Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 10.06.2016, Page 48

Fréttatíminn - 10.06.2016, Page 48
Gott að horfa á EM Í dag, föstudag, hefst EM í Frakklandi en í fyrsta leiknum mætir Frakkland Rúmeníu klukkan 19. Fjölmörg lið mætast um helgina en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudag, gegn Portúgal. Gott að borða kótelettur Hátíðin Kótelettan verður haldin á Selfossi um helgina en síðustu ár hefur hátíðin einkennst af grillilmi sem leggst yfir bæinn þegar bæjarbúar tendra grillin sín. Um er að ræða stærstu grill- veislu Suðurlands. Gott að skoða kristalla Á sunnudaginn verð- ur kristallasýning og sala í Ljósheimum. Margt nýtt verður að skoða enda besta úrval landsins. Steinar og kristallar frá öllum heimshornum og ráðgjöf sér- fræðings. GOTT UM HELGINA ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43 Fólkið mælir með ... Sverrir Norland Útiveran: Mér finnst gott að hreinsa haus- inn með því að hlaupa. Í Reykjavík er oft svo mikið rok og því hleyp ég helst um kirkjugarðana þar. Ísinn: Reykjavík: Valdís. En ég er bú- settur í New York og þar er það Van Leeuwen. Svo var ég að uppgötva „mochi“-ís, sem er einhver snilld frá Hawaii. Flíkin: Ég hef gengið í sama æðis- lega jakkanum frá Kormáki & Skildi síðan árið 1700 og súrkál. Þeir eru frábærir. Þátturinn: Mig langar að horfa á The Wire, Ófærð og Breaking Bad. Gamalt uppáhald væri Seinfeld og Twin Peaks. Svo var „Maður er nefndur“ auðvitað gott dót. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Útiveran: Eftir að skólinn kláraðist og ég get aðeins slakað á hef ég rölt nokkrum sinnum á sólríkum dögum niður Laugaveg- inn og setið úti á Loft Hostel með góðum vinum. Það er útivera sem ég stunda mikið á sumrin. Ísinn: Ég fer alltaf í Vesturbæjarís- búð. Núna er ég að vinna mikið með Hockey Pulver-sjeik. Það bragðast jafn vel og það hljómar. Flíkin: Sólgleraugun sem ég fékk frá kærastanum mínum í afmælisgjöf núna í apríl. Han Kjøbenhavn sól- gleraugu úr Húrra Reykjavík, fer ekki út án þeirra. Þátturinn: Ég næ aldrei að halda mér vakandi út heilan sjónvarps- þátt, það er staðreynd. Horfði loks- ins á Rapp í Reykjavík um daginn og það er eitthvað sem hvert manns- barn þarf að sjá. Elísabet Gunnarsdóttir Þátturinn: Fréttir er sá þáttur sem ég fylgist reglulega með. Ég er að eldast... Flíkin: Biker leðurjakki úr fatalínu sem ég vann í samstarfi við NTC – ég fer ekki úr honum. Góður leðurjakki er flík sem allir þurfa að fjárfesta í. Ísinn: Bragðarefur með jarðarberj- um, banana og snickersbitum frá Ísbúð Vesturbæjar – gamli ísinn að sjálfsögðu. Útiveran: Útihlaup með létta tónlist í eyrunum – hreyfing sem hreinsar líkama og sál.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.