Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 50

Fréttatíminn - 10.06.2016, Síða 50
…fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Bobby lagði hendur á Whitney Houston Bobby Brown, fyrrum eiginmaður söngdívunnar heitinnar, Whitney Houston, var í einlægu viðtali í vikunni í 20/20. Í viðtalinu viðurkennir Bobby að hafa einu sinni lagt hendur á á Whitney í hjónabandi þeirra, en hann átti á þeim tíma í erfiðleikum með að halda sig frá áfengi og vímuefnum. Hann segir þó að ekki sé hægt að flokka hann sem ofbeldismann. Bobby segir frá því að hann hafi notað fíkniefni inni á heimilinu á með- an Bobbi, dóttir þeirra hjóna, var lítil stúlka. Hann segir að þau hafi lagt sig fram um að láta Bobbi ekki sjá sig í annarlegu ástandi og hafi hún þess vegna mikið verið í pössun hjá barnapíu. Seinustu tvö ár hjónabandsins segir Bobby að allt hafi verið í báli og brandi hjá þeim, en þau skiptust á að reyna að vera edrú. Zayn Malik og Gigi Hadid ekki hætt saman Fyrir viku síðan hættu söngvarinn Zayn Malik og ofurmódelið Gigi Hadid saman, en þau voru búin að vera saman í 7 mánuði. Samkvæmt heimildarmanni sem náinn er parinu voru þau ekki lengi aðskilin: „Þau hættu saman og byrjuðu eiginlega strax saman aftur. Núna eru þau saman en það getur breyst mjög fljótt.“ Vinir parsins eru sannfærðir um að samband þeirra muni ekki end- ast, einfaldlega af því að þau eru svo ólík. Zayn er innhverfur og vill lifa lífinu án mikillar athygli. Gigi hinsvegar vill vera í sviðsljósinu og elskar athygli og veldur það togstreitu í sambandinu. Eru Harry prins og Ellie Goulding saman? Sögusagnir hafa verið í gangi um að breska söngkonan Ellie Goulding hafi verið að hitta Harry prins í leyni. Það hefur hinsvegar komið fram líka í fjölmiðlum að þau hafa þekkst í mörg ár og verið vinir. Ellie söng meira að segja í brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton árið 2011. Nýlega sást til þeirra á Audi Polo Challenge þar sem sjónarvottar segjast hafa séð þau kyssast undir teppi. Þau væru nú alveg flott par þessi tvö. Ellen kærð fyrir meiðyrði Spallþáttadrottninginn gerði grín að nafni konu og birti símanúmerið hennar í þættinum sínum Spjallþáttadrottningin og grínist- inn, Ellen DeGeneres, hefur verið kærð fyrir að gera grín að nafni konu í þættinum sínum og birta nafnspjaldið hennar með síma- númeri á. Konan, sem starfar sem fasteignasali og verkfræðingur, heitir Titi Pierce, en Ellen bar nafnið hennar ítrekað fram sem Titty, sem á íslensku þýðist sem brjóst. Það var ekki bara nafngrínið sem fór fyrir brjóstið á Titi því hún var ekki par sátt við að númerið hennar væri gefið upp í vinsæl- um spjallþætti með þessum hætti. Segir hún að hundruð manns hafi hringt í hana eftir þáttinn á með- an hún var stödd í jarðarför hjá nánum ættingja. Þá gerði Ellen jafnframt grín af brjóstum hennar í tengslum við nafnið og þótti Titi það einkar óviðeigandi. Titi kærir Ellen fyrir meiðyrði, brot á friðhelgi einkalífsins og fyrir að hafa valdið sér miklu til- finningalegu uppnámi. Hún setti sig í samband við aðstandendur þáttarins strax eftir að honum lauk, bað um að símanúmerið væri hulið og leiðrétti framburðinn á nafninu sínu í Tee Tee. Þrátt fyr- ir athugasemdirnar voru engar breytingar gerðar áður en þáttur- inn var endursýndur. Í vanda Ellen er kærð fyrir að hafa valdið konu tilfinningalegu uppnámi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Við erum þó nokkr-ir strákar sem erum flugþjónar hjá WOW air, þetta er mjög góð blanda hjá okkur,“ segir Tryggvi Rafnsson, flugþjónn og leikari. Hann hefur starfað sem flugþjónn frá árinu 2013 og fékk nýlega stöðuhækkun upp í að vera fyrsta freyja eða senior, sem felur í raun í sér að hafa umsjón með flugfreyju og -þjónavaktinni um borð hverju sinni. 678 kaffibollar Fyrsta flugið hans í nýju starfi var ekki að verri endanum en flogið var með glænýrri 350 sæta Airbus breiðþotu til Parísar, en Tryggva reiknast til að í fluginu hafi verið afgreiddir 678 kaffbollar. En hvernig verður maður fyrsta freyja? „Maður þarf að vera búinn að vinna í ákveðinn tíma, þá getur maður sótt um og fer í sérstaka þjálfun. Svo er manni bara hent út í djúpu laugina. En það getur auðvitað ekkert hvaða labbakútur sem er farið í þetta,“ segir Tryggvi kíminn. Unnu veðmál Það er annars ansi skemmtileg saga á bak við það hvernig Tryggvi endaði í þessu starfi, þar sem kem- ur fyrir veðmál við forstjórann sjálfan, Skúla Mogensen. „Ég og félagi minn vorum að setja upp leikrit saman og einn daginn kem ég á æfingu og segist vera búinn að sækja um sum- arvinnu og að hann geti örugglega aldrei giskað á hvað það er. Þá var hann alveg með það á hreinu að ég ætlaði að verða flugþjónn, því hann ætlaði að gera það líka. Nokkrum vikum síðar var okkur svo boðið að taka grín þjónagigg á jólahlaðborði hjá WOW air, sem við stukkum að sjálfsögðu á. Þar skelltum við upp veðmáli við Skúla Mogensen, sem við unnum. Svo bara sóttum við um flugþjónastarf- ið eins og allir aðrir og komumst í gegn,“ segir Tryggvi sem er ekki alveg á þeim buxunum að gefa upp um hvað veðmálið snérist. Heltekinn af WOW lífinu „Ég veit ekki hvort forstjórinn verður ánægður með mig ef ég segi frá því. Þetta var upphíf- ingakeppni í Viðeyjarstofu. Sem við sigruðum í, að sjálfsögðu. Og Skúli stendur við allt sem hann segir,“ segir Tryggvi og hlær. „Ef Skúli hefði unnið þá hefðum við þurft að þrífa skrifstofuna hans í mánuð.“ Þeir félagar ætluðu að prófa að vinna sem flugþjónar eitt sumar, en starfið heillaði þá svo upp úr skónum að þeir eru enn að. Og báðir orðnir fyrstu freyjur. „WOW lífið heltók mig og ég gæti ekki ver- ið glaðari.“ „Living the dream“ Aðspurður hvort leiklistarnámið nýtist í fljugþjónastarfinu seg- ir Tryggvi það ekki spurningu. „Leiklistin nýtist í öllu sem maður gerir. Þetta er mikið um mannleg samskipti og að taka frumkvæði og þá er leikaranámið góður undirbúningur,“ segir Tryggvi sem er þó langt frá því að vera hættur að leika. Þessa dagana má til dæmis sjá hann í Olís auglýs- ingu og þá er hann mikið í að veislustýra. „Það er regla í mínu lífi að gera bara það sem er gaman, og það að vera flugþjónn hjá WOW og leikari meðfram því, er gríðar- lega skemmtilegt. „I am living the dream, sky is the limit.““ Sigraði Skúla Mogensen í upphífingakeppni Tryggvi Rafnsson ætlaði að prófa að starfa sem flugþjónn eitt sumar en heillaðist af WOW lífinu. Hann er nú orðinn fyrsta freyja og sér um vaktstjórn í loftinu. Leiklistin nýtist Tryggvi er menntaður leikari og segir námið nýtast vel í fluginu. Enda snúist starfið mikið um mannleg samskipti og sýna frumkvæði. Mynd | Hari WOW lífið hel­ tók mig og ég gæti ekki verið glaðari.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.