Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 52
…viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016 Ég hélt að ég væri að fara í þennan „footballers wives“ pakka fyrst þegar ég fór út. En nei, þetta er alls ekki þannig. Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Opið 08.30 - 18.00 mán-fös / 11.00 - 16.00 lau Vörurnar frá HAPE fáið þið í verslun við Gylfaflöt 7 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Ég er að deyja úr spenningi og á örugglega eftir að fara yfir um á þessum leikjum,“ segir Krist- björg Jónasdóttir, einkaþjálfari og unnusta Arons Einars Gunnarsson- ar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, sem spilar sinn fyrsta leik á EM næstkomandi þriðjudag. Var sjálf í fótbolta Hún æfði sjálf fótbolta langt fram á unglingsár, þekkir því leikinn vel og nýtur þess að fylgjast með. Hún mætir ekki bara á völlinn að styðja sinn mann af eintómri skyldu- rækni. Áhuginn er einlægur. „Mér finnst þetta þvílíkt skemmtilegt og það er ekkert skemmtilegra en að horfa á hann spila.“ Kristbjörg efast ekki um strák- arnir verði landi og þjóð til sóma á franskri grundu. „Ég er nokk- uð viss um að þeir komast upp úr þessum riðli og ég þarf örugglega að framlengja ferðina mína,“ segir hún kímin. „Ég met það líka út frá því hvað strákarnir segja sjálfir, að þetta sé besta lið sem þeir hafa spilað með. Ég sé til dæmis alveg mun á Aroni þegar hann er að spila með Cardiff og landsliðinu.“ Vinkonur koma og fara Kristbjörg flutti út til Cardiff fyr- ir tæpum fjórum árum, þar sem Aron spilar með Cardiff City, og hún kann vel við sig á Bretlandi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég bý í útlöndum og ég er búin að koma mér vel fyrir í Cardiff. Það voru auðvitað töluverð viðbrigði að fara út. Allt í einu hafði ég ekki vini mína og fjölskyldu í kringum mig og stólaði mest á Aron. Ég eignaðist reyndar strax góðar vinkonur sem voru kærustur liðsfélaga Arons, en fótboltinn er þannig að fólk kemur og fer. Maður er alltaf að kynn- ast nýjum stelpum, svo eru leik- mennirnir seldir og fara annað og þær fylgja með,“ segir Kristbjörg, en bætir við að ákveðinn kjarni hafi þó spilað saman í lengri tíma. Hún er í mestu sambandi við tvær stelpur og mennirnir þeirra eru einmitt góðir vinir Arons. Ekki eintómt glamúrlíf Kristbjörg viðurkennir að hún hafi ekki alveg vitað við hverju hún átti að búast þegar hún fór að búa með atvinnumanni í knattspyrnu. „Ég hélt að ég væri að fara í þennan „footballers wives“ pakka fyrst þegar ég fór út. En nei, þetta er alls ekki þannig. Allar þessar stelpur sem ég hef kynnst úti eru mjög venjulegar og ótrúlega fínar. Fólk heldur oft að þetta sé eintómt glamúrlíf, að ég sitji bara í sólbaði allan daginn, en ég get sagt það hér og nú að þannig er það ekki. Þetta er ekki bara dans á rósum og svona líf getur tekið á and- lega. Sérstaklega þegar strákarnir komast ekki í liðin og fá ekki að spila, eða ef meiðsli eru að hrjá þá. Það getur tekið á báða aðila. Við höfum það vissulega gott en það fylgja þessu gallar.“ Sonurinn breytti lífinu Kristbjörg og Aron eignuðust son- inn Óliver Breka fyrir fjórtán mánuðum og við það breytt- ist líf hennar mikið. Nýr kafli hófst með nýjum áskorunum. „Ég var mikið að keppa í fitness og þegar ég flutti út hafði ég allan þann tíma sem ég þurfti til að undirbúa mig fyrir mót. Ég fékk líka tækifæri til að komast á fleiri mót því það var mun auðveldra fyrir mig að ferðast á milli og ég nýtti mér það „Þetta tók svakalega á mig andlega“ Kristbjörg Jónasdóttir var í keppnisformi þegar hún varð ólétt að syni sínum og átti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Hún setti sér óraunhæf markmið um að komast strax aftur í form, en í dag er hún í góðu jafnvægi og líður vel alveg þangað til ég varð ólétt,“ seg- ir Kristbjörg sem hefur reynt að passa upp á það, eftir að sonurinn fæddist, að hún fái reglulega tíma fyrir sjálfa sig. Hann fer á dag- heimili þegar hún þarf að komast í ræktina eða sinna öðrum erindum og hún ræður í raun sjálf hve lengi hann dvelur í einu. Svo hafa hún og Aron aðgang að barnfóstru ef þau vilja kíkja saman út á kvöldin. „Þetta gengur allt bara ótrúlega vel,“ segir Kristbjörg og brosir. Fékk meðgöngueitrun Hún viðurkennir reyndar að síð- ustu tvö árin hafi verið strembin á köflum. Aron er búinn að vera töluvert í burtu í landsliðsferðum vegna undankeppni EM og það hitti einmitt þannig á að sonur- inn kom í heiminn þegar hann var slíkri ferð. „Ég vissi að hann þyrfti að fara í þessa ferð og honum leið sjálfum mjög illa yfir því,“ segir Kristbjörg, en það var viðbúið að sonurinn gæti fæðst á meðan Aron var í burtu. „Ég setti honum þó það skilyrði að ef hann yrði ekki við- staddur fæðinguna þá yrði hann að fara á EM í staðinn, og það tókst.“ Kristbjörg var komin með ein- kenni meðgöngueitrunar undir lok meðgöngunnar og var búin að reyna að fá það í gegn að vera sett af stað áður en Aron færi í ferðina, en það gekk ekki. „Þetta var ógeðslega erfitt og ég vildi svo mikið hafa hann hjá mér, en við tókum þessa ákvörðun saman. Ég reyndi samt gjörsamlega allt til að koma fæðingunni af stað. Fór upp og niður stiga, gerði hnébeygjur og ýmsar æfingar. Svo ætlaði ég að reyna að halda honum inni, en það gekk ekki heldur. Daginn eftir að Aron fór var ég sett af stað vegna meðgöngueitrunar.“ Náði fæðingunni á FaceTime Kristbjörgu fannst ljósmæðurn- ar ekki hlusta nógu vel á sig og hún telur sjálf að meðgöngueitr- unin hafi byggst upp hægt og rólega. Hún var orðin slæm af bjúg og hafði þyngst mikið á með- göngunni, þrátt fyrir að hugsa vel um sig og borða hollan mat. „Þetta gerðist svo allt mjög hratt eftir að ég var sett af stað og Aron rétt náði þessu á FaceTime. Hann sá því eitthvað,“ segir Kristbjörg og hlær. „Þetta var auðvitað leiðin- legt fyrir hann og örugglega skrýt- ið að fara svona í burtu, koma til baka og þá er allt í einu ný mann- eskja á heimilinu. Ég sé samt ekki eftir neinu og okkur fannst þetta rétt ákvörðun á þeim tíma.“ Það sem var Kristbjörgu erfiðast í öllu þessu ferli var þyngdaraukn- ingin á meðgöngunni. Að fara úr fitness lífsstílnum yfir að vera ólétt og geta ekki æft af fullum krafti. Svo kom það henni líka á óvart hvað það tók hana langan tíma að komast aftur í form eftir meðgönguna. „Þetta var allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég var nýbúin að keppa þegar ég varð ólétt og var í keppn- isþyngd. Ég þyngdist því alveg um 28 kíló á meðgöngunni. Þetta voru svakaleg viðbrigði fyrir mig. Ég setti mér það markmið að vera komin í form þremur til sex mánuðum eftir fæðingu. En það var mjög óraunhæft og ekki að fara að gerast. Ég fann að mér fannst mikilvægara að eyða tíma með syni mínum og kynnast honum í staðinn fyrir að einbeita mér að því að borða rétt og æfa eins og brjálæðingur. Gefa mér tíma til að ná tökum á þessu nýja hlutverki og sinna því. En þetta tók svakalega á mig andlega,“ segir Kristbjörg einlæg. Mikill lærdómur „Það var svo eftir um átta mánuði að ég fann að ég var tilbúin til að setja meiri vinnu í mig sjálfa. Fann að ég hafði kraft og metnað til að æfa og taka mataræðið í gegn. Þá var Óliver líka orðinn meðfæri- legri. Ég vil því meina að þetta hafi allt gerst í réttri röð og á réttri tímalínu. Það tekur líkamann 40 vikur að undirbúa sig fyrir fæðingu og það er ekkert óeðlilegt að það taki hann 40 vikur að jafna sig eftir hana. Ég hugsaði með mér að þetta kæmi með tím- anum og það gerði það. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum og var mikill lærdómur fyrir mig, en ég myndi ekki breyta neinu þó ég fengi tækifæri til þess.“ Sá kílóin hlaðast upp Hún segir það hafa verið skrýtið að fylgjast með líkama sínum breytast á meðgöngunni, sjá húðina verða slappari og kílóin hlaðast upp. „Ég hugsaði oft hvort ég ætti einhvern tíma eftir að verða aftur eins og ég var. En ég lærði að með þolinmæði þá er allt hægt. Mér líður ótrúlega vel í dag og er í góðu jafnvægi. Ég stunda heilbrigðan lífsstíl, mæti í ræktina og leyfi mér ýmislegt. Þegar sonur minn fæddist hófst nýr kafli í mínu lífi og hann breytti mér til hins betra.“ Kristbjörg er þó ekki bara í fullu starfi við að vera móðir hins orku- mikla Ólivers Breka, því fyrir um ári keyptu þau hjónaleysin fyrir- tækið Brasilian Tan, sem sérhæfir sig í brúnkukremum. Kristbjörg sér um reksturinn, með dyggri að- stoð systur sinnar, og er að reyna að koma vörunum á markað í Bret- landi. Mynd | Rut Sigurðardóttir Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Snapchat og instagram Áhugasamir geta fylgst með Kristbjörgu hér: Snapchat: krisjfitness Instagram: krisj_fitness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.