Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 42
„Mig langar mikið
að hitta hann, ef
hann er tilbúinn
til þess,“ segir
Björn S. Gunnars-
son, þróunarstjóri
Mjólkursamsölunn-
ar um hinn átta ára
gamla Jón Aðalstein
Snæbjörnsson,
sem vakti mikla athygli fyrir uppfinn-
ingu sína, Rúllusmjörið, í síðustu viku.
„Þetta er snilldarhugmynd og maður
er galopinn fyrir öllum svona hug-
myndum og allri nýsköpun.“
Björn segir Mjólkursamsöluna reglu-
lega fá inn á borð til sín hugmyndir
frá neytendum sem oft séu vel þegnar.
Rúllusmjörið sé sérstaklega neytenda-
vænt og man Björn ekki eftir að hafa
séð viðlíka tól til smurningar á Íslandi
né úti í heimi.
„Auðvitað má maður ekki hugsa of
fljótt um praktíkina við frábærar hug-
myndir, en það sem ég sé er að ætti
maður að þróa
þetta til fram-
leiðslu myndi
maður byrja
á að reyna að
framleiða svona
plasthylki, eins
og hann keypti
á netinu, ódýrara.“
Björn er því augljóslega spenntur
og hyggst bjóða Jóni Aðalsteini að
funda um málið, hafi hann áhuga á.
Jón Aðalsteinn er þó staddur í fríi með
fjölskyldu sinni eins og stendur og ekki
náðist í hann við gerð greinarinnar.
Sjá myndband á
frettatiminn.is
Naglalakk nýjasta
tískutrend karla
Iggy Pop, Kurt Cobain og David Bowie
ruddu veginn fyrir löngu en nú fyrst virðist
tískan vera að festa rætur hérlendis. Ungir
karlmenn lakka á sér neglurnar í öllum
regnbogans litum. Það vakti athygli
þegar 17 ára Jaden Smith gerðist andlit
kvennalínu Loui Vuitton og braut múra
staðalímynda með því að sitja fyrir í
pilsi og með naglalakk. Sömuleiðis hefur
Young Thug verið óhræddur við að klæðast
kvenmannsfötum sem er byltingarkennt í
karllægum heimi rappsins. Naglalakkið er
merki um þá þróun sem á sér stað í okkar
samfélagi. Múrar karlmennskunnar
og kvenleikans verða óskýrari, það er
ekkert bleikt og blátt lengur.
Myndlistarlíf Eyjafjarðar
virðist ætla að bera safa-
ríkan ávöxt um helgina. Í
Listasafni Akureyrar verður
opnuð á laugardag samsýn-
ingin Nautn. Sex myndlist-
armenn skoða þar nautnina
í verkum sínum. Listsköpun
sem slík er að miklu leyti
byggð á nautn og holdið,
kynlíf, áráttur og blæti hafa
lengi verið yrkisefni mynd-
listarmanna.
Verkin á sýningunni kveikja stórar
spurningar. Hvar liggja t.d. mörkin
milli unaðar og þráhyggjukenndr-
ar fíknar í holdsins lystisemdir?
Hver er munurinn á munúð og
ofgnótt, erótík og klámi, fegurð og
„kitsch“? Og hver hefur vald til að
setja fram þessar skilgreiningar?
Listamennirnir sem taka þátt í
sýningunni eru Anna Hallin, Birgir
Sigurðsson, Eygló Harðardóttir,
Guðný Kristmannsdóttir, Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann
Ludwig Torfason.
Í verksmiðjunni við Hjalteyri,
utar í Eyjafirði, opnar önnur
forvitnileg sýning á laugardag. Þar
koma saman listakonur sem eru
búsettar á Íslandi og í Þýskalandi,
íslenskar og erlendar og á ýmsum
aldri. Listakonurnar vinna verk
sín í ýmsa miðla en sýningin heitir
Rífa kjaft. Titilinn er samkvæmt
listakonunum „yfirlýsing þess að
vera staðföst og sjálfri sér trú – láta
ekkert hindra sig þó á móti blási.“
Þær sem rífa kjaft í verksmiðjunni
á Hjalteyri eru Guðrún Pálína Guð-
mundsdóttir, Karla Sasche, Sara
Björg Bjarnadóttir, Hekla Björt
Helgadóttir, Anna Sigríður Sigur-
jónsdóttir, Ragnhildur Stefáns-
dóttir, Véronique Legros, Kristín
Reynisdóttir og Ólöf Benedikts-
dóttir. | gt
Nautn og rifinn kjaftur við Eyjafjörð
Á Hjalteyri ætla listakonur að rífa kjaft
næstu daga.
Grein Fréttatímans um
uppfinninguna Rúllu-
smjörið vakti mikla
athygli í síðustu viku.
Rúllusmjörið flýgur hátt
Mjólkursamsalan vill hitta uppfinnanda Rúllusmjörsins
Björn S.
Gunnarsson,
þróunar-
stjóri Mjólk-
ursam-
sölunnar.
Júnía og Laufey eru 17 ára tvíburar sem hafa spilað
saman frá fjögurra ára aldri. Þær segja klassíska
tónlist vera eitthvað sem allir ættu að gefa séns.
Þær eignuðumst sínar fyrstu fiðlur tveggja ára og fjögurra ára byrj-uðu þær að æfa á píanó. Júnía og Laufey Lín Jónsdætur eru 17 ára
tvíburar og klassísk tónlist er þeim
blóði borin. „Mamma er fiðluleik-
ari og amma og afi voru píanó- og
fiðluprófessorar í Peking. Pabbi
kynnti okkur fyrir djassinum, Billy
Holliday, Ellu Fitzgerald og þeim
öllum.“
Eftir að hafa slegist í mörg ár um
tónverk, hver fengi að flytja hvað og
hvenær, var ákveðið að velja sér ólík
strengjahljóðfæri þegar sá tími rann
upp. Laufey valdi selló. „Það átti
betur við mig, ég er djúpraddaðari
og eldri. Sem tvíburi „A“ var viðeig-
andi að ég tæki stærra hljóðfærið.“
Júnía kaus fiðluna. „Mamma kennir
á fiðlu og ég vildi verða eins og nem-
endur hennar. Tónlist hefur alltaf
verið stór partur af lífi okkar.“
Systurnar eru staðfastar að engin
breyting verði þar á. Þær upplifuðu
„bíómyndamóment“ þegar þær
spiluðu á dvalarheimili nýverið.
„Þar var gömul kona sem hafði öllu
gleymt, hún var alveg hætt að tala
líka. Þegar við lukum samspilinu
settist hún við píanóið og spilaði
mjög flókin verk. Hún hafði engu
gleymt í tónlistinni, þetta var alveg
ótrúlegt,“ lýsir Júnía.
Systurnar spila mikið saman og
segja einstakt samband þeirra erfitt
er að útskýra. „Þegar ég spila með
Laufeyju veit ég alltaf hvenær ég á
að koma inn. Við erum eitt þegar
við spilum saman,“ segir Júnía og
Laufey tekur undir. „Við erum líka
fáanlegar í mörgum útgáfum.“ Vísar
Laufey þá í sönginn sem þær systur
hafa lagt fyrir sig, en Laufey tók þátt
í Ísland got talent og íslenska Voice.
„Við getum sungið og spilað á pí-
anó, fiðlu og selló eða fjórhent pí-
anó, það er nóg í boði.“
Það er stund milli stríða hjá systr-
unum en þær eru þáttakendur í Al-
þjóðlegu tónlistarakademíunni
í Hörpu. Dagskráin er bæði krefj-
andi og gefandi. „Að mínu mati er
klassísk tónlist góð undirstaða allra
tónlistar, hún er tímalaus,“ segir
Laufey. „Rappið, poppið og annað
kemur í bylgjum en klassíkin verður
alltaf klassík. “
Samkvæmt Júníu verða lokatón-
leikar Akademíunnar þann 17. júní
svakalegir. „Þá spila allir saman.
Besti fiðluleikari heims á okkar
aldri spilar með okkur, ég get ekki
beðið eftir að sjá hann. Harpan hef-
ur gert mikið fyrir íslenskt tónlist-
arlíf, að fá tækifæri til að kynnast
leikurum frá öðrum þjóðum og fá
innblástur.“
Syngja, spila píanó,
fiðlu og selló
Tvíburasysturnar Júnía og Laufey hafa spilað
saman frá fjögurra ára aldri. Þær hafa þróað
einstakt tónlistarsamband sem ómögulegt er að
útskýra, þær eru eitt í samspilinu.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Mynd | Hari
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 10. júní 2016