Fréttatíminn - 10.06.2016, Blaðsíða 61
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
þá er fótbolti og körfubolti nánast
stanslaust á skjánum hjá mér þegar
ég fæ að ráða fjarstýringunni. Þetta
er í raun óþolandi hundalíf að vera
forfallinn íþróttaáhugamaður því
það er alltaf eitthvað í gangi. Nú
var enska deildin rétt að klárast og
með henni úrslitakeppnin í íslenska
körfuboltanum. Þá tekur við íslenski
fótboltinn og NBA sem er um miðjar
nætur. Svo er EM í fótbolta að byrja
þar sem maður getur ekki misst af
einum einasta leik. Ofan á þetta er
alltaf verið að sýna lokkandi upprifj-
unarþætti og ég er með heila stöð
sem rifjar upp þá góðu tíma þegar
Liverpool gat eitthvað.
Fyrir utan þetta horfi ég mik-
ið á Modern Family enda lifir tíu
ára dóttir mín fyrir þá þætti. Hún
kann allar seríurnar utanað og ég
er fyrir vikið orðinn nokkuð fróð-
ur um þessa þætti. Ég dett líka
einstöku sinnum inn í þáttaraðir
sjálfur, horfði til að mynda á Better
Call Saul um daginn. Þeir voru ekki
alveg jafn góðir og Breaking Bad
en þó sami fílingur. Svo horfði ég
á rosalega þætti um OJ Simpson-
-málið. Þeir höfðuðu alveg til mín
enda var ég að horfa á NBA-úr-
slitin á sínum tíma þegar það var
klippt yfir á bílaeltingarleikinn.
Ég bara gat ekki hætt að horfa á
þessa þætti.“
Sófakartaflan
Kjartan Guðmundsson
útvarpsmaður
Óþolandi hundalíf að vera forfallinn íþróttaáhugamaður
Má ekki missa af neinu Kjartan Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 1, horfir nær eingöngu
á íþróttir þegar hann fær að ráða fjarstýringunni á sínu heimili. Mynd | Hari
Ég fyrirverð
mig ekki
fyrir fagnaðar-
erindið. Það
er kraftur
Guðs sem
frelsar hvern
þann mann
sem trúir...
www.versdagsins.is
Skarpsýnu
skötuhjúin
Partners in Crime RÚV
klukkan 20.25
Breskur spennumyndaflokkur
byggður á sögum Aghötu Christie.
Hjónin Tommy og Tuppence elta
uppi njósnara í Lundúnum á sjötta
áratugnum. Það reynist hjónun-
um erfiðara að segja skilið við
heim njósna og kalds stríðs en þau
nokkurn tíma óraði fyrir. Aðal-
hlutverk leika David Walliams og
Jessica Raine.
Hasargrín á áttunda
áratugnum
The Nice Guys Sýnd í
Smárabíói, Háskólabíói, Laugar-
ásbíói og Borgarbíói á Akureyri.
Ryan Gosling og Russell Crowe
leika aðalhlutverkin í The Nice
Guys sem nú er komin í bíó. Sagan
gerist í Los Angeles árið 1977.
Einkaspæjarinn Holland March
(Gosling) er ráðinn til að rannsaka
meint sjálfsmorð klámstjörnunn-
ar Misty Mountains og fær hann
mikla óumbeðna aðstoð frá ungri
og eldklárri dóttur sinni, Holly.
Þegar vísbendingarnar leiða hann
að stúlku að nafni Amelia (Qualley)
hittir hann annan einkaspæjara,
Jackson Healey (Russell Crowe),
sem fer óhefðbundnar leiðir í rann-
sóknum sínum. Ástandið versnar
þegar Amelia hverfur og spæjarana
fer að gruna að fleiri eigi hagsmuni
að gæta í málinu en þeir gerðu sér
grein fyrir.
DiCaprio í hlutverki
Hoovers
J. Edgar
Netflix
Áhugaverð
mynd frá 2011
um störf hins
umdeilda J. Edgar
Hoover sem stýrði bandarísku al-
ríkislögreglunni um langt árabil.
Clint Eastwood er leikstjóri en Le-
onardo DiCaprio fer með hlutverk
Hoovers. Auk hans eru leikarar
á borð við Judi Dench og Naomi
Watts í burðarrullum. Myndin fékk
blendnar viðtökur þegar hún var
frumsýnd en flestir eru sammála
um að DiCaprio skili að venju sínu.
…sjónvarp13 | amk… FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2016