddagörðum, stúd- entagörðum við Háskóla Íslands. Á hverjum gangi er eitt eldhús sem allt að níu manns deila. „Ég og vin- kona mín á ganginum erum að fara elda lasagna í kvöld. Síðan hún hætti með kærastanum sínum hef ég verið hennar eiginmaður. Það hentar mér vel, hún vekur mig með kaffi og bakar handa mér brauð. Hún er einnig mín persónulega vekjaraklukka og hamrar á dyrnar þegar ég sef yfir mig.“ Þær styrkja hvor aðra. „Ég reyni síðan að hvetja hana til að fara út fyrir þægindara- mmann.“ Það má heyra flugvélar lenda og taka á loft á Reykjavíkurflugvellin- um, sem er beint fyrir utan glugg- ann hjá Alice. Hvað segir nýbúi í Reykjavík um flugvallarmálið um- deilda? „Ég færi að hágráta ef flug- völlurinn yrði færður. Þegar ég er í prófum, grátandi úr stressi þá veit- ir flugvöllurinn mér huggun. Til- hugsunin um að ég gæti hoppað í næstu flugvél til Færeyja og látið mig hverfa er huggandi. Ég skil þó hina afstöðuna í þessu máli,“ segir Alice og skellir upp úr. Margt hefur breyst á síðustu árum, ódýra landið er ekki svo hagstætt lengur. „Fyrir þremur árum gat ég leigt herbergi miðsvæð- is á 39.000 krónur á Freyjugötu. Það er ekki séns á svoleiðis í dag. Það var mamma sem hvatti mig til þess að flytja í Oddagarðana en ég var „skeptísk“ og með fordóma.“ „Í fyrsta lagi vildi ég ekki flytja í íbúð sem helst í hendur við námið. Í öðru lagi þótt mér 70.000 krónur fyrir herbergi mjög kostnaðarsamt og í þriðja lagi vildi ég ekki deila eld- húsi með öðrum.“ Alice fór þó að ráðum móður sinnar og gaf stúd- entagörðunum tækifæri. „Ástand leigumarkaðarins er svo slæmt að fólki er hent út án fyrirvara. Ég sótti um húsaleigubætur um leið og ég fékk vinnu svo leigan varð viðráð- anleg. Það reyndist síðan gaman að deila eldhúsi, það veitir mér félags- skap. Ég hef mitt persónulega rými í herberginu og leita síðan í félags- skap í sameiginlega rýminu.“ Stúdentagarðarnir #6 „Ég á ekki bíl, reiðhjól né strætókort. Ég nýt þess að ganga hvert sem ég fer og við sambýlisfólkið á ganginum förum í göngutúra um Skildinganesið á kvöldin.“ Grætur ef flugvöllurinn fer Alice Bower er sjötti viðmælandi í myndaröðinni Stúdentagarðarnir. Alice fluttist til Íslands til að flýja erfiðan leigumarkað en segir Ísland vera að grípa í skottið á London, þar sem hún er uppalin. Móðir Alice hvatti hana til að flytja í sambýli stúdentagarðanna og segist hún ekki sjá eftir því. Í góðum félagsskap deilir hún eldhúsi með níu manns og flugvöllurinn í bakgarðinum veitir henni huggun. Myndir | Hari Alice Bower fluttist til Íslands til að flýja leigumarkaðinn í London en sá ís- lenski verður sífellt erfiðari viðureignar. Bend it like Beckham Bresk mynd um stúlku sem fylgir fótboltaástríðu sinni þrátt fyrir mótbárur íhalds- samra foreldra. Myndin sem sann- aði að kvenna- fótbolti er töff, ef einhverjir vissu það ekki Íslenski draumurinn Tóti ætl- ar að verða ríkur á því að flytja inn búlgarskar sígar- ettur og eyðir mest- um tíma sínum í að horfa á fótbolta eða spila Football Manager. Óður til fótboltaáhuga- manna landsins. Air Bud: World Pup Hvað er betra en bíó- mynd um fótboltalið? Jú, bíómynd um fót- boltalið sem er eingöngu skipað Labrador-hundum. Jökullinn logar Ný heim- ildar- mynd um magn- aða för íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM í fótbolta árið 2014. Myndin er nú í al- mennum sýningum í kvikmyndahúsum um land allt. She’s the man Þegar kvennaliðið í fótbolta í skóla Violu er lagt niður tekur hún til sinna ráða, dulbýr sig sem bróður sinn og byrjar í fótboltaliði karla. Fáránlega skemmtileg grín- mynd með Amöndu Bynes í aðalhlut- verki. Blóð, sviti, tár og Beckham 5 bíómyndir sem koma þér í stuð fyrir EM í fótbolta 40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016 Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is Tribe herraarmband 7.400 kr. Flair dömuarmband 12.600 kr. Flair dömuarmband 9.400 kr. Tribe herraarmband 4.900 kr. Glæsilegt skart frá Ítalíu Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár. RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.